Fleiri fréttir

Mikil sprenging við Stapafell - myndir

Landhelgisgæslunni barst snemma í morgun tilkynning frá togveiðiskipinu Sóleyju Sigurjóns sem fengið hafði dufl í veiðarfærin um 20 sjómílur vestur af Reykjanestá. Ákveðið var að senda sprengjusérfræðinga um borð með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar komið var að skipinu reyndist ekki mögulegt að síga um borð vegna mikillar ölduhæðar.

Fagna nefnd sem mótar stefnu um lagningu raflína í jörð

Bæjarráð Sandgerðisbæjar fagnar því að skipuð hafi verið nefnd til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni um ákvarðanir þar um. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Sandgerðisbæjar vegna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð.

Stjórnvöld munu ekki koma í veg fyrir mótmæli

Stjórnvöld munu ekki gera neinar tilraunir til þess að koma í veg fyrir mótmæli þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kemur til landsins. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Facebooksíðu sinni.

Greinagerðum skilað í lífeyrissjóðsmálinu

Lögmenn skiluðu greinagerðum í fyrirtöku í máli ríkissaksóknara gegn fimm stjórnarmönnum í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og þáverandi stjórnarformanni sjóðsins, sem var Gunnar I. Birgisson, þá bæjarstjóri, nú bæjarfulltrúi í Kópavogi. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Segir málaferlin og aðildarumsóknina vera aðskilin mál

Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu og málaferlin fyrir EFTA dómstólnum séu tvö aðskild mál sem ekki eigi að blanda saman. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í gær að aðildarviðræðum við Evrópusambandið væri nánast sjálfhætt eftir að RÚV greindi frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði óskað eftir aðild að málaferlunum gegn Íslandi í Icesave málinu.

Pottur gleymdist á eldavél

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Mörkinni 8 nú rétt eftir klukkan níu í morgun. Þar hafði pottur gleymst á eldavél. Slökkviliðið var sent á staðinn en um minni eld var að ræða en óttast var í fyrstu.

Akureyrarlögreglan ræður ekki við álagið

Fjögur vopnuð rán hafa verið framin á Akureyri á þessu ári. Fíkniefnaneysla hefur aukist mikið. Lögreglan á erfitt með að mæta álaginu sökum manneklu. Bæjarstjóri vill kalla eftir samanburðartölum um þróun glæpa á landinu öllu.

Tillagan samþykkt samhljóða

Tillaga um að farið verði strax í nauðsynlegar aðgerðir til að takmarka hraðakstur í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni var samþykkt samhljóða í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar á þriðjudag. Tillagan var flutt af Gísla Marteini Baldurssyni og Hildi Sverrisdóttur úr Sjálfstæðisflokki.

Ríkissaksóknari rannsakar leka

Ríkissaksóknari rannsakar nú hvort yfirvöld hafi lekið málsgögnum úr hrottalegu líkamsárásarmáli til fjölmiðla. Ástæðan er umfjöllun DV um mál sem kennt hefur verið við Hells Angels í fjölmiðlum.

Langafastrákur með veiðidellu

Ómar Smári Óttarsson er 14 ára Hafnfirðingur með veiðidellu á háu stigi, sem er gott. Hann byrjaði að veiða þegar hann var fjögurra eða fimm ára og hefur hnýtt flugur í þrjú ár. Hann veiðir víða en líklega mest í Vífilsstaðavatni. Trausti Hafliðason ræddi við Ómar Smára um fiska, flugur og ótrúlegar veiðisögur.

Hávær krafa um notkun jarðstrengja í stað loftlína

Jarðstrengir fyrir háa spennu eru margfalt dýrari en loftlínur. Leggja á fyrir Alþingi næsta haust tillögu að stefnumörkun um jarðstrengi í raforkukerfinu. Nýjar raflínulagnir næstu ár tengjast iðnaði, ekki heimilum.

Ölvaður ók á steinstólpa

Ofurölvi ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Langholtsvegi í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á steinstólpa og sat þar fastur.

Krefjast fundar í utanríkisnefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður sama flokks óskuðu í gærkvöldi eftir fundi í utanríkisnefnd Alþingis hið fyrsta.

Fleiri rauðir dagar hér en í nágrannalöndum

Lögbundnir frídagar hér á landi, utan helga, eru tólf talsins. Það er meira en í nágrannalöndunum. Oft lenda rauðu dagarnir á helgum. Formaður ASÍ segir að ekki hafi skapast samstaða um uppbótarfrídaga í þeim tilfellum.

Gagnrýni vegna unglegra fyrirsæta

Nokkur gagnrýni hefur verið uppi vegna unglegra nærfatafyrirsæta í síðasta Hagkaupsbæklingi. Fyrirsæturnar sem um ræðir eru sextán og tuttugu ára. Að minnsta kosti ein athugasemd hefur verið send til Hagkaupa vegna málsins, en ekkert svar hefur borist.

Bíði eftir hugmyndasamkeppni

Hæstbjóðandi í söluútboði Orkuveitunnar á Perlunni fékk ekki hugmynd sína um breytt skipulag samþykkta á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Eins og öðrum málum sem komið hafa á borð skipulagsráðs að undanförnu og varða Öskjuhlíðina var erindi bjóðendanna vísað til fyrirhugaðrar samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins.

Aldrei fleiri möguleikar í fluginu

ISAVIA býst við að umfang flugstarfsemi í Keflavík slái öll fyrri met í sumar. Ráðist í endurbætur í Leifsstöð. Í sumar geta farþegar á leið til Lundúna, Berlínar, Alicante og Parísar valið á milli fjögurra flugfélaga. Í sumar er búist við að daglega fari um 15 þúsund farþegar um Leifsstöð þegar mest lætur.

12% fleiri um Hellisheiðina

Töluvert fleiri voru á faraldsfæti yfir nýafstaðna páskahelgi en um páskana í fyrra, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Alls fóru ríflega 33 þúsund bílar um Hellisheiði, sem er um 12 prósenta aukning frá páskunum í fyrra, þegar tæplega 30 þúsund fóru um heiðina. Í ár fóru um 28 þúsund bílar um Hvalfjarðargöngin, en í fyrra voru bílarnir ríflega 27 þúsund talsins.

Lýst eftir Sigurði Brynjari

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík. Sigurður Brynjar sást síðast í Reykjavík síðdegis í gær.

IBM þróar "snjall-gólf"

Tæknifyrirtækið IBM hefur tryggt sér einkaleyfi á hinu svokallaða "snjall-gólfi.“Nýjungin þykir afar metnaðarfull og bindur fyrirtækið miklar vonir við hana.

Fékk 25 milljónir króna í vinning

Karlmaður á miðjum aldri á Suðurlandi fékk 5 milljónir á trompmiðann sinn í Happdrætti Háskóla Íslands. Hann fimmfaldaði því vinninginn og fékk 25 milljónir króna í vinning.

Flugbíllinn heillar Ómar

"Það hefur lengi verið draumur minn að eiga svona bíl," sagði Ómar Ragnarsson í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þáttastjórnendur forvitnuðust um skoðun Ómars á nýlegum flugbíl sem hannaður var af verkfræðingum í Bandaríkjunum.

Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu

Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim.

Rætt um hvort leyfa eigi hreindýrum nýtt landnám

Íbúar á Norðausturlandi hafa verið boðaðir til fundar á Þórshöfn í kvöld um nýtt landnám hreindýra. Merki sjást um að dýrin sæki í ný svæði á landinu utan hefðbundinna heimkynna á Austurlandi, en yfirvöld hafa til þessa brugðist við með því að skjóta slík dýr.

Þyngd barna skráð í gagnagrunn

Hægt verður að fylgjast með þyngd allra barna á Íslandi með nýjum gagnagrunni sem tekinn verður í notkun innan skamms. Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins segir grunninn mjög mikilvægan í baráttunni fyrir bættri heilsu barna.

Tundurdufl sprengt við Stapafell

Landhelgisgæslan sprengdi tundurdufl við Stapafell fyrir stuttu. Mikill hvellur heyrðist frá sprengingunni. Svo mikill var hann að íbúi í Reykjanesbæ taldi að jarðskjálfti hefði riðið yfir.

Sífellt færri börn skírð

Hlutfall þeirra barna sem eru skírð í Þjóðkirkjunni hefur lækkað verulega á síðustu árum, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Þjóðskrár voru um 69% barna skírð í Þjóðkirkjunni á síðustu fimm árum, eða á árunum 2007 til 2011. Á árunum fimm þar á undan, eða 2002-2006, var þetta hlutfall 78.2%. Á árunum 1997-2001 var þetta hlutfall tæp 86% og á árunum 1992-1996 var hlutfallið tæp 89%. Þessum tölum frá Þjóðskrá fylgja engar skýringar á því hvers vegna þessi fækkun hefur orðið.

Þjóðleikhúsið kvartaði undan símaskrá - Borgarleikhúsið vann

Þjóðleikhúsið kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunnar (PFS) um að Borgarleikhúsinu væri veittur aðgangur að símaskrá en leikhúsið og Já ehf. gerðu með sér samstarfssamningum að Borgarleikhúsið sæi um útlit og skreytingar á símaskránni sem kemur næst út. Við þetta vildi Þjóðleikhúsið ekki una í ljósi þess að símaskráin er prentuð í risaupplagi og svo er því reyndar haldið fram að símaskránni væri dreift inn á öll heimili.

Hugsanlegt að Falun Gong iðkendur verði með friðsama áminningu

"Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar.

Borgaryfirvöld munu bregðast við hraðakstrinum á Granda

Það er hægt að grípa til bráðabirgðaaðgerða og aðgerða til langs tíma til þess að bregðast við hraðakstri á Granda, segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Hann og Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi fluttu tillögu í umhverfis- og samgönguráði í gær um að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr hraðakstri í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni. Gísli segir að samgöngustjóra verði falið að móta hugmyndir til úrbóta en sjálfur hefur Gísli þó ýmsar hugmyndir um það sem hægt yrði að gera.

Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf.

Simpson fjölskyldan býr í Oregon

Eitt best geymda leyndarmál síðustu ára er nú komið fram í dagsljósið. Allt frá því fyrsti þátturinn af hinni geysivinsælu teiknimyndaseríu The Simpsons fór í loftið árið 1989 hafa menn velt því fyrir sér hvar í Bandaríkjunum heimabær fjölskyldunnar, Springfield, á að vera staðsettur.

Linda segir ástandið skelfilegt og mikla geðshræringu ríkja

"Við Ísabella erum bara tvær a ferðalagi en nokkuð hundruð manns a þessu resorti. Var sagt að fara eins hátt upp og við kæmumst en svo ekkert meir. Hér er bara beðið. Litlan mín sex ára er hrædd og vill komast heim. Segjum tvær." Þetta segir Linda Pétursdóttir sem er ein á ferðalagi með Ísabellu 6 ára dóttur sína í Tælandi þar sem fólk er á flótta upp í hæstu hæðir af ótta við flóðbylgju sem spáð er að geti orðið allt að sex metra há.

Eldur í bíl á Þorfinnsgötu

Slökkviliðið var kallað út nú rétt fyrir klukkan tvö vegna elds sem blossað hafði upp í bifreið á Þorfinnsgötu í Reykjavík. Um lítilsháttar eld reyndist vera að ræða og tók skamma stund að slökkva. Óljóst er um eldsupptök.

Telja ólíklegt að flóðbylgja myndist

Jarðfræðingur hjá áströlsku jarðvísindastofnuninni segir að svo virðist sem skjálftinn sem reið yfir á Indlandshafi sé ekki líklegur til að framkalla stóra flóðbylgju. Haft er eftir Gary Gibson sérfræðingi í þessum efnum á CNN fréttastöðinni að flekarnir sem skulfu í morgun hafi færst til lárétt, en ekki lóðrétt.

Linda P með dóttur sína á flótta undan flóðbylgju

Linda Pétursdóttir fegurðardrottning er ein þeirra sem eru á flótta vegna jarðskjálftans í Indónesíu sem varð í morgun. Linda hefur verið á ferðalagi með dóttur sinni í Tælandi undanfarna daga. Linda segir á facebooksíðu sinni að þær hafi verið að leggja af stað heim en eðlilega ekki komist.

Liverpool fær ekki markvörð á neyðarláni

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar fær Liverpool ekki að fá annan markvörð til liðsins á svokölluðu neyðarlánssamningi fyrir leik liðsins gegn Everton í ensku bikarkeppninni um helgina.

Ari Trausti boðar til blaðamannafundar vegna forsetaframboðs

„Við hjónin höfum unnið að því að taka endanlega ákvörðun um framboð til embættis forseta Íslands," segir í tilkynningu frá jarðeðlisfræðingnum Ara Trausta Guðmundssyni sem íhugar nú alvarlega forsetaframboð. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ákvörðun hans verði tilkynnt á blaðamannafundi á sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Svo segir að það verði tilkynnt um stað og stund undir miðja næstu viku.

Karlmaður í síbrotagæslu

Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 2. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mál Vítisenglanna tekið fyrir í dag

Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna sakamáls tengt Vítisenglunum. Þannig hafa fimm einstaklingar verið ákærðir fyrir að misþyrma konu á heimili sínu í Hafnarfirði í desember síðastliðnum.

Sjá næstu 50 fréttir