Innlent

Rosalegt verkefni framundan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Felix Grétarsson safnar fyrir höndum.
Guðmundur Felix Grétarsson safnar fyrir höndum. Mynd/ ÞÖK.
„Það er rosalegt verkefni framundan. Þetta eru fjörtíu milljónir sem mig vantar og ég er bara rétt kominn yfir þrjár," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Guðmundur Felix hefur vakið töluverða athygli undanfarið eftir að hann greindi frá því að hann eygði möguleika á því að fá græddar á sig hendur.

Guðmundur missti báðar hendurnar fyrir mörgum árum. Nú er honum ekkert að vanbúnaði að fá græddar hendurnar annað en peningarnir, því aðgerðin er ekki niðurgreidd. „Það er bara peningahliðin og þá er karlinn kominn með lúkur," segir Guðmundur Felix.

Hann hefur því opnað vefsíðu þar sem fólk getur styrkt hann og skoðað bloggið hans, eða það sem hann kallar goggið, því að hann pikkar á tölvuna með blýanti sem hann heldur á með munninum. Guðmundur Felix segir að síðan verði opin þar til markmiðinu er náð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×