Innlent

Árekstur kostaði þrjú hross lífið

Eitt hross drapst og tvö slösuðust svo alvarlega að það þurfti að aflífa þau, þegar bíl var ekið á þau á þjóðveginum á milli Ólafsvíkur og Rifs í gærkvöldi.

Ökumaður bilsins, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur en var mikið brugðið.  Bíllinn er hinsvegar stór skemmdur, ef ekki ónýtur. Slæmt skyggni var þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×