Innlent

Saka minnihlutann um ómálefnalegan málflutning

Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri.
Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar segja að tillaga Sjálfstæðisflokksins um útsvarslækkun sé algjörlega ófjármögnuð. Tillagan sé lögð fram af því að borgarreksturinn gangi svo vel. Sjálfstæðismenn hafi aftur á móti sent frá sér tilkynningu í síðustu viku um að aðgerða væri þörf því borgarreksturinn væri á hverfanda hveli.

„Þetta er óásættanlegur málflutningur og vilja borgarfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar koma því skýrt fram að þessi meirihluti leggur áherslu á ábyrgan rekstur borgarinnar og ætlar ekki að taka þátt í innistæðulausum skýjaborgum á kosningavetri. Telji borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins raunverulega tilefni til þess að lækka útsvarsprósentu verða þeir að segja með skýrum hætti hvaða þjónustu Reykjavíkurborg á að hætta að veita. Það er lágmarks krafa," segir í yfirlýsingu borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.


Tengdar fréttir

Felldu tillögu um útsvarslækkun

Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi á fundi borgarstjórnar í dag tillögu um að útsvar verði lækkað í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn lagði lækkunina til svo að hækkanir núverandi meirihluta yrðu dregnar til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×