Innlent

Merkel stendur í ströngu

Mynd/AP
Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur frammi fyrir þolraun í dag þegar þýskir þingmenn greiða atkvæði um hvort styrkja eigi björgunarsjóð Evrópusambandsins.

Málið er sagt afar erfitt fyrir Merkel en hluti þeirra þingmanna sem mynda meirihlutann á þýska þinginu eru sagðir á móti því að dæla meiri peningum inn í sjóðinn til þess að aðstoða veikburða ríki á borð við Grikkland.

Þó er búist við því að breytingin verði samþykkt en að það verði naumt og Merkel gæti þurft að reiða sig á stuðning vinstrimanna á þingi sem eru í stjórnarandstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×