Innlent

Öllu starfsfólki Kringlubíós sagt upp

Kringlan er að semja við Sambíóin um áframhaldandi leigusamning.
Kringlan er að semja við Sambíóin um áframhaldandi leigusamning.
„Það er verið að semja upp á nýtt,“ segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, en fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki Kringlubíós í dag. Þar starfa 30 manns.

Ástæðan fyrir því að öllum var sagt upp var vegna þess að leigusamningur bíófyrirtæksisins við Kringluna er við það að renna út.

Kringlubíó hefur verið í Kringlunni síðan árið 1997. Samningurinn var því til þrettán ára og nú er kominn tími til þess að semja upp á nýtt.

„Við erum vongóðir um að ná samningum,“ segir Alfreð en nýlega var mikil kvikmyndahátíð í Kringlubíói auk þess sem þar eru beinar útsendingar frá klassískum viðburðum sem hafa mælst vel hjá almenningi.

Alfreð segir að starfsmennirnir verði endurráðnir náist samningar en leigusamningurinn rennur út um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×