Fleiri fréttir ÍR og Leiknir mætast í minningarleik um Hlyn Þór "Ég var hugsi um síðustu helgi og var að pæla hvað ég gæti gert til þess að heiðra minningu hans og fékk þessa hugmynd,“ segir Brynjar Ingi Erluson, vinur og fyrrum liðsfélagi Hlyns Þórs Sigurðssonar, sem lést á fóboltaæfingu á ÍR-vellinum fyrir tveimur árum. 23.11.2011 21:00 Ótrúlegt myndband af þjófum að ræna tölvuverslun Það tók þrjá þjófa einungis tuttugu sekúndur að stela átta tölvuskjám úr verslun í Kópavogi í nótt. Eigandinn segir þetta tuttugustu ránstilraunina á tveimur árum og ránsfengurinn sé líklegast kominn í hendur kaupenda nú þegar. 23.11.2011 19:51 Öryrkjar mótmæla skerðingu á kjörum Öryrkjabandalag Íslands mótmælir harðlega þeim alvarlegu skerðingum á kjörum öryrkja sem fyrirhugaðar eru af hálfu Ríkisstjórnar Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi aðalstjórnar ÖBÍ í dag. 23.11.2011 20:20 Vonir um risaolíulindir á Drekasvæðinu Niðurstöður sem Olíustofnun Noregs kynnti í gær sýna að berglögin á Jan Mayen-hryggnum eru þau sömu og á olíusvæðunum í Noregshafi. Norskir sérfræðingar telja líkur á risaolíulindum á Drekasvæðinu sem geymi stjarnfræðileg verðmæti. 23.11.2011 18:55 Sigmundur Ernir telur ekki þingmeirihluta fyrir kolefnisskatti Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ekki sé þingmeirihluti fyrir kolefnisskatti inni á Alþingi. Þetta kom fram í viðtali við hann í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 23.11.2011 18:10 17 milljóna króna lán í 140 milljónum árið 2047? „Ég er búinn að tapa öllum mínum peningum,“ segir Frosti Logason, útvarpsmaður í þættinum Harmageddon á Xinu 977. Hann segir að, ef það verði fimm prósent verðbólga hér á landi út lánstímann á 17 milljón króna láni sínu, sem hann tók árið 2006, verði hann búinn að borga bankanum 140 milljónir króna árið 2047. 23.11.2011 17:43 Finna flug með öðrum Finna á leiðir til að það fólk sem átti pantað flug með Iceland Express til Bandaríkjanna á morgun geti flogið með öðrum flugfélögum. Iceland Express ákvað á dögunum að hætta flugi til Bandaríkjanna. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, vill ekki gefa upp um hversu marga farþega er að ræða. "Við gefum það ekkert upp. Það er bara viðskiptamál," segir Heimir Már. 23.11.2011 15:37 Grunaðir um að hafa lokkað konu upp í bíl og nauðgað henni Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa nauðgað konu við Reykjavíkurflugvöll þann 16. október síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald yfir mönnunum til 16. desember næstkomandi. 23.11.2011 16:33 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum skotmanni Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að skotárás í Bryggjuhverfi þann átjánda nóvember síðastliðinn. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins en hinum þriðja hefur þegar verið sleppt. Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að sá sem um ræðir tengist árásinni. Hann skal sæta varðhalds fram til næstkomandi föstudags. 23.11.2011 15:30 ESB leggst ekki gegn ríkissölu áfengis Evrópusambandið mun ekki leggjast gegn einkasölu ríkisins á áfengi og tóbaki eins og hún er stunduð á Íslandi. Þetta kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á opnum fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag. 23.11.2011 15:23 Kveikt á Oslóar-trénu á sunnudaginn Ljósin verða tendruð á Oslóar-jólatrénu á Austurvelli á sunnudaginn kemur. Nú eru sextíu ár liðin frá því íbúar Oslóar færðu Reykvíkingum fyrsta tréð en það hefur ævinlega verið sett upp á Austurvelli og kveikt á því við hátíðlega athöfn fyrsta sunnudag í aðventu. Engin undantekning verður á því í ár og kemur Gunnar Halle trompetleikari frá Noregi fram sem sérstakur gestur Aðventuhátíðar og leikur hann undir jólasöng Dómkirkjukórsins klukkan 16:00, að undangengnum jólatónlistarflutningi Lúðrasveitar Reykjavíkur sem hefst kl. 15.30. 23.11.2011 14:36 Hafnfirskir unglingar gátu keypt tóbak á fjórum stöðum Ný könnun sem gerð var á tóbakssölustöðum í Hafnarfirði leiddi í ljós að unglingar gátu keypt sér tóbak á fjórum stöðum af þeim nítján sem kannaðir voru eða á um 20 prósent staðanna. Forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar stendur reglulega fyrir könnun af þessu tagi og nú fóru tveir unglingar úr 10. bekk á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa sígarettur. 23.11.2011 14:27 Peningaeiganda enn leitað Eigandi veskisins sem lögreglan auglýsti eftir í gær hafði enn ekki gefið sig fram fyrir hádegi í dag, samkvæmt upplýsingum Vísis. Fram kom á Vísi í gær að skilvís maður hefði komið með veskið á stöðina. 23.11.2011 14:17 Árni Johnsen: Byggingu Þorláksbúðar haldið áfram Haldið verður áfram við byggingu Þorláksbúðar í Skálholti en skyndifriðun húsafriðunarnefndar á Skálholti var synjað af menntamálaráðherra í gær. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hefur borist kæra vegna byggingaleyfis Þorláksbúðarfélagsins. 23.11.2011 12:10 Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna Rösklega 87% Íslendinga eru frekar eða mjög andvíg því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi. Um 12,7% eru frekar eða mjög fylgjandi. Samkvæmt könuninni fjölgar þeim sem eru andvígir lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi frá fyrri könnun MMR. Í nóvember í fyrra voru 83% andvígir lögleiðingu. Um þrefalt fleiri karlar eru hlynntir lögleiðingu fíkniefna en konur, eða 18% á móti 6%. 23.11.2011 11:53 Ólöglega staðið að ráðningu læknanema Heilbrigðisstofnun Suðurlands var óheimilt að ráða læknanema í sumarstarf fyrir milligöngu Félags læknanema. Læknanemi, sem ekki var í félaginu, kvartaði til Umboðsmanns eftir að ráðning hans var dregin til baka árið 2009 á þeirri forsendu að nemar yrðu einungis ráðnir fyrir milligöngu félagsins. 23.11.2011 11:33 Veðrið gengið niður á Hellisheiði Veður hefur nú gengið niður á Hellisheiði en öngþveiti skapaðist þar í morgun vegna óveðurs. Björgunarsveit var björgunarsveit kölluð út til að aðstoða ökumenn, sem lent höfðu í vandræðum, því lögreglumenn höfðu ekki undan. 23.11.2011 10:56 Jónas Jónasson látinn Jónas Jónasson útvarpsmaður lést í gær á líknadeild Landspítalans í Kópavogi. Hann var í faðmi allrar fjölskyldu sinnar þegar hann lést. Jónas starfaði hjá Ríkisútvarpinu um áratugaskeið og síðustu ár naut þáttur hans Kvöldgestir mikilla vinsælda. 23.11.2011 10:34 Gagnrýna díoxínmælingar vegna sorpbrennslu í Funa Bæjarráð Ísafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við niðurstöður Umhverfisstofnunar (UMST) og Matvælastofnunar (MAST) hvað varðar díoxínmælingar á jarðvegi í Engidal í Skutulsfirði. Ísfirðingar segja ósamræmi í niðurstöðum sem þurfi að skýra. Stofnanirnar segja að mælingar þeirra lúti ekki að sömu atriðum og því sé ekki um ósamræmi að ræða. 23.11.2011 10:15 Ríkisendurskoðun vill selja ESÍ Ríkisendurskoðun telur að rekstur Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) samrýmist illa dagbundnum og lögbundnu verkefni Seðlabankans. Stofnunin telur að endurmeta þurfi tilvist ESÍ. Þetta er ein þeirra athugasemd sem Ríkisendurskoðun setur fram í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings ársins 2010. Þar er lagt til „að Seðlabankinn íhugi hvort það væri ekki þágu hagsmuna hans að selja eignir félagsins eða félagið í heild til aðila sem sérhæfa sig í slíkri eignaumsýslu“. 23.11.2011 10:00 Algert öngþveiti á Hellisheiði Öngþveiti er orðið á Hellisheiði vegna óveðurs og er búið að kalla út björgunarsveit til að aðstoða ökumenn, sem lent hafa í vandræðum. Þónokkrir bílar hafa hafnað utan vegar, eru stopp í köntunum eða jafnvel út á miðjum vegi, en skyggni er afleitt, mjög hvasst í hviðum og vegurinn er flug háll. Þrátt fyrir mörg óhöpp hafa ekki borist fréttir af slysum, heldur ekki úr þrengslunum, þar sem tveir bílar ultu í morgun. Í athugun er að loka Hellisheiðinni á meðan veðrið gengur yfir. 23.11.2011 09:50 Þingmenn fræðast um eldvarnir Slökkviliðsmenn ætla að fræða alþingismenn og starfsfólk Alþingis um eldvarnir í hádeginu í dag. Fræðslan fer fram við þinghúsið og er liður í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðsmanna sem nú stendur yfir. Þingmenn fá fræðslu um mikilvægi reykskynjara og annars eldvarnabúnaðar og fá að spreyta sig á að slökkva elda undir leiðsögn slökkviliðsmanna. 23.11.2011 09:18 Fleiri kettir verða fyrir bíl Kattholti hafa borist óvenjumargar tilkynningar um ketti sem hafa orðið fyrir bíl og drepist það sem af er nóvembermánuði. Þegar hafa tólf kettir fundist dauðir án þess að hægt hafi verið að rekja þá til eigenda sinna. Til samanburðar voru slík tilvik fjögur talsins í október. 23.11.2011 09:15 Ungbarnadauði síst vandamál á Íslandi Tíðni ungbarnadauða var lægst á Íslandi af öllum ríkjum árið 2009. Þetta kemur fram í nýju riti Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hér á landi lést sem samsvarar 1,8 af 1.000 fæddum börnum. Meðaltal OECD landa var 4,4 börn en var 30 árið 1970. Börn með lága fæðingarþyngd (undir 2.500 grömmum) voru einnig hlutfallslega fæst hér á landi árið 2009 en 4,1 % nýfæddra barna voru í þeim hópi samanborið við 6,7% að meðaltali í OECD-ríkjum. 23.11.2011 09:13 Skotmenn voru með óeirðakylfu Bíll mannanna, sem stóðu að skotárás á bifreið í austurborginni síðastliðið föstudagskvöld er nú kominn í hendur lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á hann og við leit fannst í honum stór kylfa, ekki ósvipuð óeirðakylfum. Haglabyssan sem notuð var við árásina er hins vegar ófundin. 23.11.2011 09:00 Mestu endurbætur í 43 ára sögu laugarinnar Bakkar Laugardalslaugar eru nú sundurgrafnir og gestir þurfa að leggja lykkju á leið sína til að komast frá einum potti til annars. Þetta tímabundna óhagræði stafar af langmestu endurbótum í 43 ára sögu laugarinnar. 23.11.2011 08:30 Facebook-leikir eru skýrt brot á reglum Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. 23.11.2011 08:00 Opnar stofur í fimm löndum „Ég hef haft í svo ofboðslega miklu að snúast við að sinna verkefnum um víða veröld að mér þótti orðið skynsamlegast að færa út kvíarnar,“ segir arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir sem mun á næstunni stækka við sig með opnun skrifstofa í fimm löndum. 23.11.2011 07:30 Grímuklæddir þjófar brutust inn í tölvuverslun Þrír grímuklæddir þjófar brutust inn í tölvuverslun í Smárahverfi undri morgun og stálu þaðan átta tuttugu og fjögurra tommu tölvuskjám. 23.11.2011 07:28 Árekstur kostaði þrjú hross lífið Eitt hross drapst og tvö slösuðust svo alvarlega að það þurfti að aflífa þau, þegar bíl var ekið á þau á þjóðveginum á milli Ólafsvíkur og Rifs í gærkvöldi. 23.11.2011 07:26 Mikið þrumuveður gekk ekk inn á landið Mikið þrumuveður, sem geysaði suðaustur af landinu í gær, gekk ekki inn á landið eins og búist var við að það gerði í gærkvöldi. 23.11.2011 07:21 Mikið um ölvunar- og fíkniefnaakstur Ökumaður var tekinn úr umferð og sviftur ökuréttindum í Reykjavík í nótt vegna ölvunaraksturs. 23.11.2011 07:15 Aflaverðmætið eykst milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 98,8 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins 2011 samanborið við 92,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,4 milljarða króna eða 6,9 prósent á milli ára. 23.11.2011 07:00 Engar opinberar jólaskreytingar í Borgarnesi Engar jólakreytingar verða settar upp í Borgarnesi eða annarsstaðar í Borgarbyggð á vegum sveitaffélagsins fyrir næstu jól. 23.11.2011 06:59 Tillaga um Palestínu afgreidd úr nefnd Utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillögu um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu á fundi sínum í gærmorgun. Utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson lagði þingsályktunartillöguna fyrir Alþingi í síðasta mánuði. 23.11.2011 06:45 Forgangsatriði að draga úr brottfalli Mikið brottfall íslenskra framhaldsskólanema var til umræðu í vinnustofu sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir á Grand Hóteli í gær. Tók sendinefnd frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) þátt í vinnustofunni en fyrir þátttakendur var lagt minnisblað sem stofnunin hefur unnið í samvinnu við ráðuneytið um styrkleika og veikleika íslensks framhaldsskólanáms. 23.11.2011 06:00 Árstíðabundinn munur á verði Olíufélögin lækkuðu öll verðið á bensíni og dísilolíu í gær um tvær krónur á lítrann. 23.11.2011 06:00 Bein aflasala eykst töluvert Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 43,2 milljörðum króna og jókst um 14,9 prósent frá árinu 2010. 23.11.2011 05:00 Ísland verður að vera samkeppnishæft í kísiliðnaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist taka athugasemdir forsvarsmanna Íslenska kísilfélagsins alvarlega og að Ísland þurfi að vera samkeppnishæft þegar komi að kísiliðnaði. Magnús Garðarsson, forstjóri félagsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að kolefnisgjald, sem sé fyrirhugað í stjórnarfrumvarpi, setji áform þeirra um uppbyggingu verksmiðju í Helguvík í uppnám. 23.11.2011 04:00 Skrifuðu undir kjarasamning í kvöld Í dag var skrifað undir kjarasamning milli félags leikskólakennara og Sigöldu ehf, sem rekur leikskólann Aðalþing í Kópavog. 22.11.2011 21:00 Jónas heiðursborgari Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum í kvöld að gera Jónas Ingimundarson píanóleikara að heiðursborgara Kópavogs. Með því vill bæjarstjórn sýna honum þakklæti fyrir ómetanlegt starf í þágu tónlistar, menningar og tónlistaruppeldis, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 22.11.2011 20:55 Jólagjöfin í ár spjaldtölva - sambýliskona eiganda Epli.is í dómnefnd Jólagjöfin í ár verður spjaldtölva. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar um jólaverslunina, en sérstök jólagjafanefnd sér um að velja jólagjöf ársins. 22.11.2011 20:08 Bera kennsl á börnin og bjarga þeim Íslenskir lögreglumenn hafa frá og með morgundeginum aðgang að alþjóðlegum gagnagrunni Interpol með myndum af börnum sem hafa verið misnotuð kynferðislega. Markmiðið er að bera kennsl á börnin og bjarga þeim. 22.11.2011 19:38 Jón Gnarr vill fá að gefa saman hjón Borgarstjóri Reykjavíkur sótti í dag um undanþágu til innanríkisráðuneytisins til þess að fá að gefa saman hjón. Jón Gnarr segist reglulega fá fyrirspurnir um að gera slíkt, aðallega frá erlendum hommum. 22.11.2011 19:04 Íslensk fornrit leggja grunn að norskri ferðaþjónustu Fornsögum sem Íslendingar færðu í letur fyrir áttahundruð árum er haldið í heiðri í Noregi og þar rekin söfn og menningartengd ferðaþjónusta á grunni íslenska sagnaarfsins, sem Norðmenn telja reyndar vera sinn eigin sagnaarf. 22.11.2011 18:59 Sjá næstu 50 fréttir
ÍR og Leiknir mætast í minningarleik um Hlyn Þór "Ég var hugsi um síðustu helgi og var að pæla hvað ég gæti gert til þess að heiðra minningu hans og fékk þessa hugmynd,“ segir Brynjar Ingi Erluson, vinur og fyrrum liðsfélagi Hlyns Þórs Sigurðssonar, sem lést á fóboltaæfingu á ÍR-vellinum fyrir tveimur árum. 23.11.2011 21:00
Ótrúlegt myndband af þjófum að ræna tölvuverslun Það tók þrjá þjófa einungis tuttugu sekúndur að stela átta tölvuskjám úr verslun í Kópavogi í nótt. Eigandinn segir þetta tuttugustu ránstilraunina á tveimur árum og ránsfengurinn sé líklegast kominn í hendur kaupenda nú þegar. 23.11.2011 19:51
Öryrkjar mótmæla skerðingu á kjörum Öryrkjabandalag Íslands mótmælir harðlega þeim alvarlegu skerðingum á kjörum öryrkja sem fyrirhugaðar eru af hálfu Ríkisstjórnar Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi aðalstjórnar ÖBÍ í dag. 23.11.2011 20:20
Vonir um risaolíulindir á Drekasvæðinu Niðurstöður sem Olíustofnun Noregs kynnti í gær sýna að berglögin á Jan Mayen-hryggnum eru þau sömu og á olíusvæðunum í Noregshafi. Norskir sérfræðingar telja líkur á risaolíulindum á Drekasvæðinu sem geymi stjarnfræðileg verðmæti. 23.11.2011 18:55
Sigmundur Ernir telur ekki þingmeirihluta fyrir kolefnisskatti Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ekki sé þingmeirihluti fyrir kolefnisskatti inni á Alþingi. Þetta kom fram í viðtali við hann í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 23.11.2011 18:10
17 milljóna króna lán í 140 milljónum árið 2047? „Ég er búinn að tapa öllum mínum peningum,“ segir Frosti Logason, útvarpsmaður í þættinum Harmageddon á Xinu 977. Hann segir að, ef það verði fimm prósent verðbólga hér á landi út lánstímann á 17 milljón króna láni sínu, sem hann tók árið 2006, verði hann búinn að borga bankanum 140 milljónir króna árið 2047. 23.11.2011 17:43
Finna flug með öðrum Finna á leiðir til að það fólk sem átti pantað flug með Iceland Express til Bandaríkjanna á morgun geti flogið með öðrum flugfélögum. Iceland Express ákvað á dögunum að hætta flugi til Bandaríkjanna. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, vill ekki gefa upp um hversu marga farþega er að ræða. "Við gefum það ekkert upp. Það er bara viðskiptamál," segir Heimir Már. 23.11.2011 15:37
Grunaðir um að hafa lokkað konu upp í bíl og nauðgað henni Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa nauðgað konu við Reykjavíkurflugvöll þann 16. október síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald yfir mönnunum til 16. desember næstkomandi. 23.11.2011 16:33
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum skotmanni Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að skotárás í Bryggjuhverfi þann átjánda nóvember síðastliðinn. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins en hinum þriðja hefur þegar verið sleppt. Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að sá sem um ræðir tengist árásinni. Hann skal sæta varðhalds fram til næstkomandi föstudags. 23.11.2011 15:30
ESB leggst ekki gegn ríkissölu áfengis Evrópusambandið mun ekki leggjast gegn einkasölu ríkisins á áfengi og tóbaki eins og hún er stunduð á Íslandi. Þetta kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á opnum fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag. 23.11.2011 15:23
Kveikt á Oslóar-trénu á sunnudaginn Ljósin verða tendruð á Oslóar-jólatrénu á Austurvelli á sunnudaginn kemur. Nú eru sextíu ár liðin frá því íbúar Oslóar færðu Reykvíkingum fyrsta tréð en það hefur ævinlega verið sett upp á Austurvelli og kveikt á því við hátíðlega athöfn fyrsta sunnudag í aðventu. Engin undantekning verður á því í ár og kemur Gunnar Halle trompetleikari frá Noregi fram sem sérstakur gestur Aðventuhátíðar og leikur hann undir jólasöng Dómkirkjukórsins klukkan 16:00, að undangengnum jólatónlistarflutningi Lúðrasveitar Reykjavíkur sem hefst kl. 15.30. 23.11.2011 14:36
Hafnfirskir unglingar gátu keypt tóbak á fjórum stöðum Ný könnun sem gerð var á tóbakssölustöðum í Hafnarfirði leiddi í ljós að unglingar gátu keypt sér tóbak á fjórum stöðum af þeim nítján sem kannaðir voru eða á um 20 prósent staðanna. Forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar stendur reglulega fyrir könnun af þessu tagi og nú fóru tveir unglingar úr 10. bekk á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa sígarettur. 23.11.2011 14:27
Peningaeiganda enn leitað Eigandi veskisins sem lögreglan auglýsti eftir í gær hafði enn ekki gefið sig fram fyrir hádegi í dag, samkvæmt upplýsingum Vísis. Fram kom á Vísi í gær að skilvís maður hefði komið með veskið á stöðina. 23.11.2011 14:17
Árni Johnsen: Byggingu Þorláksbúðar haldið áfram Haldið verður áfram við byggingu Þorláksbúðar í Skálholti en skyndifriðun húsafriðunarnefndar á Skálholti var synjað af menntamálaráðherra í gær. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hefur borist kæra vegna byggingaleyfis Þorláksbúðarfélagsins. 23.11.2011 12:10
Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna Rösklega 87% Íslendinga eru frekar eða mjög andvíg því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi. Um 12,7% eru frekar eða mjög fylgjandi. Samkvæmt könuninni fjölgar þeim sem eru andvígir lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi frá fyrri könnun MMR. Í nóvember í fyrra voru 83% andvígir lögleiðingu. Um þrefalt fleiri karlar eru hlynntir lögleiðingu fíkniefna en konur, eða 18% á móti 6%. 23.11.2011 11:53
Ólöglega staðið að ráðningu læknanema Heilbrigðisstofnun Suðurlands var óheimilt að ráða læknanema í sumarstarf fyrir milligöngu Félags læknanema. Læknanemi, sem ekki var í félaginu, kvartaði til Umboðsmanns eftir að ráðning hans var dregin til baka árið 2009 á þeirri forsendu að nemar yrðu einungis ráðnir fyrir milligöngu félagsins. 23.11.2011 11:33
Veðrið gengið niður á Hellisheiði Veður hefur nú gengið niður á Hellisheiði en öngþveiti skapaðist þar í morgun vegna óveðurs. Björgunarsveit var björgunarsveit kölluð út til að aðstoða ökumenn, sem lent höfðu í vandræðum, því lögreglumenn höfðu ekki undan. 23.11.2011 10:56
Jónas Jónasson látinn Jónas Jónasson útvarpsmaður lést í gær á líknadeild Landspítalans í Kópavogi. Hann var í faðmi allrar fjölskyldu sinnar þegar hann lést. Jónas starfaði hjá Ríkisútvarpinu um áratugaskeið og síðustu ár naut þáttur hans Kvöldgestir mikilla vinsælda. 23.11.2011 10:34
Gagnrýna díoxínmælingar vegna sorpbrennslu í Funa Bæjarráð Ísafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við niðurstöður Umhverfisstofnunar (UMST) og Matvælastofnunar (MAST) hvað varðar díoxínmælingar á jarðvegi í Engidal í Skutulsfirði. Ísfirðingar segja ósamræmi í niðurstöðum sem þurfi að skýra. Stofnanirnar segja að mælingar þeirra lúti ekki að sömu atriðum og því sé ekki um ósamræmi að ræða. 23.11.2011 10:15
Ríkisendurskoðun vill selja ESÍ Ríkisendurskoðun telur að rekstur Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) samrýmist illa dagbundnum og lögbundnu verkefni Seðlabankans. Stofnunin telur að endurmeta þurfi tilvist ESÍ. Þetta er ein þeirra athugasemd sem Ríkisendurskoðun setur fram í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings ársins 2010. Þar er lagt til „að Seðlabankinn íhugi hvort það væri ekki þágu hagsmuna hans að selja eignir félagsins eða félagið í heild til aðila sem sérhæfa sig í slíkri eignaumsýslu“. 23.11.2011 10:00
Algert öngþveiti á Hellisheiði Öngþveiti er orðið á Hellisheiði vegna óveðurs og er búið að kalla út björgunarsveit til að aðstoða ökumenn, sem lent hafa í vandræðum. Þónokkrir bílar hafa hafnað utan vegar, eru stopp í köntunum eða jafnvel út á miðjum vegi, en skyggni er afleitt, mjög hvasst í hviðum og vegurinn er flug háll. Þrátt fyrir mörg óhöpp hafa ekki borist fréttir af slysum, heldur ekki úr þrengslunum, þar sem tveir bílar ultu í morgun. Í athugun er að loka Hellisheiðinni á meðan veðrið gengur yfir. 23.11.2011 09:50
Þingmenn fræðast um eldvarnir Slökkviliðsmenn ætla að fræða alþingismenn og starfsfólk Alþingis um eldvarnir í hádeginu í dag. Fræðslan fer fram við þinghúsið og er liður í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðsmanna sem nú stendur yfir. Þingmenn fá fræðslu um mikilvægi reykskynjara og annars eldvarnabúnaðar og fá að spreyta sig á að slökkva elda undir leiðsögn slökkviliðsmanna. 23.11.2011 09:18
Fleiri kettir verða fyrir bíl Kattholti hafa borist óvenjumargar tilkynningar um ketti sem hafa orðið fyrir bíl og drepist það sem af er nóvembermánuði. Þegar hafa tólf kettir fundist dauðir án þess að hægt hafi verið að rekja þá til eigenda sinna. Til samanburðar voru slík tilvik fjögur talsins í október. 23.11.2011 09:15
Ungbarnadauði síst vandamál á Íslandi Tíðni ungbarnadauða var lægst á Íslandi af öllum ríkjum árið 2009. Þetta kemur fram í nýju riti Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hér á landi lést sem samsvarar 1,8 af 1.000 fæddum börnum. Meðaltal OECD landa var 4,4 börn en var 30 árið 1970. Börn með lága fæðingarþyngd (undir 2.500 grömmum) voru einnig hlutfallslega fæst hér á landi árið 2009 en 4,1 % nýfæddra barna voru í þeim hópi samanborið við 6,7% að meðaltali í OECD-ríkjum. 23.11.2011 09:13
Skotmenn voru með óeirðakylfu Bíll mannanna, sem stóðu að skotárás á bifreið í austurborginni síðastliðið föstudagskvöld er nú kominn í hendur lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á hann og við leit fannst í honum stór kylfa, ekki ósvipuð óeirðakylfum. Haglabyssan sem notuð var við árásina er hins vegar ófundin. 23.11.2011 09:00
Mestu endurbætur í 43 ára sögu laugarinnar Bakkar Laugardalslaugar eru nú sundurgrafnir og gestir þurfa að leggja lykkju á leið sína til að komast frá einum potti til annars. Þetta tímabundna óhagræði stafar af langmestu endurbótum í 43 ára sögu laugarinnar. 23.11.2011 08:30
Facebook-leikir eru skýrt brot á reglum Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. 23.11.2011 08:00
Opnar stofur í fimm löndum „Ég hef haft í svo ofboðslega miklu að snúast við að sinna verkefnum um víða veröld að mér þótti orðið skynsamlegast að færa út kvíarnar,“ segir arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir sem mun á næstunni stækka við sig með opnun skrifstofa í fimm löndum. 23.11.2011 07:30
Grímuklæddir þjófar brutust inn í tölvuverslun Þrír grímuklæddir þjófar brutust inn í tölvuverslun í Smárahverfi undri morgun og stálu þaðan átta tuttugu og fjögurra tommu tölvuskjám. 23.11.2011 07:28
Árekstur kostaði þrjú hross lífið Eitt hross drapst og tvö slösuðust svo alvarlega að það þurfti að aflífa þau, þegar bíl var ekið á þau á þjóðveginum á milli Ólafsvíkur og Rifs í gærkvöldi. 23.11.2011 07:26
Mikið þrumuveður gekk ekk inn á landið Mikið þrumuveður, sem geysaði suðaustur af landinu í gær, gekk ekki inn á landið eins og búist var við að það gerði í gærkvöldi. 23.11.2011 07:21
Mikið um ölvunar- og fíkniefnaakstur Ökumaður var tekinn úr umferð og sviftur ökuréttindum í Reykjavík í nótt vegna ölvunaraksturs. 23.11.2011 07:15
Aflaverðmætið eykst milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 98,8 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins 2011 samanborið við 92,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,4 milljarða króna eða 6,9 prósent á milli ára. 23.11.2011 07:00
Engar opinberar jólaskreytingar í Borgarnesi Engar jólakreytingar verða settar upp í Borgarnesi eða annarsstaðar í Borgarbyggð á vegum sveitaffélagsins fyrir næstu jól. 23.11.2011 06:59
Tillaga um Palestínu afgreidd úr nefnd Utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillögu um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu á fundi sínum í gærmorgun. Utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson lagði þingsályktunartillöguna fyrir Alþingi í síðasta mánuði. 23.11.2011 06:45
Forgangsatriði að draga úr brottfalli Mikið brottfall íslenskra framhaldsskólanema var til umræðu í vinnustofu sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir á Grand Hóteli í gær. Tók sendinefnd frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) þátt í vinnustofunni en fyrir þátttakendur var lagt minnisblað sem stofnunin hefur unnið í samvinnu við ráðuneytið um styrkleika og veikleika íslensks framhaldsskólanáms. 23.11.2011 06:00
Árstíðabundinn munur á verði Olíufélögin lækkuðu öll verðið á bensíni og dísilolíu í gær um tvær krónur á lítrann. 23.11.2011 06:00
Bein aflasala eykst töluvert Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 43,2 milljörðum króna og jókst um 14,9 prósent frá árinu 2010. 23.11.2011 05:00
Ísland verður að vera samkeppnishæft í kísiliðnaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist taka athugasemdir forsvarsmanna Íslenska kísilfélagsins alvarlega og að Ísland þurfi að vera samkeppnishæft þegar komi að kísiliðnaði. Magnús Garðarsson, forstjóri félagsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að kolefnisgjald, sem sé fyrirhugað í stjórnarfrumvarpi, setji áform þeirra um uppbyggingu verksmiðju í Helguvík í uppnám. 23.11.2011 04:00
Skrifuðu undir kjarasamning í kvöld Í dag var skrifað undir kjarasamning milli félags leikskólakennara og Sigöldu ehf, sem rekur leikskólann Aðalþing í Kópavog. 22.11.2011 21:00
Jónas heiðursborgari Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum í kvöld að gera Jónas Ingimundarson píanóleikara að heiðursborgara Kópavogs. Með því vill bæjarstjórn sýna honum þakklæti fyrir ómetanlegt starf í þágu tónlistar, menningar og tónlistaruppeldis, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 22.11.2011 20:55
Jólagjöfin í ár spjaldtölva - sambýliskona eiganda Epli.is í dómnefnd Jólagjöfin í ár verður spjaldtölva. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar um jólaverslunina, en sérstök jólagjafanefnd sér um að velja jólagjöf ársins. 22.11.2011 20:08
Bera kennsl á börnin og bjarga þeim Íslenskir lögreglumenn hafa frá og með morgundeginum aðgang að alþjóðlegum gagnagrunni Interpol með myndum af börnum sem hafa verið misnotuð kynferðislega. Markmiðið er að bera kennsl á börnin og bjarga þeim. 22.11.2011 19:38
Jón Gnarr vill fá að gefa saman hjón Borgarstjóri Reykjavíkur sótti í dag um undanþágu til innanríkisráðuneytisins til þess að fá að gefa saman hjón. Jón Gnarr segist reglulega fá fyrirspurnir um að gera slíkt, aðallega frá erlendum hommum. 22.11.2011 19:04
Íslensk fornrit leggja grunn að norskri ferðaþjónustu Fornsögum sem Íslendingar færðu í letur fyrir áttahundruð árum er haldið í heiðri í Noregi og þar rekin söfn og menningartengd ferðaþjónusta á grunni íslenska sagnaarfsins, sem Norðmenn telja reyndar vera sinn eigin sagnaarf. 22.11.2011 18:59