Innlent

Bakpoki titraði á Keflavíkurflugvelli

Starfsmenn öryggisgæslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar urðu um helgina varir við bakpoka sem titraði á flughlaði við flugstöðina. Þeir höfðu samband við lögregluna á Suðurnesjum og tilkynntu henni um málið.

Í ljós kom að eitt geymsluhóf bakpokans lét ófriðlega og reyndist sökudólgurinn vera rafmagnsrakvél sem hrokkið hafði í gang. Eftir að slökkt hafði verið á henni var pokinn loks klár í loftið og hélt ásamt eiganda sínum til Kaupmannahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×