Fleiri fréttir

Skúli hafði rætt við árásarmanninn í klukkustund

Skúli Sigurz, framkvæmdastjóri Lagastoðar sem nú liggur á gjörgæsludeild með lífshættuleg stungusár, hafði rætt við árásarmann sinn í um klukkutíma áður en maðurinn, Guðgeir Guðmundsson, lét til skarar skríða.

Meiningarmunur um ríkisábyrgð á Icesave

Viðskiptaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið töldu að íslenska ríkið bæri ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna samkvæmt EES tilskipunum. Þetta sagði Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og formaður samráðshóps um fjármálastöðugleika, fyrir Landsdómi í dag.

Segir Geir ekki hafa haft beina aðkomu að Icesave-málinu

Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, svaraði aðspurður að það hefði aldrei verið farið fram á aðkomu Geirs H. Haarde að Icesave-málinu þegar unnið var að því að koma reikningunum í dótturfélag í Bretlandi. Þessu svaraði hann í Landsdómi þegar Andri Árnason spurði hvort það hefði verið farið fram á að Geir hefði afskipti af málinu.

Dómari benti á möguleikann á handtöku fjórmenninganna

Dómari í Al Thani málinu svokallaða gerði athugasemd við það að enginn sakborninga hafi mætt fyrir dóminn þegar málið var þingfest klukkan tvö í dag. Framhald á þinghaldi hefur verið boðað 29. mars, meðal annars vegna þessa.

Enginn sakborninganna mættu í dómssal í Al-Thani málinu

Þingfesting í Al-Thani málinu svokallaða er hafin. Enginn hinna ákærðu mætti fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur en það eru fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson auk Ólafs Ólafssonar, kenndan við Samskip, sem eru ákærðir í málinu.

Úlfar með eina bestu matreiðslubók heims

Matreiðslubókin Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistara sem bókaútgáfan Salka gefur út, var meðal þeirra bóka sem lentu í efstu sætum Gourmand-verðlaunanna þegar þau voru tilkynnt í gærkvöldi.

Vissu að fall eins banka myndi orsaka fall hinna

Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsæitsráðuneytinu, segir að samráðshópur um fjármálastöðugleika hafi gert sér grein fyrir því að ef einn stóru viðskiptabankanna myndi falla þá myndu þeir allir falla.

Skólarúta fauk út af veginun - sautján börn í bílnum

Skólarúta fauk út af Reykjanesbrautinni í morgun þegar hún var á leið frá Vogum á Vatnsleysisströnd suður í Reykjanesbæ. Sautján börn voru í rútunni þegar sterkir vindar virðast hafa valdið því að ökumaður missti stjórn á rútunni og endaði utanvegar.

Farið fram á sex ára fangelsi - fórnarlambið minnislaust

Farið var fram á sex ára fangelsisdóm yfir Kristjáni Halldóri Jenssyni í Héraðsdómi í morgun fyrir tilraun til manndráps þegar hann beitti afsagaðri haglabyssu í átökum í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í nóvember í fyrra. Aðalmeðferð í málinu lauk nú laust fyrir hádegi.

Lýsing frá Landsdómi á nýjum Twitter reikningi

Sú nýbreytni að lýsa gangi mála í Landsdómi á Twitter hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Twitter-reikningur Vísis er aðgengilegur efst á forsíðu vefsins en sökum þess að beinar útsendingar voru ekki verið leyfðar frá réttarhöldunum var ákveðið að greina frá gangi mála með þessum hætti. Þannig fá lesendur innsýn í það sem fram fer í réttarsalnum.

Bætist á vitnalistann

Nú eru þriðji dagur í Landsdómsmáli, réttarhöldum yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Málið hófst á skýrslutöku yfir Geir sjálfum á mánudag og á þriðjudag mættu þeir Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Hannibalsson og Davíð Oddsson. Vitnalistinn telur nú um fimmtíu manns en hann getur þó tekið breytingum. Eins og staðan er nú er vitnalistinn sem hér segir.

Geir ekki beðinn um að beita sér í Icesave

Aldrei kom til greina hjá samráðshópi um fjármálastöðugleika að fá atbeina Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til þess að hvetja Landsbankann til þess að flytja Icesave reikningana úr útibúi bankans yfir í dótturfélag hans í Bretlandi. Þetta sagði Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í dag.

Mál gegn Kaupþingsmönnum og Al-Thani þingfest í dag

Mál sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni auk Ólafi Ólafssyni, kenndan við Samskip, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kærður fyrir skemmdaverk - vildi mótmæla úthlutun byggðakvóta

Sjómaður hefur verið kærður til lögreglunnar á Húsavík eftir að hann á að hafa kastað 40 kílóa steinsteyptu blómakeri í bifreið í eigu Sveitarfélagsins í Norðurþingi. Rúða og vélarhlíf bifreiðarinnar, sem er af gerðinni Suzuki, skemmdust þegar kerið hafnaði á bílnum. Skemmdarverkið átti sér stað á Kópaskeri.

Drógu lappirnar í dótturfélagavæðingu Icesave

Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð.

BBC greinir frá hnífaárásinni á Lagastoð

Breska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að Guðni Bergsson hafi verið stunginn í lærið þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til varnar á lögfræðistofunni Lagastoð.

Landsbankamenn voru ósammála um flutning Icesave til Bretlands

Óeining var um það á meðal bankastjóra Landsbankans á árinu 2008 að flytja Icesave-reikningana inn í dótturfélag Landsbankans í Bretlandi. Þetta sagði Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, í vitnaleiðslum í Landsdómi í morgun.

Allir sammála um að ógerlegt væri að minnka bankakerfið

Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að hugmynd um að minnka bankakerfið hafi verið algerlega óraunhæf þegar komið var fram á árið 2008. Þetta sagði hann þegar Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði hann hvort miklar umræður hefðu verið um þetta á því ári.

Halldór túlkar Landsdómsmálið á sinn einstaka hátt

Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins hefur tekið sér stöðu í Landsdómi þar sem hann ætlar að varpa ljósi á málið með sínu einstaka hætti. Halldór er fyrir löngu orðinn ástsælasti skopmyndateiknari þjóðarinnar og hafa myndir hans verið fastur liður á síðum Fréttablaðsins síðustu ár. Þannig hefur Halldór sennilega teiknað flestar þær persónur sem hafa verið kallaðar fyrir Landsdóm áður. Gert er ráð fyrir að afraksturinn birtist á síðum blaðsins á næstu dögum.

Telur vinnu samráðshópsins hafa verið gagnlega

Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að hann hafi talið vinnu samráðshóps um fjármálastöðugleika vera mjög gagnleg. Hann geri ekki athugasemdir við það hvernig hópnum hafi verið stýrt. Þetta kom fram í máli Ingimundar í vitnaleiðslum fyrir landsdómi í morgun.

Týnda vitnið fundið

Aðalvitnið í skotárásarmálinu svokallaða mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun og bar vitni. Hann mætti ekki í dómsal þegar hann var boðaður til þess að bera vitni og varð það til þess að aðalmeðferðinni var frestað.

Ingimundur mættur í dóminn

Vitnaleiðslur í landsdómsmálinu hófust að nýju nú strax klukkan níu. Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er mættur í vitnastúku. Hann sat í bankastjórn með Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur býr í Osló en er kominn í Þjóðmenningarhúsið til að bera vitni. Upphaflega var þó gert ráð fyrir að hann myndi gefa dómnum skýrslu í gegnum síma.

Gjöld á vatnsréttindi styggja Landsvirkjun

Innanríkisráðuneytið staðfestir að vatnsréttindi Jökulsár á Dal eigi að taka til fasteignamats. Fljótsdalshérað vill að matinu sé hraðað svo hægt verði að leggja fasteignagjöld á vatnsréttindin. Úrskurðurinn hefur fordæmisgildi um allt land.

Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór fyrir Landsdóm í dag

Réttarhöldum verður haldið áfram fyrir Landsdómi í dag og munu þá Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason fyrrverandi ráðuneytastjórar, Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabankans, bera vitni meðal annarra. Um það bil 50 manns hafa verið boðaðir í skýrslutöku fyrir dómnum.

Fá skip á sjó vegna óveðurs

Sára fá fiskiskip eru á sjó vegna óveðurs á miðunum nema hvað hópur loðnuskipa er út af norðanverðu Snæfellsnesi.

Lykilvitni mætti ekki fyrir dóm

Fresta varð til dagsins í dag aðalmeðferð í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir manndrápstilraun í Bryggjuhverfinu í Reykjavík síðasta haust þegar lykilvitni í málinu mætti ekki fyrir dóm í gær. Málið er flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fólskuleg líkamsárás í miðbænum - traðkaði á höfði liggjandi manns

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem vísaði öðrum út úr samkvæmi við Laugaveg í lok febrúar og er sakaður um að hafa hrint honum niður stiga og meðal annars sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og slasaðist lífshættulega. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. mars næstkomandi.

Tvær bílveltur á Reykjanesbraut

Tveir bílar fóru út af Reykjanesbrautinni á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist enginn en bílarnir eru mikið skemmdir. Fljúgandi hálka er nú á Brautinni en starfsmenn Vegagerðarinnar eru að salta. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega en mikil hálka er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu.

Viðtalið við Davíð Oddsson í heild sinni

"Það var kannski þægilegra að gera það, það var í samræmi við óskhyggjuna. Við erum þannig gerð að við viljum heyra góðar fréttir frekar en slæmar,“ sagði Davíð Oddsson, fyrrum formaður bankastjórna Seðlabankans, eftir að hann hafði gefið skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann var spurður að því afhverju forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu trúað bankamönnum um stöðu bankanna fyrir hrun frekar en aðvörunarorðum.

Allur ágóði af Eldhafi rennur til UNwoman

Eldhaf í Borgarleikhúsinu hefur verið sýnd fyrir fullu húsi um nokkurt skeið. Í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna 8.mars næstkomandi hefur verið ákveðið að styrkja UNwoman með sýningu á morgun 7.mars og allur ágóði hennar rennur til hjálparsamtakanna.

Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri

Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til.

Alltaf rólegur nema þegar hann talar um lögmenn

Maðurinn sem réðist inn á lögmannsstofuna Lagastoð í gær og veitti framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Hann er sagður hafa óbeit á lögmönnum.

Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu

Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust.

Þessi eiga eftir að bera vitni í Landsdómi

Nú eru tveir dagar liðnir af réttarhöldum yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Málið hófst á skýrslutöku yfir Geir sjálfum í gær en í dag mættu þeir Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Hannibalsson og Davíð Oddsson.

Nýrnasjúklingar þurfa að flytja

Fjórir nýrnasjúklingar hafa flutt búferlum því engin blóðskilunarvél er á landsbyggðinni. Aðrir eru langdvölum fjarri ástvinum sínum vegna blóðskilunar.

Vitnaleiðslum lokið í dag

Vitnaleiðslum er lokið í dag í Landsdómi sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu . Það hefst aftur klukkan níu í fyrramálið. Þá mun Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri bera vitni.

Landsdómur: Annar dagur - Sjötta samantekt

Breki Logason og Þorbjörn Þórðarson fréttamenn fara yfir stöðu mála í Landsdómsmálinu og hvernig málin hafa gengið fyrir sig í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir