Fleiri fréttir

Svipað hlutfall og í fyrravetur

Hlutfall negldra hjólbarða á götum Reykjavíkurborgar er nær óbreytt milli ára samkvæmt nýrri talningu. Fram kemur á vef borgarinnar að nú séu 33 prósent ökutækja á negldum dekkum, en í fyrravetur var hlutfallið 32 prósent.

Furðuljós á himnum reyndust vera Iridíumblossar

"Þetta var mjög áberandi þegar við keyrðum upp götuna,“ segir Hjálmar Þór Hjálmarsson sem náði myndum af sérkennilegum ljósum á næturhimninum rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Myndbandið var tekið upp í Mosfellsbæ og er linsunni beint í áttina að Þingvöllum.

Spjallaði við ferðamann á meðan hann rændi 400 evrum

Karlmaður stal fjögurhundruð evrum, eða rúmlega 60 þúsund krónum, af erlendri konu á veitingastað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom maðurinn að tali við konuna á veitingastað á Laugavegi um klukkan hálf tvö í dag. Á meðan þau töluðu saman stal maðurinn peningunum og persónukortum að auki.

Gunnar Birgisson: "Reglur eiga ekki alltaf við“

Gunnar Birgisson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, segir að reglur eigi ekki alltaf við, en hann hefur nú ásamt öðrum stjórnarmönnum verið ákærður fyrir ólögmætar lánveitingar sjóðsins og blekkingar.

Páfagaukur týndur á Akureyri

Íbúar á Sólvöllum á Akureyri týndu páfagauk í gærkvöldi. Talið er líklegt að hann hafi leitað sér skjóls einhverstaðar í nágrenninu, en það er afar kalt úti og ekki vænlegt veður fyrir páfagauka.

Tryggvi endurkjörinn

Tryggvi Gunnarsson var endurkjörinn umboðsmaður Alþingis í morgun til fjögurra ára. Sjö þingmenn skiluðu auðu en alls greiddu 41 þingmaður atkvæði með endurráðningunni.

Maður rændur á Skólavörðustíg og hnífamaður var bara með fíkniefni

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þannig var tilkynnt um að ráðist hefði verið á mann á Skólavörðustíg upp úr klukkan sjö í morgun og hann rændur veski. Ekki er vitað hverjir voru að verki eða hversu mikil verðmæti maðurinn var með á sér. Maðurinn, sem ráðist var á, var mjög ölvaður, en slapp án meiðsla.

Ætla ekki að víkja sæti á meðan það er réttað yfir þeim

Hvorki Gunnar Birgisson né Ómar Stefánsson hafa íhugað að víkja sæti úr bæjarstjórn Kópavogs á meðan tekist er á um meint brot þeirra í starfi fyrir dómstólum. Aðrir bæjarfulltrúar segja ákvörðun um að víkja algjörlega í þeirra höndum.

Skoða svell við Kópavogslaug

Góðir möguleikar eru til að koma upp skautasvelli á Vallargerðisvelli við Sundlaug Kópavogs – séu veðurfarslegar aðstæður hagstæðar. Þetta kemur fram í svari embættismanna bæjarins við fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar, fulltrúa Næst besta flokksins og forseta bæjarstjórnar.

Þingstörfum lýkur á morgun - mál Geirs rætt eftir Jól

Samkomulag hefur náðst um það á Alþingi að ljúka þingstörfum fyrir Jól á morgun. Þetta var ákveðið eftir fund forseta Alþingis og formanna þingflokka á þingi. Þá var einnig ákveðið að ræða þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga ákæru á hendur Geir Haarde til baka, strax eftir áramót þegar þing hefst á ný.

Gunnar um ákæru Ríkissaksóknara: Þetta er bara út í hött

Gunnar Birgisson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar hafði ekki heyrt af ákærum Ríkissaksóknara á hendur honum og fimm öðrum, þegar Vísir hafði samband við hann í kvöld. Hann segir ákærurnar fáránlegar en þær eru í tveimur liðum. Annarsvegar er ákært fyrir ólögmætar lánveitingar til Kópavogsbæjar og hinsvegar fyrir að hafa veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar.

Boða til mótmæla við bandaríska sendiráðið

Boðað hefur verið til samstöðumótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi á morgun. Tilefnið er afmælisdagur Bradley Manning en hann verður 24 ára á morgun. Manning, sem er í bandaríska hernum, hefur verið í fangelsi í tvö ár eða allt frá því upp komst um að hann hefði látið WikiLeaks í té þúsundir skjala sem vörðuðu meðal annars framferði Bandaríkjamanna í Írak.

Framkvæmdastjóri LSK og stjórnarmenn ákærðir

Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Í yfirlýsingu sem Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og einn þeirra sem ákærðir eru hefur sent frá sér, segir að ákæran sé í tveimur liðum. Annars vegar er ákært fyrir að sjóðurinn hafi veitt Kópavogsbæ ólögmæt lán og hinsvegar að hann hafi veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar.

Jólasveinarnir gefa í skóinn fyrir um 220 milljónir

Ætla má að jólasveinarnir þrettán kaupi gjafir í skóinn fyrir á þriðja hundrað milljóna króna fyrir jólin. Framkvæmdastjóri Epli punktur is kannast ekki við að hafa fengið jólasveina í sína verslun.

Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi

Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot.

Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingar vilja hætta við málið

Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson.

Varað við hálku með kvöldinu

Talsverð umferð hefur verið á Höfuðborgarsvæðinu í dag og biður lögreglan ökumenn um að vera vakandi þvi hálka getur myndast þegar líður tekur á kvöldið. „Einnig vill lögreglan brýna fyrir fólki að skilja ekki eftir lausamuni í bílum þegar verið að gera jólainnkaupin,“ segir í tilkynningu.

Vilja veita Liu Xiabo pólitískt skjól hér á landi

Þingmenn VG, þeir Þráinn Bertelsson og Björn Valur Gíslason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ríkisstjórnin bjóði kínverska andófsmanninum og nóbelsverðlaunahafanum Liu Xiaobo pólitískt skjól á Íslandi.

Auglýsa eftir eiganda páfagauks sem fannst ískaldur fyrir utan Hörpu

"Við vorum bara að koma úr jólahlaðborði hérna í Hörpunni þegar við rákumst á hann,“ segir Áslaug Finnsdóttir, sem fann páfagauk fyrir utan Hörpuna nú fyrir stundu. Páfagaukurinn er grár og hvítur með blátt fallegt stél, að hennar sögn. Hún auglýsir eftir eigandanum en gaukurinn var mjög kaldur þegar Áslaug fann hann.

Alma komin í tog

Erlendur dráttarbátur er kominn með flutningaskipið Ölmu í tog. Eins og greint var frá fyrr í dag er ætlunin að hann togi skipið til Akureyrar. Þar á að taka skipið í slipp og setja undir það nýtt stýri, en stýrið datt af Ölmu rétt fyrir utan Hornafjörð snemma í síðasta mánuði og komu lóðsbáturinn á Höfn og togarinn Hoffell í veg fyrir að skipið ræki upp í fjöru. Útgerðin er búin að leggja fram tryggingu fyrir björgunarlaunum.

Með 113 grömm af grasi og keyrði í vímu

Tuttugu og fimm ára karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði í vörslum sínum 113 grömm af maijúana og tvær kannabisplöntur. Þá ók hann einnig bifreið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Brotaferill mannsins hófst þegar hann var um 17 ára og hefur verið dæmdur fjórum sinnum og náðum sáttum sjö sinnum og þótti dómara því tveggja mánaða fangelsisvist hæfileg.

Fannst meðvitundarlaus í miðbæ Sauðárkróks

Eldri maður fannst meðvitundarlaus innanbæjar á Sauðárkróki rétt fyrir hádegið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglu að maðurinn hafi verið kaldur þegar komið var að honum.

Syngur Snjókorn falla í fyrsta sinn í áratugi

Þórhallur Sigurðsson leikari, sem Íslendingar þekkja best undir listamannsheitinu Laddi, flutti jólalagið Snjókorn falla í gær í fyrsta sinn opinberlega frá því að hann tók lagið upp á plötu fyrir um tuttugu árum síðan. Lagið verður flutt í þættinum Íslenski listinn sem sýndur er á morgun, en Vísir tekur forskot á sæluna og birtir lagið hér.

Vill að Bjarni dragi tillögu sína til baka

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði við upphaf Alþingis í dag að hún teldi réttast að Bjarni Benediktsson myndi draga til baka þingsályktunartillögu sína um að hætt yrði við málsókn gegn Geir Haarde.

Tóku kannabisplöntur og ofskynjunarsveppi

Lögreglan gerði húsleit á Akureyri í morgun þar sem hald var lagt á 25 kannabisplöntur auk tækja til ræktunar hjá manni á þrítugsaldri. Þá gerði lögreglan jafnframt tvær húsleitir í íbúð og iðnaðarhúsnæði á Akureyri að undangengnum úrskurði Héraðsdóm norðurlands eystra. Þar lagði lögreglan hald á 10 grömm af kannabisefnum og nokkurt magn af ofskynjunarsveppum.

45 milljónir settar árlega í að markaðssetja Reykjavík

Reykjavíkurborg ætlar að verja árlega 45 milljónum króna vegna stofnunar samstarfsvettvangs um markaðssetningu á Reykjavík sem alþjóðlegri ráðstefnu- og viðburðaborg. Fyrirhugað er að samstarfsvettvangurinn muni bera heitið Ráðstefnuborgin Reykjavík og árangurinn af samstarfinu verði metinn að þremur árum liðnum.

Express og Matthías fyrir dóm

Lögbannskrafa Iceland Express á að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri félagsins, notfæri sér reynslu sína í starfi hjá félaginu til að stofna nýtt fyrirtæki í flugrekstri verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Matthías var ráðinn forstjóri Iceland Express 1. janúar 2007. Honum var svo sagt upp í september síðastliðnum. Frá þeim tíma hefur hann unnið að stofnun nýs flugfélags sem hefur hlotið heitið WOW Air.

Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni

Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum.

Innbrot í verslun á Akureyri

Brotist var inn í verslun á Lónsbakkasvæðinu í útjaðri Akureyrar í nótt og þaðan stolið nokkrum dýrum raftækjum. Andvirði þýfisins hleypur á hundruðum þúsunda króna.

Sjá næstu 50 fréttir