Innlent

Enginn síldarbátur byrjaður að veiða sumargotssíld

Engin síldarbátur er enn byrjaður síldveiðar úr íslensku sumargotssíldinni, en sjávarútvegsráðherra gaf út 15 þúsund tonna upphafskvóta um helgina.

Fyrir helgi var töluvert gengið af síld inn á Breiðafjörð og varð hennar vart í stórum torfum út af Grundarfirði og Stykkishólmi. Þá var ekki búið að gefa út kvóta og flest íldveiðiskipin eru djúpt austur af landinu að veiða úr Norsk-íslenska síldarstofninum.

Sýking hefur herjað á íslenska stofninn í tvö ár og því voru aðeins veidd 47 þúsund tonn í fyrrahaust, eftir að tvívegis var aukið við upphafskvótann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×