Innlent

Kokkalandsliðið undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kokkalandsliðið á góðri stundu.
Kokkalandsliðið á góðri stundu.
Íslenska kokkalandsliðið heldur sinn árlega styrktarkvöldverð á Lava Restaurant í Bláa lóninu annað kvöld. Kvöldverðurinn er undirbúningur kokkalandsliðsins fyrir „Culinary Olympics", en það eru Ólympíuleikar í matreiðslu sem fara fram á næsta ári. 

Í nóvember í fyrra fékk kokkalandsliðið silfrið og núna hefst undirbúningurinn til að ná í gullið. Styrktarkvöldverðurinn er afar mikilvægur liður til að fjármagna þátttöku í alþjóðlegum matreiðslukeppnum  sem eru afar kostnaðarsamar. Kokkalandsliðið telur það mjög mikilvægt fyrir fagið að taka þátt í slíkum keppnum og heldur íslenskum veitingastöðum í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×