Innlent

Mikið um ölvunar- og fíkniefnaakstur

Ökumaður var tekinn úr umferð og sviftur ökuréttindum í Reykjavík í nótt vegna ölvunaraksturs.

Annars voru fjórtán ölvaðir ökumenn teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina og fimm fyrir fíkniefnaakstur. Þar af var einn aðeins 15 ára og því réttindalaus, en þetta var þó í annað skiptið sem hann var tekinn fyrir fíkniefnaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×