Ósáttir eigendur Kalda: Risarnir tveir einoka markaðinn Boði Logason skrifar 29. mars 2012 10:50 Hjónin Ólafur Þröstur Ólafsson og Agnes Sigurðardóttir eru eigendur Kalda-verksmiðjunnar. mynd/Pjetur „Þetta er leiðinlegt, því þetta var orðið mjög vinsælt," segir Agnes Sigurðardóttir, eigandi Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú ekki lengur keypt sér Kalda á krana á pöbbarölti um miðbæinn því eini barinn sem seldi bjórinn er nú hættur að selja hann. Risarnir tveir einoka markaðinn, segir eigandi Kalda. Íslenski barinn við Austurvöll var eini barinn á höfuðborgarsvæðinu sem seldi Kalda bjórinn á krana en fyrir tveimur vikum var skipt um eigendur. „Og þeir sjá sér ekki fært um að vera með Kalda á krana. Það er mjög sorglegt fyrir Kalda-aðdáendur á Reykjavíkursvæðinu sem er stór hópur," segir Agnes í samtali við fréttastofu. Hún segir markaðinn fyrir kranabjóra í Reykjavík og á Akureyri erfiðan. „Það er mjög erfitt fyrir þessar litlu bruggverksmiðjur, eins og Kalda, að komast á krana í Reykjavík. Það er bara hreinlega ekki hægt, því það eru tveir risar sem einoka markaðinn algjörlega. Og það er eins á Akureyri. Við komumst hvergi á krana. Við vorum að selja svona 10 kúta á viku til Reykjavíkur og vorum búin að gera í rúmlega eitt ár." Agnes segir að það sé leiðinlegt að geta ekki sinnt sínum kúnnahóp því hann hafi stækkað mikið á síðustu árum. Nú sé Kaldi kominn með 20% hlutdeild í flöskubjór í verslunum ÁTVR. „Þetta eru bara ömurlegir viðskiptahættir. Ég held að bareigendum sé bara stillt upp við vegg, og hafi ekki kjarkinn eða getuna til að stíga upp á móti risunum. Það er náttúrulega ömurlegt samkeppnislega séð að fólk geti ekki haft val." Agnes óskar eftir bareigendum sem eru tilbúinir að selja Kalda bjór á krana. „Já, maður eiginlega neyðist til þess að óska eftir bareigendum sem eru tilbúnir að selja bjórinn á krana. Því við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá Reykvíkingum. Sá sem átti Íslenska barinn áður var sá fyrsti á landinu sem hafði kjarkinn til að taka slaginn," segir hún. Garðar Kjartansson er eigandi Íslenska barsins en hann segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því að kranabjórinn hafi verið tekinn úr sölu, snúist um hver bjóði bestu kjörin. „Þetta er bara spurning um verð og samkeppni. Við erum með margar tegundir af íslenskum bjórum, og munum halda áfram að selja Kalda í flöskum," segir Garðar. Ekki náðist í forsvarsmenn Vífilfells og Ölgerðarinnar við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Sjá meira
„Þetta er leiðinlegt, því þetta var orðið mjög vinsælt," segir Agnes Sigurðardóttir, eigandi Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú ekki lengur keypt sér Kalda á krana á pöbbarölti um miðbæinn því eini barinn sem seldi bjórinn er nú hættur að selja hann. Risarnir tveir einoka markaðinn, segir eigandi Kalda. Íslenski barinn við Austurvöll var eini barinn á höfuðborgarsvæðinu sem seldi Kalda bjórinn á krana en fyrir tveimur vikum var skipt um eigendur. „Og þeir sjá sér ekki fært um að vera með Kalda á krana. Það er mjög sorglegt fyrir Kalda-aðdáendur á Reykjavíkursvæðinu sem er stór hópur," segir Agnes í samtali við fréttastofu. Hún segir markaðinn fyrir kranabjóra í Reykjavík og á Akureyri erfiðan. „Það er mjög erfitt fyrir þessar litlu bruggverksmiðjur, eins og Kalda, að komast á krana í Reykjavík. Það er bara hreinlega ekki hægt, því það eru tveir risar sem einoka markaðinn algjörlega. Og það er eins á Akureyri. Við komumst hvergi á krana. Við vorum að selja svona 10 kúta á viku til Reykjavíkur og vorum búin að gera í rúmlega eitt ár." Agnes segir að það sé leiðinlegt að geta ekki sinnt sínum kúnnahóp því hann hafi stækkað mikið á síðustu árum. Nú sé Kaldi kominn með 20% hlutdeild í flöskubjór í verslunum ÁTVR. „Þetta eru bara ömurlegir viðskiptahættir. Ég held að bareigendum sé bara stillt upp við vegg, og hafi ekki kjarkinn eða getuna til að stíga upp á móti risunum. Það er náttúrulega ömurlegt samkeppnislega séð að fólk geti ekki haft val." Agnes óskar eftir bareigendum sem eru tilbúinir að selja Kalda bjór á krana. „Já, maður eiginlega neyðist til þess að óska eftir bareigendum sem eru tilbúnir að selja bjórinn á krana. Því við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá Reykvíkingum. Sá sem átti Íslenska barinn áður var sá fyrsti á landinu sem hafði kjarkinn til að taka slaginn," segir hún. Garðar Kjartansson er eigandi Íslenska barsins en hann segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því að kranabjórinn hafi verið tekinn úr sölu, snúist um hver bjóði bestu kjörin. „Þetta er bara spurning um verð og samkeppni. Við erum með margar tegundir af íslenskum bjórum, og munum halda áfram að selja Kalda í flöskum," segir Garðar. Ekki náðist í forsvarsmenn Vífilfells og Ölgerðarinnar við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Sjá meira