Innlent

19 prósent erlendra ferðamanna komu með Iceland Express

Heildarfarþegafjöldi með Iceland Express hefur aukist um 25,6 prósent fyrstu átta mánuði ársins. 77.100 erlendir ferðamenn komu til Íslands með félaginu, eða um 19 prósent þeirra 406 þúsund útendinga sem komu til landsins með flugi á þessu tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express.

Þar segir að, ef tekið er mið af útreikningum Hagstofu Íslands, megi áætla að þeir hafi skapað öðrum fyrirtækjum en félaginu sjálfum 6,6 milljarða króna í tekjur á umræddu tímabili.

Þá var met slegið í stundvísi hjá flugfélaginu dagana 20. til 26. september, en þá fóru 96,7 prósent flugvéla félagsins á áætluðum tíma frá Keflavík. En það eru flugvélar sem fara á innan við 15 mínútum frá auglýstum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×