Fleiri fréttir

Muna að festa trampólínin í kvöld

Leiðindaveðri er spáð á höfuðborgarsvæðinu og vill lögreglan minna fólk á að festa lausamuni eða koma þeim í skjól. Þetta á ekki síst við um trampólín en þau eiga það til að fjúka þegar hvessir. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhringinn eru vaxandi austanátt og rigning, 8-15 í kvöld en 13-18 í nótt. Suðlægari 13-20 og skúrir á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Ísland getur skipað sér í fremstu röð sem grænt hagkerfi

Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er ein af niðurstöðum nefndar Alþingis um eflingu græns hagkerfis, sem kynnti skýrslu sína á fréttamannafundi í dag.

Ragnhildur Gísladóttir á Norrænum músíkdögum

Ragnhildur Gísladóttir söngkona, Sólrún Sumarliðadóttir sellóleikari úr Aaminu og Hafdís Bjarnadóttir, jazzgítarleikari, spila frumsamin tónverk og hljóðgjörninga á Norrænum músíkdögum í Eldborg í Hörpu í næstu viku.

Rosalegt verkefni framundan

„Það er rosalegt verkefni framundan. Þetta eru fjörtíu milljónir sem mig vantar og ég er bara rétt kominn yfir þrjár," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Guðmundur Felix hefur vakið töluverða athygli undanfarið eftir að hann greindi frá því að hann eygði möguleika á því að fá græddar á sig hendur.

Garðsapótek ódýrast

Garðsapótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum landsins mánudaginn 26. september. Árbæjarapótek Hraunbæ var oftast með hæsta verðið í könnuninni.

Kröfuganga lögreglumanna að hefjast

Lögreglumenn eru þessa stundina að safnast saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu þaðan sem þeir munu halda í kröfugöngu að fjármálaráðuneytinu. Eins og kunnugt er urðu lögreglumenn svekktir og reiðir eftir að gerðardómur kvað upp úrskurð í kjaradeilu þeirra við ríkisvaldið. Telja þeir sig ekki hafa náð frummarkmiði sínu sem var að laun þeirra myndu hækka til samræmis við viðmiðunarstéttir. Óeirðarhópur lögreglunnar er óstarfhæfur vegna þessarar óánægju lögreglunnar með kjör sín.

Tollarar standa með löggunum

Tollvarðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Landsambands Lögreglumanna. Í yfirlýsingu á vef tollvarða segir að þeir hafi upplifað sömu „óbilgirni frá ríkisvaldinu“ eins og aðrar starfstéttir sem ekki hafa verkfallsrétt.

19 prósent erlendra ferðamanna komu með Iceland Express

Heildarfarþegafjöldi með Iceland Express hefur aukist um 25,6 prósent fyrstu átta mánuði ársins. 77.100 erlendir ferðamenn komu til Íslands með félaginu, eða um 19 prósent þeirra 406 þúsund útendinga sem komu til landsins með flugi á þessu tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express.

Kokkalandsliðið undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana

Íslenska kokkalandsliðið heldur sinn árlega styrktarkvöldverð á Lava Restaurant í Bláa lóninu annað kvöld. Kvöldverðurinn er undirbúningur kokkalandsliðsins fyrir „Culinary Olympics", en það eru Ólympíuleikar í matreiðslu sem fara fram á næsta ári.

Björn Valur kjörinn þingflokksformaður VG

Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur verið kjörinn þingflokksformaður og tekur hann við af Þuríði Backman sem gegnt hefur stöðunni frá í Apríl.

Loðnuleit Hafró hætt vegna verkfalls

Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar hefur verið hætt í miðju kafi vegna verkfalls undirmanna á Hafrannsóknaskipunum, sem hófst í gær. Sjómenn og útvegsmenn segja það bagalegt þar sem loðnuveiðar mega hefjast um mánaðamótin.

Vilja endurskrifa fiskveiðistjórnunarfrumvarpið fyrir ráðherra

Formaður og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis hafa lýst sig reiðubúna til þess að skrifa frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu upp að nýju í umboði ráðherra. Segja þær fordæmi fyrir þessu, meðal annars við smíði frumvarpa í stjórnarráðin.

Sextíu manna franskt tökulið á Reykhólum

Um sextíu manna lið leikara, og kvikmyndatökufólks er þessa dagana við tökur á frönsku myndinni Le saveur du palais. Það er kvikmynd í fullri lengd, eftir því sem fram kemur á vef Reykhólasveitar en aðalhlutverk leikur Catherine Frot. Upptökurnar fara fram við höfnina á Stað á Reykjanesi og hvílir mikil leynd yfir því verki. Öryggisverðir sjá til þess að engir óviðkomandi komi nálægt tökusvæðinu og myndatökur eru bannaðar. Skip með pramma í eftirdragi kom í Reykhólahöfn í gær með leikmyndina sem notuð er. Gert er ráð fyrir að um tuttugu Íslendingar úr Leikfélaginu Skugga leiki smáhlutverk.

Nesat mættur til Hong Kong

Fellibylurinn Nesat sem gekk yfir Filippseyjar í vikunni gengur nú yfir Hong Kong. Skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað í borginni en miklar rigningar fylgja óveðrinu. Þá er kauphöllin í borginni einnig lokuð.

Borgarísjakinn strandaði undir Stigahlíð

Borgarísjakinn, sem hefur verið á reki út af Ísafjarðardjúpi síðustu daga og myndir voru af í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, er strandaður undir Stigahlíð við sunnanvert Ísafjarðardjúp.

Lögreglumenn fara í kröfugöngu klukkan tvö

Lögreglumenn hafa boðað til kröfugöngu til þess að mótmæla kjörum sínum. Safnast verður saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu klukkan tvö og þaðan gengið fylktu liði að fjármálaráðuneytinu.

Merkel stendur í ströngu

Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur frammi fyrir þolraun í dag þegar þýskir þingmenn greiða atkvæði um hvort styrkja eigi björgunarsjóð Evrópusambandsins.

Brotist inn í þrjú fyrirtæki

Brotist var inn í þrjú fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eitt í Höfðahverfi, annað í Smáranum og það þriðja í Árbæjarhverfi. Þjófarnir komust undan í öllum tilvikum og eru ófundnir, en lögregla rannsakar nú hverju var stolið á hverjum stað. Að örðu leiti var rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, líkt og víðast annarsstaðar á landinu.

Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra

Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda.

Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum

Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi.

Fjölmiðlar ekki rannsakendur

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða.

Mótmæla frekari niðurskurði

Stjórn Læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir að frekari skerðing á fjárframlögum til stofnunarinnar muni leiða til skertrar grunnþjónustu á Suðurlandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í gær.

Innkaup löggæslustofnana skoðuð í ráðuneytinu

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra varar við því að menn hrapi að ályktunum í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana. Málið sé til skoðunar í ráðuneytinu.

Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns

Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum.

Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar

„Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu.

Taser-tækin fækka meiðslum

Rétt notkun á Taser-byssum er jafn hættulítil eða hættuminni en aðrir valkostir við valdbeitingu lögreglu. Hún hefur ótvíræða kosti við að fækka meiðslum á lögreglumönnum, sem og brotamönnum.

Skylda okkar að vinna í Útsvari

„Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu.

Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði.

Þjóðbúningur á tískutvíæringi

„Ég ákvað að taka fyrir faldbúninginn og karlbúninginn og sjá hvernig þessir heilögu íslensku búningar koma út í táknrænum amerískum efnum, það er í gallaefni og köflóttu hefðbundnu efni,“ segir Ragna Fróða hönnuður, sem bregður á leik með íslenska þjóðbúninginn á Norræna tískutvíæringnum í Seattle á morgun.

Nærri 400 kvartanir borist í ár

Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis hefur fjölgað verulega á árinu. Embættið hefur fengið fleiri kvartanir það sem af er ári en allt árið í fyrra, en þá bárust um 370 kvartanir.

Mikilvægt að sátt náist í kjaradeilu

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir mikilvægt að kjaradeila lögreglumanna verði sett í ferli sem leiði til sáttar. Það verði hins vegar ekki gert á einu andartaki.

Innbrotspar var dæmt í fangelsi

Kona á þrítugsaldri og karlmaður á fertugsaldri hafa verið dæmd fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot. Hann skal sæta fangelsi í sex mánuði en hún var fékk sextíu daga skilorðsbundið fangelsi.

Maðurinn fundinn

Búið er að finna mann sem leitað var í Reykjadal skammt frá Hveragerði. Maðurinn týndist fyrr í dag en björgunarsveitir Slysavarnafélags Landsbjargar á Suðurlandi fundu manninn skömmu fyrir ellefu í kvöld. Maðurinn er heill á húfi.

Manns leitað í Reykjadal

Nú stendur yfir leit að manni sem saknað er í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi, sem og hundateymi, hafa verið kallaðar út þar sem maðurinn er illa búinn og ekki kunnugur staðháttum.

Öllu starfsfólki Kringlubíós sagt upp

„Það er verið að semja upp á nýtt,“ segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, en fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki Kringlubíós í dag. Þar starfa 30 manns.

Þór væntanlegur eftir mánuð

Nýja varðskipið Þór lagði af stað heim frá skipasmíðastöð í Síle í dag. Leiðin liggur upp með Suður-Ameríku, gegnum Panamaskurðinn, upp til Boston og þaðan til Halifax í Kanada en skipið er væntanleg hingað til lands eftir mánuð.

Óeirðasveit lögreglunnar óstarfhæf

Óeirðasveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er óstarfhæf eftir að yfirgnæfandi meirihluti sveitarmanna ákvað að segja sig úr sveitinni síðdegis í dag. Áhyggjuefni segir innanríkisráðherra.

Hefur áhyggjur af vaxandi einelti á Suðurnesjum

Framkvæmdarstjóri Olweusar-áætlunarinnar á Íslandi hefur áhyggjur af vaxandi einelti á suðurnesjum og kallaði meðal annars fræðslustjóra á sinn fund í vor. Hann segir þó mikla faglega vinnu hafa farið í gang í grunnskólanum í Sandgerði, eftir að ellefu ára drengur sem var fórnarlamb eineltis svipti sig lífi.

Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir

Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir.

Fundu fyrir einkennum sex mánuðum eftir eldgosið

Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði nokkur áhrif á líðan fólks á gossvæðinu. Þegar hálft ár var liðið frá gosinu fundu íbúar þar nálægt bæði fyrir einkennum í öndunarfærum og streitu. Þetta sýnir ný rannsókn.

Einar Karl verður ríkislögmaður

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Einar Karl Hallvarðsson, hæstaréttarlögmann, í embætti ríkislögmanns til fimm ára.

Mikið um að bílar bakki á hvern annan

Í dag hafa orðið vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu , þar sem starfsmenn árekstur.is hafa komið á vettvang og aðstoðað ökumenn.

Sjá næstu 50 fréttir