Innlent

Fannst meðvitundarlaus í miðbæ Sauðárkróks

Frá lögreglustöðinni á Sauðárkróki
Frá lögreglustöðinni á Sauðárkróki
Eldri maður fannst meðvitundarlaus innanbæjar á Sauðárkróki rétt fyrir hádegið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglu að maðurinn hafi verið kaldur þegar komið var að honum.

Hafist var handa við að koma manninum til meðvitundar og þegar hann var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks var hann með litla meðvitund. Ekki er vitað um líðan mannsins, en varðstjóri býst við að maðurinn nái sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×