Innlent

Varað við hálku með kvöldinu

Talsverð  umferð hefur verið á Höfuðborgarsvæðinu í dag og biður lögreglan ökumenn um að vera vakandi þvi hálka getur myndast þegar líður tekur á kvöldið. „Einnig vill lögreglan brýna fyrir fólki að skilja ekki eftir lausamuni í bílum þegar verið að gera jólainnkaupin,“ segir í tilkynningu.

Tvö slys hafa verið í dag vegna hálku. Að sögn lögreglu rann tíu ára drengur til í hálku og fótbrotnaði  í frímínútum við Ártúnsskóla og síðan datt 3 ára drengur á leiksvæði við leikskólann Hagaborg og meiddist á fæti. Meiðslin voru þó ekki alvarleg.

„Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglunnar í dag en dúnúlpu var stolið af snaga við mötuneyti  í Seljaskóla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×