Innlent

Kröfuganga lögreglumanna að hefjast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn eru að safnast saman.
Lögreglumenn eru að safnast saman. Mynd/ Egill.
Lögreglumenn eru þessa stundina að safnast saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu þaðan sem þeir munu halda í kröfugöngu að fjármálaráðuneytinu. Eins og kunnugt er urðu lögreglumenn svekktir og reiðir eftir að gerðardómur kvað upp úrskurð í kjaradeilu þeirra við ríkisvaldið. Telja þeir sig ekki hafa náð frummarkmiði sínu sem var að laun þeirra myndu hækka til samræmis við viðmiðunarstéttir. Óeirðarhópur lögreglunnar er óstarfhæfur vegna þessarar óánægju lögreglunnar með kjör sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×