Innlent

Vill að Bjarni dragi tillögu sína til baka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði við upphaf þingfundar í dag að Bjarni Benediktsson myndi draga til baka þingsályktunartillögu sína um að hætt yrði við málsókn gegn Geir Haarde.

„Ég vona að þessi tillaga verði dregin til baka og Alþingi verði ekki sett í þá stöðu að taka afstöðu til þess hvort Alþingi eigi að gera tilraun til að gera íhlutun í mál sem það sjálft hefur komið í ferli og hefur kosið embætti saksóknara til að sinna því. Málið er samkvæmt lögum úr höndum Alþingis," sagði Oddný.

Töluverður hiti var í þingmönnum þegar rætt var um tillöguna, sem Bjarni Benediktsson lagði fram seint í gær. Fimmtán þingmenn tóku til máls um hana. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins styðja hana. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að mörg dæmi væru um mál sem Alþingi hefði hlutast um eftir meðferð í réttarkerfinu. Nefndi hann sem dæmi þegar Alþingi skipaði stjórnlagaráð eftir að Hæstiréttur hafði dæmt kosningarnar til stjórnlagaþings ólöglegar. „Þannig að það er fullt af dæmum þar sem Alþingi hefur ákveðið annað hvort að leiðrétta hluti eða breyta þeim," sagði Gunnar Bragi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×