Innlent

Auglýsa eftir eiganda páfagauks sem fannst ískaldur fyrir utan Hörpu

Páfagaukurinn fannst fyrir utan Hörpu.
Páfagaukurinn fannst fyrir utan Hörpu. mynd/sigurjón
„Við vorum bara að koma úr jólahlaðborði hérna í Hörpunni þegar við rákumst á hann," segir Áslaug Finnsdóttir, sem fann páfagauk fyrir utan Hörpuna nú fyrir stundu. Páfagaukurinn er grár og hvítur með blátt fallegt stél, að hennar sögn. Hún auglýsir eftir eigandanum en gaukurinn var mjög kaldur þegar Áslaug fann hann.

„Við náðum að króa hann af og hentum kápu yfir hann. Við fórum svo með hann inn í Hörpu í kápunni og fengum kassa," segir Áslaug. Hún segir að páfagauknum líði vel núna enda sé hann búinn að vera í heitum bíl í nokkrun tíma.

„Það er örugglega einhver sem vill nálgast hann," segir hún en þeir sem hafa einhverjar vísbendingar um hver eigandi páfagauksins er geta haft samband við Áslaugu í síma 664-8163.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×