Fleiri fréttir

Lottómilljónamæringur búinn að gefa sig fram

Lottóspilarinn heppni sem vann 56 milljónir í útdrættinum á laugardag hefur gefið sig fram. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá segir að það hafi verið lukkuleg hjón sem hafi komið við hjá Íslenskri getspá með vinningsmiða uppá rúmar 56 milljónir.

Skólastjórnenda að ákveða hvort trúfélög heimsæki skólana

Skólastjórnendur eiga að geta heimilað heimsóknir trúfélaga í skóla sína, svo fremi sem viðunandi starf sé í skólunum á meðan fyrir þá sem ekki eru að sækja slíkt starf. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem unnið hefur verið út frá mannréttindasáttmála Evrópu.

Leikskólastarfsfólk ósammála um trúboð

Skoðanir leikskólastarfsmanna á samstarfi við Þjóðkirkjuna eru afar mismunandi samkvæmt því sem kemur fram í skýrslu sem leik- og menntasvið borgarinnar vann um samstarfið.

Kristján vill ekki 800 milljóna króna bústað

Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýnir að ríkið hafi keypt sendiráðsbústað fyrir 835 milljónir króna í Lundúnum. Fjárlaganefnd hittist á fundi í morgun með fulltrúum forsætis-, efnahags- og viðskiptaráðuneytis auk utanríkisráðuneytinu til að fara yfir fjárlagafrumvarpið og fjáraukalagabeiðnir frá ráðuneytunum.

80 prósent grunnskóla fara með börnin í kirkju

Tveir þriðju hlutar grunnskóla í Reykjavík senda börn heim með auglýsingar um kirkjulegt starf, svo sem bæklinga og önnur dreifibréf. Ellefu prósent leikskóla á vegum borgarinar gera slíkt hið sama.

Á fimmta hundrað vilja á stjórnlagaþing

Gríðarlegur fjöldi skilaði inn framboði til stjórnlagaþings í morgun og er talið að heildarfjöldi frambjóðenda sé milli 400 og 450. Seint á föstudag höfðu aðeins 160 skilað inn framboðum og því hafa allt að 300 gengið frá framboðsgögnum í dag. Framboðsfrestur rann út klukkan tólf á hádegi.

Leit að öðru en álveri bar ekki árangur

Verkefnisstjórn um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum hefur skilað iðnaðarráðherra sömu niðurstöðu og hún gerði í vor; að tvö verkefni séu áhugaverð og raunhæf; álver á vegum Alcoa og álver á vegum kínverska fyrirtækisins Bosai. Ósk ríkisstjórnarinnar í maí, um að leitað yrði betur að einhverju öðru, breytti engu.

Gylfi ekki á móti almennum leiðréttingum

Forseti Alþýðusambands Íslands kveðst ekki setja sig upp á móti almennum leiðréttingum skulda heimilanna - hann sé hins vegar mótfallinn því að nota lífeyrissparnað landsmanna til að fjármagna leiðréttinguna.

Enn skammhlaup hjá Norðuráli

Enn varð skammhlaup í spennuvirki álvers Norðuráls á Grundartanga laust fyrir klukkan fimm í morgun, þannig að högg kom á allt landskefið og framleiðsla í álverinu stöðvaðist.

Biskupsstofa átti fulltrúa í starfshópnum

„Börnum og unglingum skal ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar. Í leik- og grunnskóla skal börnum ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra."

Á þriðja hundrað framboð til stjórnlagaþings

Um 160 manns höfðu á föstudag skilað inn framboðsgögnum til landskjörstjórnar vegna framboðs til stjórnlagaþings. Ritari landskjörstjórnar segir fjölda framboða hafa bæst við í morgun og því ljóst að framboðin verða á þriðja hundrað, hið minnsta.

Fjórðungur dregur úr útgjöldum til heilbrigðismála

Um fjórðungur félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu og Flóabandalaginu svokallaða hefur dregið úr útgjöldum til heilbrigðisþjónustu og er það heldur hærra hlutfall en fyrir ári. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir stéttarfélögin.

Póststimpill gildir ekki á framboðsgögnum

Frambjóðendur til stjórnlagaþings þurfa að skila inn framboðsgögnum fyrir klukkan tólf á hádegi í dag. Póststimpill á gögnum gildir ekki og því þurfa þeir frambjóðendur sem ekki náðu að senda framboðsgögn sín í pósti fyrir helgi að koma þeim til skila fyrir klukkan tólf í viðbygginguna Skála við Alþingishúsið. Enginn frestur verður gefinn á skilum.

Valtýr segir kröfu um afsögn sína ósannfærandi

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir mikið áhyggjuefni hvernig komið er fyrir umræðu um kynferðisbrot. „Ég tel það háalvarlegt mál að því sé haldið fram á opinberum vettvangi að embættismenn vinni markvisst gegn framgangi kynferðisbrota og að brotaþolum kynferðisbrota „sé ekki trúað" í réttarkerfinu sem sé ein „svikamylla". Þá eru það ekki sannfærandi viðbrögð að krefjast afsagnar þeirra sem gera tilraun til þess að ræða málefnalega um málaflokkinn."

Mótmæla niðurskurði til löggæslumála

Niðurskurður til löggæslumála er farinn að hafa áhrif á öryggisstig íbúa og lögreglumanna á Suðurlandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, segir stjórn Lögreglufélags Suðurlands í ályktun sem hún hefur sent frá sér.

Vill vita hver mótaði afstöðu Íslands

Vigdis Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill vita hver ákvað að fulltrúi Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sæti hjá við atkvæðagreiðslu um ályktunartillögu um að aðgangur að hreinu vatni teljist til mannréttinda. Vigdís hefur lagt fram fyrirspurn þessa efnis sem verður rædd á Alþingi í dag.

Varað við hálku víða um land

Víða gránaði í fjöll á Vestfjörðum og á Norðurlandi í nótt og í gærkvöldi varaði Vegagerðin ökumenn að hálka kynni að verða á fjallvegum á þessum slóðum.

Útigangskona stal hamborgurum og harðfisk

Útigangskona á þrítugsaldri var handtekinn í sólarhringsverslun í Reykjavík i nótt eftir að hún hafði stolið þar hamborgurum og harðfiski sér til matar.

Erlend kona villtist á göngu um Vestfirði

Kona af erlendum uppruna, sem villtist á göngu milli Hnífsdals og Bolungarvíkur síðdegis í gær, var orðin köld og þreytt þegar björgunarsveitarmenn fundu hana heila á húfi í gærkvöldi, en að öðru leiti amaði ekkert að henni.

Ölvaður ökumaður velti bíl

Ökumaður slapp nær ómeiddur og stakk af frá vettvangi, eftir að hafa velt bíl sínum út af Reykjanesbraut í Njarðvík í gærkvöldi.

Segir meintar hótanir slitnar úr samhengi

Fulltrúi í slitastjórn Glitnis segir meintar hótanir formannsins, Steinunnar Guðbjartsdóttur, í garð starfsmanns Íslandsbanka, sem sagt er frá í kvörtun sem send hefur verið Héraðsdómi Reykjavíkur, vera slitnar úr samhengi. Þær gefi ekki tilefni til afsagnar slitastjórnarinnar.

Eldgosin koma við pyngjuna

Heildarkostnaður þeirra sem komu að málum vegna eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi árið 2010 er metinn á rúmlega 800 milljónir króna. Stærstu einstöku liðirnir þar eru 190 milljónir til Bjargráðasjóðs, 117 milljónir til Vegagerðarinnar og 116 milljónir til Landgræðslu ríkisins. Af öðrum stórum liðum má nefna Veðurstofu Íslands með 78 milljónir og Ríkislögreglustjóra með 54 milljónir.

Milljarði minna í leigubætur

„Rúmlega 80 prósent þeirra sem þiggja húsaleigubætur, almennar og sérstakar, hafa tvær milljónir eða minna á ári í árstekjur. Þetta er því verulega vanhugsað útspil gagnvart þeim hópi sem á hvað erfiðast um þessar mundir,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar­stjóri í Hveragerði. „Það skýtur skökku við að skerða þessi framlög á sama tíma og ríkisstjórnin talar um að hjálpa þessum sama hópi með öllum tiltækum ráðum.“

Eva Joly segist engu hafa spillt

Eva Joly segist ekki hafa spillt svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara. Röksemdafærsla Ragnars H. Hall, verjanda fyrrverandi forstjóra MP banka, þess efnis sé afleit. Þetta sagði Eva í Silfri Egils í gær.

Tveir leiðangrar keyrðir saman

Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru nú í umfangsmiklum rannsóknaleiðangri umhverfis landið og í grænlenskri lögsögu. Þrjú rannsóknaverkefni eru sameinuð: stofnmæling botnfiska að haustlagi (haustrall), loðnumæling og mælingar á ástandi sjávar.

Ræða samstarf við Rússland

Sergei Shmatko, orkumálaráðherra Rússlands, kom í opinbera heimsókn til landsins í gær. Shmatko mun eiga fund með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra auk fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja í dag þar sem samstarf milli þjóðanna á sviði orkumála verður rætt.

Parkódín Forte til á næsta ári

Gætt hefur skorts á algengum lyfjum í apótekum víða, hvort heldur er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Þetta á jafnt við um lyf sem seld eru í lausasölu og lyfseðilsskyld lyf.

Endurunnið vekur athygli

„Þetta er klapp á bakið. Það er okkar markmið að vinna með það sem til er og nota efni á annan hátt en þau voru ætluð fyrir upphaflega,“ útskýrir Erla Dögg Ingjaldsdóttir, sem hefur ásamt manni sínum, Tryggva Thorsteinssyni, hlotið R+D verðlaun bandaríska hönnunartímaritsins Architect Magazine.

Um 130 nöfn þegar komin fram

Allt stefnir í að frambjóðendur til stjórnlagaþingsins verði ríflega 150, en 126 nöfn voru fram komin í gærkvöldi. Af frambjóðendunum sem höfðu tilkynnt framboð sitt í gærkvöldi eru 40 konur. Alls eru 99 þessara frambjóðenda með skráð lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru 76 Reykvíkingar. Framboðsfrestur rennur út um hádegið í dag.

Náttúrufræði-stofnun flytur

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur þessa dagana í flutningum í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ. Húsið er 3.500 fermetrar að stærð og stendur við svokallað Jónasartorg, vestast á Urriðaholti.

Ágóði fer til BUGL

Kiwanisklúbburinn Elliði safnaði 6,5 milljónum króna af sölu söngbóka. Ágóðinn rennur óskiptur til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Meðal þeirra verkefna sem urðu til út frá söfnuninni er þjálfunarherbergið Birtan, sem var formlega tekið í notkun í gær. Herbergið verður notað hjá BUGL til skynörvunar og eru þar ýmis tæki til þess.

Metfjöldi var á Landsmóti æskulýðsfélaga

Landsmót æskulýðsfélaga fór fram á Akureyri um helgina og tóku rúmlega sjö hundruð ungmenni þátt í mótinu í ár. Þrælabörn á Indlandi voru í brennidepli á mótinu sem var hið fjölmennasta sem haldið hefur verið.

Öryggisdagar hjá Strætó bs.

Öryggisdagar, átak sem Strætó bs. og VÍS standa fyrir næstu sex vikur, miða að því að fækka slysum í umferðinni og auka öryggi vegfarenda. Átakið er liður í forvarnaverkefni sem Strætó bs. og VÍS hafa unnið saman að frá ársbyrjun 2008.

Leituðu að konu

Björgunarsveitir frá Ísafirði, Bolungarvík og Hnífsdal leituðu í kvöld að konu sem hugðist ganga upp Þjófaskörð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Lagði hún af stað frá Ísafirði um hádegið en um klukkan 17:30 í dag hringdi hún í lögreglu og bað um aðstoð þar sem hún var villt. Konan er erlendur ferðamaður og því ekki staðkunnug, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Ögmundur: Almennar aðgerðir nauðsynlegar

Dómsmálaráðherra segir að fjármálastofnanir, og þar með lífeyrissjóðir, verði að láta af þeirri afneitun sem þær hafa verið í og horfast í augu við að grípa þurfi til almennra aðgerða til lækkunar skulda heimilanna. Lífeyrissjóðirnir eigi allt sitt undir greiðslugetu almennings sem hafi tekið á sig tug prósenta kjararýrnun.

Munnmök ástæða aukningar krabbameins í munni

Munnmök eru talin orsök þess að tíðni krabbameins í munni og hálsi er orðið helmingi algengara en fyrir um 20 árum. Faraldsfræðingur segir veiru sem getur orsakað krabbameinið hafa smitast mjög víða hér á landi enda eigi Íslendingar yfirleitt fleiri rekkjunauta en gengur og gerist í öðrum löndum.

Kennir opinberum álögum um minni umferð

Miklu minni umferð mældist á vegum landsins í septembermánuði en í sama mánuði í fyrra, og hefur umferðin ekki verið minni síðan árið 2005. Formaður Félags íslenskra bifreiðareigenda kennir opinberum álögum um.

Fréttir vikunnar: Gekk berserksgang og sögulegur sigur

Fundarhöld um skuldavanda heimilanna héldu áfram í vikunni og á mánudagsmorgun voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir til fundar með fimm ráðherrum í forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aftur á móti ekki hafa fengið neitt fundarboð. Hann kvaðst vera tilbúinn í samstarf við ríkisstjórnina en um leið væri hann ekki tilbúinn að taka þátt í einhverju sýndarsamráði. Síðar um daginn kom í ljós að Bjarni var í raun boðaður á fundinn þegar Vísir birti tölvupóst sem sendur var til forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna.

Sjá næstu 50 fréttir