Fleiri fréttir

Segja metanól ekki jafn hættulegt og FÍB heldur fram

Carbon Recycling vill árétta að metanól og etanól hafa svipuð áhrif á efni sem notuð eru í eldsneytiskerfum bíla. Framkvæmdastjóri Félags bifreiðaeiganda, Runólfur Ólafsson, gagnrýndi í dag fyrirtækið harðlega og vildi meina að það þyrfti að rannsaka heilsufarslega þætti blöndunar betur.

Stjórnvöld ekki á móti meðalgöngu ESB

Íslensk stjórnvöld hafa falið EFTA-dómstólnum að ákveða hvort að meðalganga framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins í Icesave-málinu verður leyfð.

Listahátíð afhjúpuð

Listahátíð í Reykjavík leggur undir sig borgina frá 18. maí til 3. júní. Dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær. Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, fór yfir dagskrána á blaðamannafundi í gær. Á fimmta tug viðburða og hundruð listamanna víðs vegar að úr heiminum taka þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár.

Laugardalslaug lokuð vegna framkvæmda

Unnið er að miklum endurbótum á Laugardalslaug og vegna framkvæmda verður lokað í þrjá daga eftir helgi - frá mánudegi til miðvikudags. Laugin opnar á ný kl. 8:00 sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Gestir eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem lokun hefur í för með sér.

Málafjöldi aukist um 466 prósent

Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi halda upp á áratugar afmæli sitt í dag. Starfsemin hefur vaxið á síðustu árum. Til að mynda má nefna að í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt verður í dag, kemur fram að málafjöldi hefur aukist um 466 prósent frá því árið 2007.

Áfengis- og húsgagnaverslun jókst á milli ára

Velta í dagvöruverslun í marsmánuði jókst frá fyrri mánuði í öllum flokkum, enda febrúar mánuður stuttur og að auki voru fimm föstudagar í mars mánuði en þeir vega nokkuð þungt í veltu, sérstaklega í flokki dagvöru og áfengis. Þannig jókst sala áfengis um 12,2% í mars miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 17,2% á breytilegu verðlagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rannsóknarsetri verslunarinnar.

Plastmál Jóhönnu Sigurðardóttur selt á 105 þúsund krónur

Plástmál sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, drakk úr í hljóðveri Rásar 2 í morgun var slegið á 105 þúsund krónur. Uppboðið hófst eftir að þáttastjórnendur Virkra morgna komu að dýrgripnum á glámbekk í morgun.

Of Monsters and Men á tónleikum í New York

Of Monsters and Men, sem gera nú garðinn frægan í Bandaríkjunum komu fram á tónleikum í Williamsburg í New York þann fimmta apríl síðastliðinn. Tónleikarnir hafa nú verið settir á netið í heild sinni og þá má sjá með því að smella hér.

Fornmunir á lóð Landspítalans afhentir Þjóðminjasafninu

Hátt í hundrað gripir sem fundust við fornleifauppgröft á lóð Landspítala við Hringbraut hafa verið færðir Þjóðminjasafni. Gripirnir, sem flestir eru úr keramik og gleri, fundust við fornleifarannsóknirnar á lóðinni í fyrrahaust. Meðal annars fundust ölflöskur og skrautsverð.

Þrír fórust í lestarslysi í Þýskalandi

Þrír létust og þrettán eru slasaðir eftir lestarslys í Þýskalandi nærri bænum Offenbach í dag. 35 voru um borð í farþegalestinni sem var á leið frá Frankfurt til Hanau.

FÍB gagnrýnir notkun metanóls í eldsneyti

Félag íslenskra bifreiðareiganda (FÍB) gagnrýnir notkun metanóls í bensín en í gær var metanólverksmiðjan CRI vígð á Reykjanesi. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra FÍB, Runólfi Ólafssyni segir að Metanólið, eða tréspírinn, sé "háskalegt eiturefni en etanólið ekki. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort til standi að taka mjög vafasama lýðheilsufarslega áhættu hér á landi með því að hefja íblöndun tréspíra í bensín. FÍB vill eindregið mælast til þess að málið verði vandlega skoðað og ekki verði flanað að neinu í þessum efnum.“

Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát

"Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld.

Áfangaskýrslu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið frestað

Starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem innanríkisráðherra skipaði í október á síðasta ári, hefur verið veittur frestur til að skila áfangaskýrslu samkvæmt tilkynningu sem finna má á vef innanríkisráðuneytisins. Gert var ráð fyrir að hún lægi fyrir nú í aprílmánuði.

Fótboltamaður kærður fyrir nauðgun

Ung kona hefur kært íþróttamann fyrir nauðgun inni á salerni á veitingastaðnum Vegamótum í Reykjavík í síðasta mánuði að því er DV greinir frá.

Þvingaður til að flytja efnið inn

Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins.

Ólafur Ragnar og Þóra með afgerandi forskot

Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru.

Elliðaárdalur: Hollvinasamtök stofnuð

Hollvinasaamtök Elliðaárdalsins voru stofnuð á fjölmennum fundi í Félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal í gærkvöldi. Níutíu manns sóttu fundinn , sem efnt var til í kjölfar þess að á fundum hverfisráða Árbæjar og Breiðholts í haust, kom fram vilji til að stofna sérstök samtök til að standa vörð um dalinn.

Skipstjóri flutningaskips ætlaði að stytta sér leið

Starfsmenn í Vaktstöð siglinga og í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar höfðu í nótt afskipti af skipstjóra á erlendu flutningaskipi sem ætlaði að stytta sér leið og sigla svonefnda innri leið fyrir Garðskaga og inn á Faxaflóann.

Össur segir aðkomu ESB að Icesave ótengda viðræðum

Lagaprófessor segir aðkomu ESB að málarekstri ESA gegn Íslandi eðlilega í ljósi eðlis málsins. Formaður Framsóknarflokksins vill gera hlé á ESB-viðræðum. Utanríkisráðherra telur stöðu Íslands sterkari en áður.

Ólafur og Þóra hnífjöfn

Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað.

Engin stjórn á umferð um friðland

Ráðgjafarnefnd um Dyrhólaey og Umhverfisstofnun hefur nú aðalumsjón með vinnu að verndaráætlun fyrir friðlandið umhverfis Dyrhólaey og er sú vinna komin í ábendinga- og athugasemdaferli. Lögð er áhersla á að ferlið sé opið og gagnsætt.

Endurskoða þarf fjárframlög

Ríkið verður að endurskoða fyrirkomulag opinberra fjárveitinga til háskóla landsins og skilgreina betur framlög til rannsókna í háskólum. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem birt er í nýrri skýrslu um fjárveitingar ríkisins til háskólarannsókna.

Rax hlaut heiðursviðurkenningu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær Trefjum ehf. útflutningsverðlaun forseta Íslands. Athöfnin fór fram á Bessastöðum og tók Auðun N. Óskarsson, framkvæmdastjóri Trefja, við verðlaununum.

Þóra Arnórs: Margir lenda í því að slást eftir ball

Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás.

Verki Ólafs Elíassonar á ólympíuleikunum aflýst

Forsvarsmenn ólympíuleikanna í London í sumar hafa afþakkað listaverk Ólafs Elíassonar, sem átti að vera eitt aðallistaverkið á leikunum. Ólafur átti að fá eina milljón punda fyrir verkið, eða um 200 milljónir króna. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa margir gagnrýnt verkið og að skattgreiðendur þurfi að borga svona háa upphæð fyrir það eitt að taka djúpan andadrátt. En í verkinu átti fólk að anda inn og út fyrir hönd einstaklings, hreyfingar eða málstaðar og segja svo frá andardrættinum á heimasíðu. Búið var að samþykkja verkið en því hefur nú verið aflýst. Sérstök nefnd segir að verk Ólafs hafi breyst of mikið frá því hugmyndin af kynnt í upphafi. Sjá má umfjöllun breska blaðsins Daily Mail um verkið hér.

Köfunarslys í Silfru: Ástand kafarans eftir atvikum gott

Konan sem slasaðist við köfun í Silfru á Þingvöllum um klukkan eitt í dag liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni fór hún háþrýstimeðferð í sérstökum þrýstiklefa eftir að hún kom á sjúkrahúsið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Ástand hennar er eftir atvikum gott. Konan, sem er erlendur ferðamaður, er á miðjum aldri.

Priyanka komin með dvalarleyfi: "Það skín sól í hjarta mínu"

Priyanka Thapa hefur fengið dvalarleyfi hér á landi af mannúaðarástæðum en eftir að henni var synjað um dvalarleyfi fyrir um ári síðan var málið tekið upp aftur. "Draumar rætast eftir allt saman," segir Priyanka á Facebook-síðu sinni.

"Þetta er mikið afrek fyrir hvaða listmenn sem er"

Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að selja hljómplötur í Bandaríkjunum fyrir 60 milljónir króna en plata hennar situr nú í sjötta sæti bandaríska vinsældarlistins. Bandarískur umboðsmaður sveitarinnar segir þetta mikið afrek.

Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum

Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar.

ESB stefndi sér í mál gegn Íslandi til að viðhalda trausti á regluverki

Talsmaður stækkunarstjóra hjá Evrópusambandinu segir að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir því að ganga inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hafi verið nauðsynleg til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB.

Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla

Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár.

Kristín ætlar ekki í forsetaframboð

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar.

Husky-hundurinn hefur verið aflífaður

Husky hundurinn sem drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um ári síðan hefur verið aflífaður. Þetta segir Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hún segir eigendur hundsins hafa tekið ákvörðun um að aflífa hann.

Leita að Sigurði Brynjari

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík. Sigurður Brynjar sást síðast í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurður Brynjar er þrekvaxinn og um 180 sm að hæð, ekki er vitað um klæðaburð. Þeir sem geta upplýst um hvar Sigurð Brynjar er að finna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.

Telur ákvörðun ESA endurspegla veikleika í málflutningi stofnunarinnar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að sú ákvörðun ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, að fá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til liðs við sig í Icesave-málinu gegn Íslandi sýni að ESA telji sig ekki hafa jafn sterkan málstað og áður. Hann telur að framkvæmdastjórnin sé ekki að ögra Íslendingum með þessari ákvörðun.

Ákvörðun um lögbann frestað

Sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað að fresta ákvörðun um lögbannskröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmanns neytenda við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána heimilanna og innheimti þá. Hagsmunasamtökin segja lögbannsbeiðnina réttmæta þar sem mikil óvissa sé um endurútreikninga á fyrrverandi gengislánum og ætla megi að fjöldi skuldara hafi ofgreitt af lánum sínum.

Ársfundur Landsvirkjunar í beinni

Eftirspurn eftir raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum hefur aukist verulega. Landsvirkjun hefur gert umfangsmikla greiningu á þeim tækifærum sem þessar breytingar skapa fyrir fyrirtækið og eigendur þess.

Martha Stewart hælir íslenska hestinum

Athafnakonan og sjónvarpsdrottningin Martha Stewart varð þeirrar ánægju aðnjótandi á dögunum að sitja íslenskan hest. Á bloggsíðu sinni segir hún frá því að hún sé þessa dagana að búa til sjónvarpsþátt um Ísland og hluti af Íslandi sé hinn einstaki íslenski hestur. Við fyrstu sín líti þessi litli hestur út eins og lítill krútthestur. En hann sé líka sterkur, hugaður og mjög hraður.

39 óku of hratt á Bæjarbraut í dag

Lögreglan myndaði umferðalagabrot 39 ökumanna á Bæjarbraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bæjarbraut í austurátt, að Karlabraut. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 107 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 36%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Sjá næstu 50 fréttir