Innlent

Sextíu manna franskt tökulið á Reykhólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Catherine Frot leikur aðalhlutverkið í myndinni.
Catherine Frot leikur aðalhlutverkið í myndinni. Mynd/ AFP.
Um sextíu manna lið leikara, og kvikmyndatökufólks er þessa dagana við tökur á frönsku myndinni Le saveur du palais. Það er kvikmynd í fullri lengd, eftir því sem fram kemur á vef Reykhólasveitar en aðalhlutverk leikur Catherine Frot. Upptökurnar fara fram við höfnina á Stað á Reykjanesi og hvílir mikil leynd yfir því verki. Öryggisverðir sjá til þess að engir óviðkomandi komi nálægt tökusvæðinu og myndatökur eru bannaðar. Skip með pramma í eftirdragi kom í Reykhólahöfn í gær með leikmyndina sem notuð er. Gert er ráð fyrir að um tuttugu Íslendingar úr Leikfélaginu Skugga leiki smáhlutverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×