Innlent

Mikið um að bílar bakki á hvern annan

Árekstur.is. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Árekstur.is. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Í dag hafa orðið vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu , þar sem starfsmenn árekstur.is hafa komið á vettvang og aðstoðað ökumenn.

Athygli vekur að mikið hefur verið um það undanfarna daga að þeir ökumenn sem hafa ekið á kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar hafa ekið af vettvangi án þess að sinna skyldum sínum skv. umferðarlögum.

Þá má einnig geta þess að nokkuð  mikið hefur verið  um árekstra milli bifreiða þegar báðir ökumenn hafa verið að bakka út úr bifreiðastæðum á bifreiðaplönum.

Síðdegis í dag varð árekstur á Lindarbrautinni á Seltjarnarnesi, var annar ökumaðurinn  sem hlut átti að máli, grunaður um ölvun við akstur og kom lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og færði ökumann á lögreglustöð til framhaldsrannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×