Innlent

Niðurgreiða starfsmenn með bótum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri og aðrir sem koma að samningnum undirrituðu hann formlega í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
Fréttablaðið/Vilhelm
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri og aðrir sem koma að samningnum undirrituðu hann formlega í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/Vilhelm
Tryggja á allt að 1.500 atvinnulausum störf með nýjum samstarfssamningi ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins.

Meðal þeirra úrræða sem grípa á til er að greiða andvirði atvinnuleysisbóta til fyrirtækja sem ráða fólk sem skráð er án atvinnu í allt að tólf mánuði.

„Flestir vita að atvinnuleysi, og þá sérstaklega langvinnt atvinnuleysi, getur haft skelfileg áhrif á einstaklinga. Atvinnuleysið hefur líka slæm áhrif á borgir, andann, drifkraftinn og auðvitað líka útsvarið,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar skrifað var undir samninginn.

Áherslan verður lögð á að skapa störf og önnur úrræði fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir lengi. Áætlað er að aðgerðirnar lækki meðalatvinnuleysið á komandi ári um 0,7 prósentustig.

Samkvæmt samningnum sem undirritaður var í gær eiga sveitarfélögin í landinu að skapa um helming þeirra starfa sem eiga að verða til, en fyrirtæki á almennum markaði hinn helminginn.

Þá á að skylda alla atvinnulausa til að sækja „atvinnumessur“ í febrúar til að hjálpa þeim að finna störf.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×