Fleiri fréttir

RFF hefst á morgun - Tískuvaka í miðbænum

Reykjavík Fashion Festival hefst á morgun og verður Tískuvaka haldin í Hörpunni og miðbæ Reykjavíkur. Um 60 verslanir munu taka þátt í vökunni og verða þær opnar til klukkan níu annað kvöld.

Tófú með chili innkallað vegna örverumengunar

Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík hefur innkallað Six fortune tófú með chili af markaði vegna örverumengunar. Matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa borist upplýsingar frá Matvælastofnun um innköllun af markaði á Six fortune tófú með chili vegna örverumengunar af völdum Bacillus cereus.

Rafrænar kosningar í Reykjavík hefjast eftir miðnætti

Rafrænar íbúakosningar í Reykjavík, þar sem kosið verður um verkefni í hverfum borgarinnar, hefjast þegar klukkan verður eina mínútu gengin í eitt í nótt, fimmtudaginn 29. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en opið verður fyrir móttöku atkvæða fram yfir miðnætti þriðjudaginn 3. apríl.

Vinnuslys í álverinu í Straumsvík

Vinnuslys varð í álverinu í Straumsvík á öðrum tímanum í dag. Meðal annars var slökkviliðsbíll kallaður út en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var það vegna þess að sá slasaði klemmdi fótinn sinn og þurfti að losa hann með hjálp tækjabúnaðar slökkviliðsins.

Leiðbeinandi dæmdur fyrir að misnota unglingsstúlkur

Karlmaður fæddur 1986 var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku fyrir að misnota kynferðislega tvær unglingsstúlkur síðasta sumar. Um er að ræða mann sem starfaði annarsvegar sem leiðbeinandi í grunnskóla stúlknanna og að auki starfaði hann sem leiðbeinandi hjá Rauða Krossinum.

Mottumars klárast á morgun

Árvekni- og fjáröflunarátakinu Mottumars lýkur á morgun, fimmtudaginn, 29. mars, með lokahófi í Þjóðleikhúskjallaranum. Alls hafa tæpar 23 milljónir safnast í átakinu í þetta sinnið og á morgun verða þeir sem þátt tóku í átakinu með því að skarta yfirskeggjum af öllum stærðum og gerðum heiðraðir.

Steingrímur farinn til Kanada

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er staddur í Ottawa í Kanada. Í tilkynningu frá ráðuneytum hans segir að þar muni hann eiga þar nokkra fundi með ráðherrum, bankamönnum og öldungardeildarþingmönnum. Á morgun mun ráðherra taka þátt í pallborðsumræðum um stöðu efnahagsmála og vanda ríkissjóða hjá Harvard Business School Club í Toronto.

Þrjátíu veiktust í veislu í Skagafirði

Talið er að hátt í þrjátíu manns hafi veikst af matareitrun eftir að hafa borðað sjávarrétt í veislu í Skagafirði. Enginn var lagður inn á sjúkrahús en eldri maður fékk ansi svæsin einkenni.

Árs fangelsi fyrir brennu

Karlmaður var dæmdur í eins árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að kveikja í íbúðarhúsi á Leifsgötu i Reykjavík í júlí árið 2010. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að kveikja í öðru húsi á Tryggvagötu í janúar 2009.

Pétur Kr. Hafstein hættir sem forseti kirkjuþings

Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, hefur af heilsufarsástæðum sagt af sér embætti forseta og jafnframt þingfulltrúastarfi fyrir Suðurprófastsdæmi, 9. kjördæmi kirkjuþings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Pétur lætur jafnframt af öðrum trúnaðarstörfum í þágu þjóðkirkjunnar.

Tveggja ára fangelsi fyrir að verða barni sínu að bana

Agné Krataviciuté, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið nýfæddu sveinbarni sínu að bana í júlí á síðasta ári, veita því skurðáverka í andliti og koma líkama þess fyrir í ruslageymslu Hótel Frón, þar sem Agné starfaði við þrif. Dómari kvað upp úrskurð nú fyrir stundu.

Eygló hraunaði yfir Ragnheiði Elínu úr ræðustól á Alþingi

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins hraunaði yfir framgöngu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins í nótt. Í ræðustól á Alþingi rétt áðan sagði Eygló að framkoma þingflokksformannsins hafi verið mikill dónaskapur og henni til skammar.

Gengistryggð lán milljónum lægri en verðtryggðu lánin

Kostnaður við að færa verðtryggð lán Íbúðalánasjóðs, frá árunum 2002 fram að hruni, niður að stöðunni eins og hún væri hefðu verðbólgumarkmið Seðlabankans staðið nemur 67,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í útreikningum sem KPMG hefur unnið fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Lokað hjá Mæðrastyrksnefnd

Lokað verður hjá Mæðrastyrksnefnd í dag samkvæmt tilkynningu frá stjórn nefndarinnar. Úthlutun er að öllu jöfnu á miðvikudögum en verður semsagt ekki í dag. Aftur á móti er stefnt að úthlutun eftir viku.

Hungurleikarnir og sálmabókin seljast vel

Íslendingar eru hrifnir af norrænum krimmum þessa dagana samkvæmt sölutölum Eymundsson vikuna 21. til 27. mars. Þá seldust bækurnar Englasmiðurinn og Snjókarlinn best í bókabúðum Eymundsson. Þá er einnig ljóst að Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins fer vel í ungmenni þjóðarinnar. Hún er þriðja mest selda bókin og trónir einnig á toppnum í flokki unglinga- og barnabókmennta.

Skógarkerfill sækir í sig veðrið

Skógarkerfill hefur lagt undir sig lúpínubreiður í Hrísey á undanörnum árum. Gróska kerfilsbreiða hefur nú verið rannsökuð í fyrsta sinn og því er hægt að fá vísbendingar um hvers er að vænta í landi sem skógarkerfill leggur undir sig. Að sögn Borgþórs Magnússonar, plöntuvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sækir kerfillinn helst í frjósamt land og gömul tún sem hætt er að rækta.

Mjallgæs sést á Íslandi í fyrsta sinn

Meðal þeirra fugla, sem nýttu sér góðan byr til Íslands í hlýindunum á mánudag, var svonefnd Mjallgæs, sem er hvít gæs og hefur aldrei áður komið hingað til lands, svo vitað sé.

Áskorun um að tryggja öryggi lögreglumanna

Lögreglufélag Suðurlands skorar á yfirstjórn lögreglumála að tryggja það að öryggismálum lögreglumanna, þjálfun og búnaði verði án tafa komið í það horf, sem kveðið er á um í reglum ríkislögreglustjóra.

Hiti komst hæst í 18,2°C

Veður Einungis 0,1 gráðu vantaði upp á að hitamet frá árinu 1948 félli á Austurlandi um helgina. Hitinn mældist mestur 18,2°C á Skjaldþingsstöðum en fyrra metið var 18,3 gráður. Frá þessu greinir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Hitinn komst í 17 gráður á nokkrum stöðum á Austfjörðum. Sjá mátti á hitaritum að hitinn hækkaði heldur eftir hádegi en víða var vindur 10-15 m/sek.

Stjórnarandstaðan sökuð um fordæmislaus klækjabrögð

Stjórnarþingmenn sökuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar um fordæmalaus klækjabrögð á Alþingi í nótt, við umræðuna um tillögu meirihluta stjórnskipunarnefndar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrártillögu stjórnlagaráðs.

Ljósastúdíó fyrir sigurvegarann

Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er þemað „Páskastemning“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins laugardaginn 7. apríl næstkomandi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið er heimaljósastúdíó frá Nýherja. Í því eru tveir 150W ljósastandar, regnhlíf og DVD-kennsludiskur. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru ferðir í Borgarleikhúsið fyrir tvo.

Makrílútgerð svipt umhverfisvottun

Útgerðir í Norður-Evrópu sem stunda makrílveiðar verða um mánaðamótin sviptar heimild til að merkja afurðir sínar með umhverfisvottun Marine Stewardship Council. Að sögn breska blaðsins The Guardian er ástæðan ofveiði Íslendinga og Færeyinga sem geri að verkum að makrílstofninn sé ekki lengur sjálfbær.

Saga ferðaþjónustunnar í bók

Stefnt er að útgáfu sögu ferðaþjónustunnar á Íslandi innan þriggja ára, samkvæmt samkomulagi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og iðnaðarráðuneytisins. Árni Gunnarson, formaður SAF, segir að ýmislegt hafi verið gert til að skrásetja einstök sögubrot úr ferðaþjónustunni, svo sem með kostun og vefútgáfu viðtala við ýmsa af frumkvöðlum íslenskrar ferðaþjónustu. Hann segir stjórn SAF hafa ákveðið að verja fimm milljónum króna til að koma af stað ritun sögunnar, en ráðuneytið leggi fram sömu upphæð á móti.- óká

Einn dæmdur fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í eins árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að leggja eld að Krýsuvíkurkirkju í janúar 2010 með þeim afleiðingum að hún brann til ösku. Dómurinn féll um miðjan febrúar en hefur ekki verið birtur opinberlega.

Búlandsvirkjun hefur mikil áhrif á náttúru og byggð

virkjanirÁstæður þess að Búlandsvirkjun er sett í biðflokk í frumvarpi um rammaáætlun eru að veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin en á vatnasviði Skaftár og á áhrifasvæði virkjunarinnar eru náttúruverðmæti á heimsvísu. Þetta kemur fram hjá Þóru Ellen Þórhallsdóttur sem var formaður faghóps I og í verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar.

Leggja til að skipulögð glæpastarfsemi verði bönnuð

Þingflokkur Framsóknarflokksins lagði í dag fram þingsályktunartillögu þess efnis að innanríkisráðherra verði falið að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum sem banna að á Íslandi starfi brotahópar sem stundi starfsemi sem fellur undir alþjóðlegar skilgreiningar um skipulagða glæpastarfsemi.

Segja kvótafrumvarpið mjög íþyngjandi fyrir sjávarútveginn

Kvótafrumvarpið sem Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti í gær er mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta kemur fram í greinargerð sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Það voru þeir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, sem unnu greinargerðina.

Játaði rán í 10/11

Annar mannanna tveggja sem handteknir voru í morgun, grunaðir um að hafa framið rán í verslun 10/11 við Mýrarveg á Akureyri, játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu í dag. Hann er talinn hafa staðið einn að ráninu. Þáttur hins mannsins, sem handtekinn var, var lítill eftir því sem lögreglan fullyrðir.

Stærsta verk í vegagerð eftir hrun

Ingileifur Jónsson verktaki átti lægsta tilboð í þverun tveggja fjarða á Vestfjörðum, upp á rúma tvo milljarða króna. Þetta er stærsta verk sem Vegagerðin ræðst í eftir hrun.

Íslensk olíuleitarfélög sækja um Drekann með erlendum félögum

Tveir aðskildir hópar Íslendinga undirbúa í samvinnu við erlend olíuleitarfélög að senda inn umsókn í Drekasvæðið, en frestur rennur út á mánudag. Báðir hóparnir leggja nú lokahönd á stofnun íslensks olíuleitarfélags, hvor í sínu lagi.

Eldri borgari varð 30 milljónum ríkari

Sjötug kona varð 30 milljónum króna ríkar þegar dregið var út í Milljónaveltu Happadrættis Háskólans í dag. Potturinn hafði safnast upp í 30 milljónir í mars eða um 10 milljónir fyrir hvern mánuð ársins sem liðinn er. Konan sem fékk vinninginn hafði átt miðann um árabil. Konan var að vonum himinlifandi þegar hún fékk fréttirnar. Milljónaveltan gekk einnig út í mars mánuði fyrir ári síðan, þá 30 milljónir eins og nú - og vinningurinn þá féll einnig í skaut sjötugrar konu frá Reykjavík.

Þingmenn vilja fara að sjá siðareglur fyrir forsetann

Sex þingmenn úr Samfylkingunni og VG ásamt Atla Gíslasyni hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem Alþingi álykti að fela forsætisráðherra að undirbúa í samvinnu við embætti forseta Íslands setningu siðareglna fyrir forsetaembættið.

Ekki vera eins og Þrándur

Nú styttist í að rafrænar kosningar fari fram í Reykjavík. Að því tilefni hefur samráðsvefurinn Betri Reykjavík birt myndband þar sem borgarstjórinn ræðir um kosti slíkra kosninga.

Dómur Landsdóms líklega kveðinn upp eftir páska

Landsdómur mun að öllum líkindum ekki kveða upp dóm í sakamáli gegn Geir H. Haarde fyrr en eftir páska samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini A. Jónssyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar Íslands.

Keyptu yfir tíu þúsund miða í Herjólf - lögmætið óljóst

Þjóðhátíðarnefndin í Vestmannaeyjum keypti rúmlega tíu þúsund miða í Herjólf yfir Verslunarmannahelgina. Þannig er nær uppselt í ferðir til Vestmannaeyja fimmtudag og föstudag fyrir helgina. Og svo á mánudegi og þriðjudegi eftir helgi. Þjóðhátíðarnefndin selur svo miðana áfram, á sama verið og þeir voru keyptir, eða á 1150 krónur.

Tilboð í Vestfjarðarveg opnuð - lægsta boð 2,1 milljarður

Tilboð í gerð Vestfjarðarvegar um Kjálkafjörð og Kerlingafjörð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni. Hæsta boð átti Ingileifur Jónsson og hljóðar það upp á 83 prósent af áætlaðri kostnaðaráætlun. Hún hljóðar upp á 2.580 milljónir króna og var lægsta boð því 2.154 milljónir. Suðurverk átti næstlægsta boð, 2.487 milljónir.

Þriggja vikna biðlisti hjá Stígamótum

Þrátt fyrir sex ráðgjafa þá er þriggja vikna bið í viðtöl hjá Stígamótum. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastýru Stígamóta þá geta fulltrúarnir tekið fimm til sex einstaklinga í viðtöl á hverjum degi.

Bústaður brennur í Hvassahrauni

Eldur logar nú í sumarhúsi í Hvassahrauni, sem er sunnan við álverið í Straumsvík. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór a staðinn og að sögn vaktstjóra er bústaðurinn alelda. Hann er því að öllum líkindum ónýtur. Óljóst er um eldsupptök.

Lýst eftir Sindra Frey

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Frey Jenssyni 16 ára, til heimilis að Túngötu 20, Grindavík. Síðast er vitað um ferðir Sindra Freys í Mosfellsbæ í gærdag. Hann var þá klæddur í gráa hettupeysu með rennilás, grænum/gráum Adidas jogging-buxum og í svörtum skóm.

Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar

Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla:

Sjá næstu 50 fréttir