Innlent

Tollarar standa með löggunum

Lögreglumenn voru ósáttir við nýjan einkennisklæðnað Tollara á dögunum en þeim þótt hann of líkur einkennisklæðnaði lögreglumanna.
Lögreglumenn voru ósáttir við nýjan einkennisklæðnað Tollara á dögunum en þeim þótt hann of líkur einkennisklæðnaði lögreglumanna. mynd/Stöð2
Tollvarðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Landsambands Lögreglumanna. Í yfirlýsingu á vef tollvarða segir að þeir hafi upplifað sömu „óbilgirni frá ríkisvaldinu“ eins og aðrar starfstéttir sem ekki hafa verkfallsrétt.

Þeir segja að ríkisvaldið hafi of lengi notfært sér veika samningsstöðu þessara embættismanna sem þó eiga að semja um sín kjör. Þessar stéttir hafi fáa möguleika á að verja kjör sín eins og önnur stéttafélög.

„Þeir viðmiðunarsamningar sem teknir voru upp í kjölfar þess að verkfallsréttur var afnuminn eru ekki lengur til staðar. Úrskurður Gerðardóms í máli lögreglumanna lýsir best hversu vonlítil barátta þessara stétta er fyrir réttmætum leiðréttingum á kjörum,“ segir ennfremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×