Fleiri fréttir

Eignasala í Noregi hefði losað um 900 milljónir evra

Allan tímann sem ég var stjórnarmaður Glitnis þá var upp á lagt að draga úr kostnaði og hagræða, sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður Glitnis þegar bankinn hrundi. Hann sagði að þetta hefði verið gert með sölu eigna meðal annars og að segja upp 200 manns. Nánast hefði verið búið að ganga frá sölu eigna í Noregi til Nordea sem hefði losað um 900 milljónir evra. Það hefði ekki gengið eftir fall Lehman Brothers 15. september 2008.

Júlíus Vífill: Yfirþyrmandi byggingamagn við Landspítalann

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla fjórföldun núverandi byggingamagns við Landspítalann við Hringbraut. Þetta er meðal þess sem kom fram í bókun borgarfulltrúans Júlíus Vífils Ingvarsson sem situr í skipulagsráði en hann telur áætlað byggingarmagn á svæðinu yfirþyrmandi.

Hreiðar Már neitaði að svara spurningum fréttamanna

Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings neitaði að tjá sig nokkuð um vitnisburð sinn fyrir Landsdómi þegar hann kom út úr réttarsalnum. Þrátt fyrir að gengið væri á hann um að tjá sig um vitnisburðinn svaraði hann engu. Hér má sjá þegar Hreiðar Már yfirgefur Landsdóm.

Starfsmenn sérstaks saksóknara fylgdust með Hreiðari

Starfsmenn Sérstaks saksóknara voru á meðal áhorfenda í Landsdómi þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í dag. Þeir fóru út jafnskjótt og Hreiðar þegar hann hafði lokið við vitnisburð sinn.

Kvennaflug til Glasgow

Í dag var minnt á alþjóðlegan baráttudag kvenna, 8. mars, með því að í flugi Icelandair til og frá Glasgow var áhöfnin, - flugstjóri, flugmaður og flugfreyjur,- eingöngu skipuð konum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Hreiðari heitt í hamsi

"Mér bara blöskrar,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson um málflutning þeirra fulltrúa Seðlabankans sem hafa borið vitni í Landsdómi.

Rolex ræningi í fimm ára fangelsi

Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur.

Sex rússneskar ömmur taka þátt í Eurovision

Þjóðlagahópurinn "Buranovo Grannies" mun syngja fyrir hönd Rússlands í Eurovision í ár. Sex ömmur eru í hópnum og vonast þær til safna fé fyrir nýrri kirkju í þorpinu sínu.

Bannað að vigta matvörur í umbúðum

Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir sem eru með kjöt- og fiskborð vigta allajafna umbúðir með þegar varan er vigtuð við sölu. Vegna þessa vilja Neytendasamtökin koma því á framfæri að þetta er óheimilt samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig þegar matvörur eru seldar uppvigtaðar í kæliborðum eins og raunar um allar aðrar matvörur.

Engin formleg tilmæli um að minnka bankana

Kaupþingsmenn fengu engin formleg tilmæli á árinu 2008 um að bankinn skyldi minnka. Þetta fullyrti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings fyrir Landsdómi í dag. "Það voru engin formleg tilmæli, engir fundir eða minnisblöðð eða beinlínis óskir um að bankinn myndi minnka sig,“ sagði Hreiðar Már. Hins vegar hefðu Kaupþingsmenn fundið fyrir áhyggjum stjórnvalda af stöðu mála á árinu 2008.

Jónas í viðtali: Hefði átt að stækka FME hraðar

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins ræddi við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 að lokinni yfirheyrslu í Landsdómi nú eftir hádegi. Hér má sjá viðtalið við Jónas í heild sinni.

Viggó Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi

Viggó Þór Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu Sparisjóðanna (VSP), var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til fjársvika í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Hann var aftur á móti sýknaður af ákæru um stórfelld umboðssvik.

Átján leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana

18 einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2011 vegna hópnauðgana. Það er fjölgun frá árinu 2010 en þá voru viðtöl vegna hópnauðgana alls 13. Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir árið 2011 fyrir blaðamönnum í morgun. Alls leituðu 169 einstaklingar til Stígamóta vegna nauðgana árið 2011.

Ekki hægt að þvinga Landsbankann í Icesave-málinu

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi.

Sólstormurinn sló út stuttbylgjusambandið við útlönd

Mjög öflugur sólstormur ríður nú yfir jörðina en hann hefur valdið ýmsum truflunum á fjarskiptum víða um heiminn, þar á meðal hér á landi. Stuttbylgjusambandið við útlönd og innanlands sló út vegna stormsins.

Hlátrasköll í dómssal

Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, stýrir réttahöldum af mikilli ákveðni. Nú sem endranær er tíminn fyrir hvert vitni naumt skammtaður. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari og Andri Árnason, verjandi Geirs, hafa þó fengið nokkuð ríflegan tíma til að taka skýrslu af Jónasi Fr. Jónssyni.

"Pabbi, þú ert aldrei heima nema á morgnana"

"Þegar ég tók við Fjármálaeftirlitinu var stofnunin ákaflega vanmáttug. Það voru 35 starfsmenn og mikil starfsmannavelta,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. Að auki hafi upplýsingakerfi verið léleg.

Fjölbreytt samstarf um Norðurslóðamál

Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna.

Urðu fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings

Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag.

Fulltrúar bankanna mæta í Landsdóm í dag

"Mér var ljóst að það voru aðsteðjandi hættumerki frá því í ársbyrjun 2008,“ sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra. "En sú hætta var ekki bráð framan af. Hættan magnaðist upp í takt við það sem tíminn leið,“ sagði hann.

Skrópaði fyrir dómi og mundi svo ekki neitt

„Brotin eru mjög alvarleg og beindust gegn lífi og heilsu brotaþola,“ sagði Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir aðstoðarsaksóknari í lokamálflutningi vegna skotárásar sem átti sér stað á lóð bílasölu við Tangabryggju í Reykjavík í nóvember síðastliðnum. Aðalmeðferð málsins lauk um hádegisbil í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og dóms að vænta eftir þrjár til fjórar vikur.

Lóa var í raun starri að herma

Lóan er ekki komin til landsins, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og formanns Fuglaverndarfélags Íslands.

Opið hús hjá Stígamótum

Opið hús verður hjá Stígamótum í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Stígamót halda upp á afmæli sitt á þessum degi og gefa út ársskýrslu sína af því tilefni.

Fundur Varðbergs um glæpastarfsemi er í dag

Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudag, er lítil frétt um fund á vegum Varðbergs um skipulagða glæpastarfsemi þar sem Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn tala. Fréttablaðið segir fundinn á morgun. Hið rétta er að fundurinn er í dag, fimmtudag, milli 12.00 og 13.00 í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins.

Herjólfur siglir að nýju til Eyja

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur getur nú aftur siglt á milli Eyja og Þorlákshafanr og verður farið í fyrri ferðina samkvæmt áætlun. Ekki er enn ljóst hvort hægt verður að fara síðari ferðina.

Reyndi að brjótast inn í MH

Liðlega tvítugur karlmaður var handtekinn um þrjú leitið í nótt eftir að hann hafði brotið rúðu í Menntaskólanum í Hamrahlíð og ætlaði þar inn, en þó ekki til skólasetu. Hann verður yfirheyrður í dag.

Páfagaukur í óskilum á lögreglustöð

Ungur páfagaukur, blár, grár og hvítur að lit, líklega svonefndur Gári, er í vörslu lögreglunnar á Akureyri eftir að skólastúlkur gómuðu hann í bókasafni Háskólans þar í bæ í gærkvöldi.

Dópaðir ökumenn teknir úr umferð á Selfossi

Ung kona var tekin úr umferð á Selfossi í gærkvöldi vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldi af því var gerð húsleit heima hjá henni þar sem lítilræði af fíkniefnum fannst.

LÍ segir útilokað að lagarökin standist

Læknafélag Íslands segir rök landlæknis er varða afhendingu á lista yfir konur með sílikonbrjóst ónæg. Persónuvernd úrskurðar í næstu viku. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að slíkur gagnagrunnur verði gerður þar í landi.

Áliðnaðurinn mikilvægur hagkerfinu

Hagfræðistofnun metur framlag áliðnaðarins á Íslandi 6 til 6,8 prósent af landsframleiðslu. Í greininni starfa um 2.000 manns en að auki áætlar stofnunin að um 2.800 manns starfi í tengdum greinum sem þjónusta áliðnaðinn.

Glæpir og yfirvöld til umræðu í hádeginu

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til hádegisfundar á morgun til að ræða skipulagða glæpastarfsemi og viðbrögð yfirvalda við henni.

Enginn fékk 112 milljónir

Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu en dregið var út í kvöld. Potturinn verður því tvöfaldur næst. Fyrsti vinningur kvöldsins var tæplega 112 milljónir króna. Einn íslenskur spilari var þó með allar jókertölurunar réttar og fær tvær milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var seldur í Olís á Sæbraut við Sundagarða í Reykjavík.

Guðni Bergsson: "Ég áttaði mig ekki á því að hann hefði stungið mig“

„Ég sá þegar árásin átti sér stað, þannig ég hljóp inn á skrifstofuna og sá þá blóð. Þá þá reyndi ég að ná hnífnum af manninum," segir Guðni Bergsson, þegar hann bjargaði samstarfsfélaga sínum Skúla Eggert Sigurz, sem var stunginn sex sinnum að sögn Guðna í viðtalinu sem var tekið við hann á fréttavef í bænum Bolton á Englandi.

Þór Saari: Það kemur að því að fólk snappar

"Það voru margir í fjölmiðlum sem sögðust ekki geta skilið hvernig þetta gæti gerst. Ef ég hefði verið spurður að því, hefði ég getað svarað því. Það kemur að því að fólk snappar,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um hnífstunguárásina á lögmannsstofu í Lágmúla í vikunni. Þór var gestur í Kastljósi í kvöld.

Tók í hönd framkvæmdastjórans, kippti honum að sér og stakk

Framkvæmdastjóri Lagastoða hafði lækkað skuld árásarmannsins um þrjátíu þúsund krónur og þeir komist að samkomulagi áður en sá síðarnefndi réðist á hann og veitti honum lífshættulega áverka. Hinn særði er enn í lífshættu.

700 fyrirtæki tengjast áliðnaði á Íslandi

Álverin standa undir níutíu milljörðum króna af landsframleiðslu Íslendinga, að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Ragnar Árnason prófessor segir koma á óvart hversu stórt framlag tengdra greina áliðnaðarins er. Þrjú álver eru rekin á Íslandi og hjá þeim starfa um tvöþúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast nærri fimm þúsund manns starfa í áliðnaði og tengdum greinum.

Líkti íslensku bönkunum við Maddoff

Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag.

GR og Eimskip vinna saman að forvörnum

Golfklúbbur Reykjavíkur og Eimskip hafa undirritað samstarfssamning til næstu þriggja ára sem felur í sér fjölbreytt samstarf félaganna á ýmsum sviðum, fyrst og fremst á sviði forvarnarmála en einnig hvað varðar almenna framþróun golfíþróttarinnar á Íslandi.

Meintur barnaníðingur áfram í gæsluvarðhaldi

Karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa misnota ellefu ára dóttur sína með grófum hætti mun sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Maðurinn var handtekinn í desember á Akranesi, þar sem hann er búsettur.

Sjá næstu 50 fréttir