Fleiri fréttir Lúðvík Geirsson segir málþóf á þingi: "Verði þeim að góðu“ "Nú eru rétt rúmar tvær klukkustundir til miðnættis og Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hertaka ræðustól Alþingis næstu tvær klukkustundirnar í það minnsta, eins og reyndin hefur verið meira og minna í allan dag,“ skrifaði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sína klukkan tíu í kvöld þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og sakar þingmenn flokksins um málþóf þar sem tekist er á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. 29.3.2012 23:07 Fátt sem bendir til að atkvæði verði greidd fyrir miðnætti Fimm eru eftir á mælendaskrá Alþingis þegar þetta var skrifað en þar er núna tekist á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. Þingfundur hófst klukkan 10.30 í morgun með umræðum um störf þingsins, en síðan tók stjórnarskrármálið við. 29.3.2012 22:44 Þorsteinn hafnar ásökunum um að selja karfa á undirverði Þorsteinn Már Baldvinsson neitaði öllum ásökunum um að selja karfa á undirverði til dótturfyrirtækis Samherja eins og fram hefur komið í Kastljósi. Þorsteinn var í viðtali við Kastljósi í kvöld þar sem hann benti á að verð á karfa á fiskimörkuðum væru ekki í samræmi við tölur Fiskistofu. 29.3.2012 21:30 Átján manns hefðu lifað umferðarslys af hefðu þeir notað beltin Talið er að á árunum 2005 til 2010 hafi átján manns látið lífið í umferðinni á Íslandi sem rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að hefðu lifað slysin af, hefðu þeir notað bílbeltin. Þetta kemur meðal annars fram í athyglisverðu viðtali sem Reykjavík síðdegis tók við stjórnarmann FÍB, Ólaf Guðmundsson, sem segir umferðarslys stefna í að verða stærsti heilbrigðisvandi veraldar. 29.3.2012 21:00 Guðmundur Þorlákur með fallegustu mottuna Skegg margra íslenskra karlmanna fá væntanlega að fjúka í kvöld nú þegar Mottumars, fjáröflunar og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins er lokið. Alls söfnuðust tuttugu og níu milljónir króna í áheitum og var haldið upp á árangurinn í Þjóðleikhúskjallaranum um klukkan sex í kvöld. 29.3.2012 20:30 Vonast til að Bandaríkjamenn setji varabirgðir á markað "Já, það er regla, grunnregla á markaði, að þegar krónan veikist fer olían upp og svo í hina áttina þegar verð á olíunni fer niður,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, þegar hann fór yfir hátt verð á olíu og ástæðum þess. 29.3.2012 19:58 Ekkert samkomulag um að ljúka umræðum fyrir miðnætti Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um að ljúka umræðum um stjórnarskrárrmálið fyrir miðnætti. Að óbreyttu verður því ekki hægt að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar. 29.3.2012 19:30 Al-Thani yfirheyrður í London fyrir jól Sjeik Al -Thani var yfirheyrðu af embætti sérstaks saksóknara í London þann 7. október síðastliðinn, samkvæmt heimildum fréttastofu. Er sá vitnisburður hluti af gögnum í sakamáli gegn Ólafi Ólafssyni, oft kenndur við Samskip, Magnúsi Guðmundssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni. 29.3.2012 19:06 Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. 29.3.2012 18:35 Eldri borgarar ósáttir við auðlegðarskatt Óánægju gætir meðal margra eldri borgara með auðlegðarskattinn, en ríflega þriðjungur þeirra sem greiðir skattinn er í þeim hópi. Ísak Sigurðsson, eldri borgari, segir skattinn ósanngjarnann fyrir stóran hóp, sem eigi lítið annað en húsnæði. Helgi Hjörvar segir skattinn óhjákvæmilegt, tímabundið neyðarúrræði. 29.3.2012 18:30 Tvö og hálft ár fyrir frelsissviptingu Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Kristmundi Sigurðssyni sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári fyrir fjölmörg brot, meðal annars frelsissviptingu. 29.3.2012 17:24 Handrukkari hótaði bræðrum með keðjusög Karlmaður á Akureyri situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa framið fjölmörg brot á Akureyri. Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsdúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í dag. 29.3.2012 16:49 Verkfallið ólögmætt Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að boðað verkfall flugliða hjá Iceland Express semhefjast átti á miðnætti í nótt, sé ólögmætt. Ekki kemur því til vinnustöðvunar flugliða og engin röskun verður á flugi Iceland Express á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express. 29.3.2012 16:43 Mottumars lýkur síðdegis Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands lýkur klukkan korter í sex í dag. Búið er að safna rúmum tuttugu og sex milljónum króna á vefsíðunni, mottumars.is en að sögn Ragnhildar Haraldsdóttur, forseta Krabbameinsfélagsins, á sú upphæð eftir að hækka þegar ágóði af sölu á varningi tengdum átakinu bætist við. 29.3.2012 15:55 Sakar ákæruvaldið um misbeitingu valds Ólafur Ólafsson, einn af aðaleigendum Kaupþings, segir að verið sé að misbeita valdi með ákærum gegn sér í svokölluðu al-Thani máli. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 29.3.2012 14:55 Hitametið fallið Sextíu og fjögurra ára gamalt hitamet fyrir marsmánuð féll í morgun þegar hitinn á Kvískerjum í Öræfum mældist 18,6 gráður fyrir hádegi í morgun. Fyrra metið er frá árinu 1948 en þá fór hiti í 18,3 gráður á Sandi í Aðaldal. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjög heitt á suðausturlandi í dag. Á Höfn í Hornafirði fór hitinn upp fyrir 18 gráður og einnig á Teigarhorni í Berufirði. 29.3.2012 14:16 Þremenningarnir neituðu allir sök Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson sem allir eru ákærðir í svokölluðu al-Thani máli mættu fyrir dóminn í dag. Þeir lýstu allir yfir sakleysi sínu í málinu. "Ég lýsi mig saklausan af öllum ákæruliðum," sagði Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri, frammi fyrir fullum dómssal. Ólafur Ólafsson, einn aðaleigandi bankans, sagði hið sama. "Saklaus,“ sagði Magnús Guðmundsson þegar dómarinn beindi orðum sínum að honum. Eftir að þinghaldinu lauk í dag lýsti Ólafur Ólafsson yfir miklum vonbrigðum með ákæruna í samtali við fjölmiðla. 29.3.2012 13:37 Braut gróflega gegn dóttur sinni - fjögurra ára fangelsi Karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraðsdómi Vesturlands fyrir gróf kynferðsbrot gegn tíu ára gamalli dóttur sinni. Þá var hann dæmdur til þess að greiða henni 1200 þúsund krónur í bætur. Málið komst upp þegar stúlkan sagði vinkonum sínum frá athæfi mannsins. Lögregla handtók manninn og hefur hann sætt gæsluvarðhaldi frá því í desember á síðasta ári. Sú vist dregst frá fangelsisdómnum. 29.3.2012 13:33 Bankarnir þurfi að afskrifa tugi milljarða vegna kvótafrumvarps Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðissflokksins, óttast að bankarnir þurfi að afskrifa tugi milljarða vegna kvótafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Hann segir að tapið kunni á endanum að lenda á skattgreiðendum. 29.3.2012 13:13 Jóhanna kenndi Jóni Bjarna um seinagang kvótafrumvarpsins Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sakaði Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, á Alþingi morgun um að hafa dregið það í nærri tvö ár að koma fram með frumvarp um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi verið seinn í allri vinnu og verið í litlu sambandi við aðra ráðherra um málið. 29.3.2012 13:06 Al Thani-málið tekið fyrir í dag Fyrirtaka í Al Thani málinu svokallaða verður fram haldið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Búist er við að Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson mæti fyrir dómara. 29.3.2012 12:22 Utanríkisráðherra kallaði Tómas Heiðar yfir til sín Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kallaði Tómas H. Heiðar, aðalsamningamann Íslendinga í makríldeilunni, yfir í vinnu fyrir utanríkisráðuneytið rétt fyrir síðustu áramót. Það er ástæða þess að hann hætti að vinna fyrir sjávarútvegsráðuneytið í makríldeilunni. 29.3.2012 11:52 Nýr forsetaframbjóðandi: Ég hef kjark og þor Skagfirðingurinn Hannes Bjarnason hefur tilkynnt framboð sitt til embættis forseta Íslands. Hann er búsettur í Noregi en vill snúa heim til að taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland. 29.3.2012 11:46 Þrándur óttast að hann sitji einn eftir með ábyrgðina Þrándur hefur áhyggjur af því að hann einn muni taka þátt í rafrænni íbúakosningu Reykjavíkurborgar. "Ég hef engar faglegar forsendur til að vinna svona ," segir Þrándur í nýjasta örþætti sem Jón Gnarr borgarstjóri hefur sett á Youtube. 29.3.2012 11:07 Ósáttir eigendur Kalda: Risarnir tveir einoka markaðinn „Þetta er leiðinlegt, því þetta var orðið mjög vinsælt," segir Agnes Sigurðardóttir, eigandi Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú ekki lengur keypt sér Kalda á krana á pöbbarölti um miðbæinn því eini barinn sem seldi bjórinn er nú hættur að selja hann. Risarnir tveir einoka markaðinn, segir eigandi Kalda. 29.3.2012 10:50 Tók upp samtal sitt við bæjarlögmann Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, tók upp samtal sitt við Þórð Clausen bæjarlögmann þar sem hann mun hafa lagt að henni að breyta framburði sínum í sakamáli sem höfðað hefur verið á hendur stjórn sjóðsins. Áður hefur komið fram að markmiðið með samtalinu hafi verið að fá 29.3.2012 10:46 Hagstæðast að kaupa páskaeggin í Bónus Hagstæðast er að gera páskaeggjakaupin í Bónus samkvæmt nýrri könnun Verðlagseftirlits ASÍ. Könnunin var gerð í 7 matvöruverslunum víðsvegar um landið á mánudaginn var. Kannað var verð á 28 algengum páskaeggjum. Kostur og Víðir neituðu þátttöku í könnuninni. 29.3.2012 10:22 Búið að stela nær öllum tönnum úr búrhvalnum í Beruvík Búið er að stela flest öllum tönnunum úr búrhvalnum, sem rak dauðan á fjöru í Beruvík á Snæfellsnesi um helgina, að því er Skessuhorn greinir frá. 29.3.2012 08:08 Innbrot í Lágmúla Lögreglunni var tilkynnt um innbrot í hús við Lágmúla í Reykjavík laust fyrir klukkan tvö í nótt. 29.3.2012 07:39 Skrölti áfram á þremur hjólum í Kömbunum Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum neðst í Kömbunum um hálf tvö leitið í nótt fór yfir á öfugan vegarhleming og utan í vegrið þar. 29.3.2012 07:21 Sleðahundasport vaxandi grein Fjöldi fólks og hunda tók þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni um síðustu helgi. Veðrið lék við keppendur, sem voru 28 talsins, og keppt var í 21 grein. Er þetta í annað sinn sem keppnin er haldin á vegum Sleðahundaklúbbs Íslands. 29.3.2012 07:00 Kvótafrumvarpið rætt til klukkan hálf fjögur í nótt á Alþingi Fyrstu umræðu um frumvarp stjórnvalda um stjórn fiskveiða, lauk ekki fyrr en klukkan hálf fjögur í nótt. Málinu var vísað til nefndar og annarar umræðu. 29.3.2012 06:45 Segja tekjujöfnun verða auðveldari Ákveðin skilyrði þarf til þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnun lífeyrisréttinda. Áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðum er sagður ills viti. Skiptar skoðanir eru um ágæti kerfisbreytingar í lífeyriskerfi landsmanna. 29.3.2012 06:00 Ræðst í dag hvort kosið verður í júní Alþingi samþykkti í gær að vísa þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Nefndin fundaði um málið í gær og leggur meirihlutinn til talsverðar orðalagsbreytingar á spurningum sem leggja á fyrir þjóðina samhliða frumvarpsdrögunum. 29.3.2012 05:00 Horft til bankakerfis Kanada Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, vill efla stjórnmálaleg og viðskiptaleg tengsl Íslands og Kanada. Hann er nú staddur í Kanada til að ræða efnahagsmál við þarlenda ráðamenn og fundaði meðal annars með seðlabankastjóra og fjármálaráðherra Kanada í gær. Hann sagði fundina hafa verið afar gagnlega og telur ljóst að það sé áhugavert fyrir Ísland að byggja upp aukin tengsl við Kanada og horfa til þess 29.3.2012 05:00 Ferðamannastaðir sumir við þolmörk Ójöfn dreifing ferðamanna veldur miklu álagi á umhverfi auk þess sem upplifun ferðamanna skerðist ef þeir eru of margir. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) í síðustu viku. 29.3.2012 04:00 Engin reikistjarna eins lík jörðinni Í lífbelti umhverfis stjörnur í vetrarbrautinni okkar, svokallaða rauða dverga, er að finna milljarða af bergreikistjörnum sem eru ekki mikið stærri en jörðin. Lífbeltið er sú fjarlægð frá stjörnunum þar sem hitastig er með þeim hætti að líf geti þrifist þar. 29.3.2012 03:15 Kaupþingsstjórar fyrir rétt á morgun Búast má við því að Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi hins fallna banka, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, muni allir mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur á morgun. Þá verður fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn þeim í svokölluðu al-Thani máli. 28.3.2012 23:27 Telja betra að leyfa spilavíti Það er kominn tími á nýjan hugsanahátt varðandi vanda spilafíkla. Þetta segir Arnar Gunnlaugsson, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann og Bjarki bróðir hans hafa áhuga á að opna spilavíti hér á landi. 28.3.2012 22:19 Aðalsamningamaðurinn látinn hætta Aðalsamningamaður Íslendinga við Evrópusambandið í makríldeilunni var látinn hætta um síðustu áramót. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fullyrti þetta í umræðum um kvótafrumvarpið á þingi í kvöld. 28.3.2012 21:47 Barnaafmæli á listasafni Nýstárleg sýning stendur yfir í Nýlistasafninu sem hefur tímabundið verið breytt í leiksvæði fyrir börn. Listamaðurinn Curver Thoroddsen stendur fyrir sýningunni. Hann segir að listaverkið verði til þegar fjölskyldan mættir á sýninguna til að leika sér og skemmta. 28.3.2012 20:56 Þurfum að eiga fyrir því sem við kaupum Það er allt í lagi að eignast hluti ef maður hefur efni á því, segir Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur. Í Reykjavík síðdegis í dag ræddi Jón um samtal sem hann átti við börn á fermingaraldri hjá Arion banka í gær. 28.3.2012 20:51 Þjóðverja þyrstir í skrif Ragnars Þýska útgáfurisinn Fischer Verlage hefur tryggt sér útgáfuréttinn á íslensku bókinni Myrknætti eftir Ragnar Jónasson, rithöfund. Bókaforlagið gaf líka út Schneebraut, sem var valin ein af fjórum bestu bókum haustsins 2011 af þýsku tímariti. 28.3.2012 19:44 Íslensk ættleiðing í fjársvelti Svo gæti farið að eina ættleiðingafélag Íslands hætti að taka við umsóknum á þessu ári vegna fjárskorts. Formaður segir félagið þurfa áttatíu milljónir aukalega frá ríkinu til að geta haldið rekstrinum áfram. 28.3.2012 18:56 Íslendingur vann 108 milljónir í Víkingalottói Íslendingur varð 108 milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Víkingalottóinu í kvöld. Miðinn var seldur í Olís við Glerá á Akureyri. Tölurnar sem komu upp voru 7 16 27 28 35 45. Bónustölurnar voru 6 og 14 28.3.2012 18:19 Sjá næstu 50 fréttir
Lúðvík Geirsson segir málþóf á þingi: "Verði þeim að góðu“ "Nú eru rétt rúmar tvær klukkustundir til miðnættis og Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hertaka ræðustól Alþingis næstu tvær klukkustundirnar í það minnsta, eins og reyndin hefur verið meira og minna í allan dag,“ skrifaði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sína klukkan tíu í kvöld þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og sakar þingmenn flokksins um málþóf þar sem tekist er á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. 29.3.2012 23:07
Fátt sem bendir til að atkvæði verði greidd fyrir miðnætti Fimm eru eftir á mælendaskrá Alþingis þegar þetta var skrifað en þar er núna tekist á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. Þingfundur hófst klukkan 10.30 í morgun með umræðum um störf þingsins, en síðan tók stjórnarskrármálið við. 29.3.2012 22:44
Þorsteinn hafnar ásökunum um að selja karfa á undirverði Þorsteinn Már Baldvinsson neitaði öllum ásökunum um að selja karfa á undirverði til dótturfyrirtækis Samherja eins og fram hefur komið í Kastljósi. Þorsteinn var í viðtali við Kastljósi í kvöld þar sem hann benti á að verð á karfa á fiskimörkuðum væru ekki í samræmi við tölur Fiskistofu. 29.3.2012 21:30
Átján manns hefðu lifað umferðarslys af hefðu þeir notað beltin Talið er að á árunum 2005 til 2010 hafi átján manns látið lífið í umferðinni á Íslandi sem rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að hefðu lifað slysin af, hefðu þeir notað bílbeltin. Þetta kemur meðal annars fram í athyglisverðu viðtali sem Reykjavík síðdegis tók við stjórnarmann FÍB, Ólaf Guðmundsson, sem segir umferðarslys stefna í að verða stærsti heilbrigðisvandi veraldar. 29.3.2012 21:00
Guðmundur Þorlákur með fallegustu mottuna Skegg margra íslenskra karlmanna fá væntanlega að fjúka í kvöld nú þegar Mottumars, fjáröflunar og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins er lokið. Alls söfnuðust tuttugu og níu milljónir króna í áheitum og var haldið upp á árangurinn í Þjóðleikhúskjallaranum um klukkan sex í kvöld. 29.3.2012 20:30
Vonast til að Bandaríkjamenn setji varabirgðir á markað "Já, það er regla, grunnregla á markaði, að þegar krónan veikist fer olían upp og svo í hina áttina þegar verð á olíunni fer niður,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, þegar hann fór yfir hátt verð á olíu og ástæðum þess. 29.3.2012 19:58
Ekkert samkomulag um að ljúka umræðum fyrir miðnætti Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um að ljúka umræðum um stjórnarskrárrmálið fyrir miðnætti. Að óbreyttu verður því ekki hægt að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar. 29.3.2012 19:30
Al-Thani yfirheyrður í London fyrir jól Sjeik Al -Thani var yfirheyrðu af embætti sérstaks saksóknara í London þann 7. október síðastliðinn, samkvæmt heimildum fréttastofu. Er sá vitnisburður hluti af gögnum í sakamáli gegn Ólafi Ólafssyni, oft kenndur við Samskip, Magnúsi Guðmundssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni. 29.3.2012 19:06
Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. 29.3.2012 18:35
Eldri borgarar ósáttir við auðlegðarskatt Óánægju gætir meðal margra eldri borgara með auðlegðarskattinn, en ríflega þriðjungur þeirra sem greiðir skattinn er í þeim hópi. Ísak Sigurðsson, eldri borgari, segir skattinn ósanngjarnann fyrir stóran hóp, sem eigi lítið annað en húsnæði. Helgi Hjörvar segir skattinn óhjákvæmilegt, tímabundið neyðarúrræði. 29.3.2012 18:30
Tvö og hálft ár fyrir frelsissviptingu Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Kristmundi Sigurðssyni sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári fyrir fjölmörg brot, meðal annars frelsissviptingu. 29.3.2012 17:24
Handrukkari hótaði bræðrum með keðjusög Karlmaður á Akureyri situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa framið fjölmörg brot á Akureyri. Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsdúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í dag. 29.3.2012 16:49
Verkfallið ólögmætt Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að boðað verkfall flugliða hjá Iceland Express semhefjast átti á miðnætti í nótt, sé ólögmætt. Ekki kemur því til vinnustöðvunar flugliða og engin röskun verður á flugi Iceland Express á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express. 29.3.2012 16:43
Mottumars lýkur síðdegis Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands lýkur klukkan korter í sex í dag. Búið er að safna rúmum tuttugu og sex milljónum króna á vefsíðunni, mottumars.is en að sögn Ragnhildar Haraldsdóttur, forseta Krabbameinsfélagsins, á sú upphæð eftir að hækka þegar ágóði af sölu á varningi tengdum átakinu bætist við. 29.3.2012 15:55
Sakar ákæruvaldið um misbeitingu valds Ólafur Ólafsson, einn af aðaleigendum Kaupþings, segir að verið sé að misbeita valdi með ákærum gegn sér í svokölluðu al-Thani máli. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 29.3.2012 14:55
Hitametið fallið Sextíu og fjögurra ára gamalt hitamet fyrir marsmánuð féll í morgun þegar hitinn á Kvískerjum í Öræfum mældist 18,6 gráður fyrir hádegi í morgun. Fyrra metið er frá árinu 1948 en þá fór hiti í 18,3 gráður á Sandi í Aðaldal. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjög heitt á suðausturlandi í dag. Á Höfn í Hornafirði fór hitinn upp fyrir 18 gráður og einnig á Teigarhorni í Berufirði. 29.3.2012 14:16
Þremenningarnir neituðu allir sök Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson sem allir eru ákærðir í svokölluðu al-Thani máli mættu fyrir dóminn í dag. Þeir lýstu allir yfir sakleysi sínu í málinu. "Ég lýsi mig saklausan af öllum ákæruliðum," sagði Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri, frammi fyrir fullum dómssal. Ólafur Ólafsson, einn aðaleigandi bankans, sagði hið sama. "Saklaus,“ sagði Magnús Guðmundsson þegar dómarinn beindi orðum sínum að honum. Eftir að þinghaldinu lauk í dag lýsti Ólafur Ólafsson yfir miklum vonbrigðum með ákæruna í samtali við fjölmiðla. 29.3.2012 13:37
Braut gróflega gegn dóttur sinni - fjögurra ára fangelsi Karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraðsdómi Vesturlands fyrir gróf kynferðsbrot gegn tíu ára gamalli dóttur sinni. Þá var hann dæmdur til þess að greiða henni 1200 þúsund krónur í bætur. Málið komst upp þegar stúlkan sagði vinkonum sínum frá athæfi mannsins. Lögregla handtók manninn og hefur hann sætt gæsluvarðhaldi frá því í desember á síðasta ári. Sú vist dregst frá fangelsisdómnum. 29.3.2012 13:33
Bankarnir þurfi að afskrifa tugi milljarða vegna kvótafrumvarps Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðissflokksins, óttast að bankarnir þurfi að afskrifa tugi milljarða vegna kvótafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Hann segir að tapið kunni á endanum að lenda á skattgreiðendum. 29.3.2012 13:13
Jóhanna kenndi Jóni Bjarna um seinagang kvótafrumvarpsins Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sakaði Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, á Alþingi morgun um að hafa dregið það í nærri tvö ár að koma fram með frumvarp um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi verið seinn í allri vinnu og verið í litlu sambandi við aðra ráðherra um málið. 29.3.2012 13:06
Al Thani-málið tekið fyrir í dag Fyrirtaka í Al Thani málinu svokallaða verður fram haldið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Búist er við að Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson mæti fyrir dómara. 29.3.2012 12:22
Utanríkisráðherra kallaði Tómas Heiðar yfir til sín Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kallaði Tómas H. Heiðar, aðalsamningamann Íslendinga í makríldeilunni, yfir í vinnu fyrir utanríkisráðuneytið rétt fyrir síðustu áramót. Það er ástæða þess að hann hætti að vinna fyrir sjávarútvegsráðuneytið í makríldeilunni. 29.3.2012 11:52
Nýr forsetaframbjóðandi: Ég hef kjark og þor Skagfirðingurinn Hannes Bjarnason hefur tilkynnt framboð sitt til embættis forseta Íslands. Hann er búsettur í Noregi en vill snúa heim til að taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland. 29.3.2012 11:46
Þrándur óttast að hann sitji einn eftir með ábyrgðina Þrándur hefur áhyggjur af því að hann einn muni taka þátt í rafrænni íbúakosningu Reykjavíkurborgar. "Ég hef engar faglegar forsendur til að vinna svona ," segir Þrándur í nýjasta örþætti sem Jón Gnarr borgarstjóri hefur sett á Youtube. 29.3.2012 11:07
Ósáttir eigendur Kalda: Risarnir tveir einoka markaðinn „Þetta er leiðinlegt, því þetta var orðið mjög vinsælt," segir Agnes Sigurðardóttir, eigandi Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú ekki lengur keypt sér Kalda á krana á pöbbarölti um miðbæinn því eini barinn sem seldi bjórinn er nú hættur að selja hann. Risarnir tveir einoka markaðinn, segir eigandi Kalda. 29.3.2012 10:50
Tók upp samtal sitt við bæjarlögmann Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, tók upp samtal sitt við Þórð Clausen bæjarlögmann þar sem hann mun hafa lagt að henni að breyta framburði sínum í sakamáli sem höfðað hefur verið á hendur stjórn sjóðsins. Áður hefur komið fram að markmiðið með samtalinu hafi verið að fá 29.3.2012 10:46
Hagstæðast að kaupa páskaeggin í Bónus Hagstæðast er að gera páskaeggjakaupin í Bónus samkvæmt nýrri könnun Verðlagseftirlits ASÍ. Könnunin var gerð í 7 matvöruverslunum víðsvegar um landið á mánudaginn var. Kannað var verð á 28 algengum páskaeggjum. Kostur og Víðir neituðu þátttöku í könnuninni. 29.3.2012 10:22
Búið að stela nær öllum tönnum úr búrhvalnum í Beruvík Búið er að stela flest öllum tönnunum úr búrhvalnum, sem rak dauðan á fjöru í Beruvík á Snæfellsnesi um helgina, að því er Skessuhorn greinir frá. 29.3.2012 08:08
Innbrot í Lágmúla Lögreglunni var tilkynnt um innbrot í hús við Lágmúla í Reykjavík laust fyrir klukkan tvö í nótt. 29.3.2012 07:39
Skrölti áfram á þremur hjólum í Kömbunum Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum neðst í Kömbunum um hálf tvö leitið í nótt fór yfir á öfugan vegarhleming og utan í vegrið þar. 29.3.2012 07:21
Sleðahundasport vaxandi grein Fjöldi fólks og hunda tók þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni um síðustu helgi. Veðrið lék við keppendur, sem voru 28 talsins, og keppt var í 21 grein. Er þetta í annað sinn sem keppnin er haldin á vegum Sleðahundaklúbbs Íslands. 29.3.2012 07:00
Kvótafrumvarpið rætt til klukkan hálf fjögur í nótt á Alþingi Fyrstu umræðu um frumvarp stjórnvalda um stjórn fiskveiða, lauk ekki fyrr en klukkan hálf fjögur í nótt. Málinu var vísað til nefndar og annarar umræðu. 29.3.2012 06:45
Segja tekjujöfnun verða auðveldari Ákveðin skilyrði þarf til þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnun lífeyrisréttinda. Áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðum er sagður ills viti. Skiptar skoðanir eru um ágæti kerfisbreytingar í lífeyriskerfi landsmanna. 29.3.2012 06:00
Ræðst í dag hvort kosið verður í júní Alþingi samþykkti í gær að vísa þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Nefndin fundaði um málið í gær og leggur meirihlutinn til talsverðar orðalagsbreytingar á spurningum sem leggja á fyrir þjóðina samhliða frumvarpsdrögunum. 29.3.2012 05:00
Horft til bankakerfis Kanada Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, vill efla stjórnmálaleg og viðskiptaleg tengsl Íslands og Kanada. Hann er nú staddur í Kanada til að ræða efnahagsmál við þarlenda ráðamenn og fundaði meðal annars með seðlabankastjóra og fjármálaráðherra Kanada í gær. Hann sagði fundina hafa verið afar gagnlega og telur ljóst að það sé áhugavert fyrir Ísland að byggja upp aukin tengsl við Kanada og horfa til þess 29.3.2012 05:00
Ferðamannastaðir sumir við þolmörk Ójöfn dreifing ferðamanna veldur miklu álagi á umhverfi auk þess sem upplifun ferðamanna skerðist ef þeir eru of margir. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) í síðustu viku. 29.3.2012 04:00
Engin reikistjarna eins lík jörðinni Í lífbelti umhverfis stjörnur í vetrarbrautinni okkar, svokallaða rauða dverga, er að finna milljarða af bergreikistjörnum sem eru ekki mikið stærri en jörðin. Lífbeltið er sú fjarlægð frá stjörnunum þar sem hitastig er með þeim hætti að líf geti þrifist þar. 29.3.2012 03:15
Kaupþingsstjórar fyrir rétt á morgun Búast má við því að Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi hins fallna banka, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, muni allir mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur á morgun. Þá verður fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn þeim í svokölluðu al-Thani máli. 28.3.2012 23:27
Telja betra að leyfa spilavíti Það er kominn tími á nýjan hugsanahátt varðandi vanda spilafíkla. Þetta segir Arnar Gunnlaugsson, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann og Bjarki bróðir hans hafa áhuga á að opna spilavíti hér á landi. 28.3.2012 22:19
Aðalsamningamaðurinn látinn hætta Aðalsamningamaður Íslendinga við Evrópusambandið í makríldeilunni var látinn hætta um síðustu áramót. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fullyrti þetta í umræðum um kvótafrumvarpið á þingi í kvöld. 28.3.2012 21:47
Barnaafmæli á listasafni Nýstárleg sýning stendur yfir í Nýlistasafninu sem hefur tímabundið verið breytt í leiksvæði fyrir börn. Listamaðurinn Curver Thoroddsen stendur fyrir sýningunni. Hann segir að listaverkið verði til þegar fjölskyldan mættir á sýninguna til að leika sér og skemmta. 28.3.2012 20:56
Þurfum að eiga fyrir því sem við kaupum Það er allt í lagi að eignast hluti ef maður hefur efni á því, segir Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur. Í Reykjavík síðdegis í dag ræddi Jón um samtal sem hann átti við börn á fermingaraldri hjá Arion banka í gær. 28.3.2012 20:51
Þjóðverja þyrstir í skrif Ragnars Þýska útgáfurisinn Fischer Verlage hefur tryggt sér útgáfuréttinn á íslensku bókinni Myrknætti eftir Ragnar Jónasson, rithöfund. Bókaforlagið gaf líka út Schneebraut, sem var valin ein af fjórum bestu bókum haustsins 2011 af þýsku tímariti. 28.3.2012 19:44
Íslensk ættleiðing í fjársvelti Svo gæti farið að eina ættleiðingafélag Íslands hætti að taka við umsóknum á þessu ári vegna fjárskorts. Formaður segir félagið þurfa áttatíu milljónir aukalega frá ríkinu til að geta haldið rekstrinum áfram. 28.3.2012 18:56
Íslendingur vann 108 milljónir í Víkingalottói Íslendingur varð 108 milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Víkingalottóinu í kvöld. Miðinn var seldur í Olís við Glerá á Akureyri. Tölurnar sem komu upp voru 7 16 27 28 35 45. Bónustölurnar voru 6 og 14 28.3.2012 18:19