Innlent

Loðnuleit Hafró hætt vegna verkfalls

Mynd/Hari
Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar hefur verið hætt í miðju kafi vegna verkfalls undirmanna á Hafrannsóknaskipunum, sem hófst í gær. Sjómenn og útvegsmenn segja það bagalegt þar sem loðnuveiðar mega hefjast um mánaðamótin.

Bæði skip Hafrannsóknastofnunar liggja nú bundin við bryggju í Reykjavíkurhöfn eftir að verkfallið hófst og nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður, eftir eftir að sá síðasti fór út um þúfur í fyrradag.

Kjaradeilu yfirmanna á skipunum er einnig hjá Ríkissáttasemjara, eftir að þeir vísuðu henni til sáttasemjara í fyrradag, en þeir hafa ekki boðað verkfall.-Bæði skipin voru í sameiginlegu haustralli og loðnuleit, en hagsmunahópar biðu spenntir eftir niðurstöðu úr þeirri leit þar sem veiðarnar mega hefjast á laugardaginn, en veiðihorfur enn óljósar.

Samningamenn undirmanna á skipunum og ríkisins eru sammála um að að deilan sé í erfiðum hnút og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×