Innlent

Utanríkisráðherra kallaði Tómas Heiðar yfir til sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur.
Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kallaði Tómas H. Heiðar, aðalsamningamann Íslendinga í makríldeilunni, yfir í vinnu fyrir utanríkisráðuneytið rétt fyrir síðustu áramót. Það er ástæða þess að hann hætti að vinna fyrir sjávarútvegsráðuneytið í makríldeilunni.

Jón Bjarnason, þingmaður VG, spurði á Alþingi í gær hvers vegna Tómas, sem væri mjög fær samningamaður, hefði verið látinn hætta störfum fyrir Íslendinga í makríldeilunni við Evrópusambandið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði málið aftur að umfjöllunarefni í dag. Össur útskýrði þá að Tómas væri starfsmaður utanríkisráðuneytisins en hefði unnið fyrir sjávarútvegsráðuneytið samkvæmt samningi milli ráðuneytanna.

Össur vildi að samningnum yrði rift vegna mikilla verkefna hjá utanríkisráðuneytinu. Sú uppsögn hefði tekið gildi í febrúar síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Aðalsamningamaðurinn látinn hætta

Aðalsamningamaður Íslendinga við Evrópusambandið í makríldeilunni var látinn hætta um síðustu áramót. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fullyrti þetta í umræðum um kvótafrumvarpið á þingi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×