Innlent

Íslenskir bændur ekki jafn tækjaóðir og Economist heldur fram

Karen Kjartansdóttir skrifar
Íslenskir bændur eru tækjaóðustu bændur veraldar ef marka má hagfræðitímaritið The Economist. Þar er fullyrt að hvergi í heiminum séu jafn margir traktorar miðað við ræktarland. Bændasamtökin segja útreikninginn galinn.

Economist birti í gær súlurit og stutta grein þar sem fullyrt var að hvergi í veröldinni væru jafn margar dráttarvélar og á íslandi miðað við ræktarland.

Reyndar ættu Íslendingar svo mikið af dráttavélum að fjöldi þeirra væri tvöfalt meiri en næsta lands á eftir á eftir.

Tjörvi Bjarnason, er sviðstjóri Bændasamtaka Íslands.

Hvers vegna þurfa íslenskir bændur svona margar dráttarvélar? „Ég tel nú að þessi frétt frá Economist sé á misskilning byggð."

Segir Tjörvi að útfrá fjöldanum sé hægt að draga þá ályktun að talan gæti átt við um ökutækjaflotann á Íslandi miðað við gögn frá árinu 2004

Inn í þeirri tölu séu allir fólksbílar, hópbílar, vörubílar, sendibílar og vélhjól eða í kringum 200 þúsund tæki. Sú tala passi við grafið.

Ef þetta væru aðeins dráttarvélar væru 56 slíkar á hverju búi á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×