Fleiri fréttir ASÍ: Ekki við okkur að sakast „Það er stjórnmálamannanna að svara því hvort vilji er til þess að fara þessa leið eða ekki og ef stjórnvöld vilja fara hana væri nær að fjármagna hana með almennum sköttum frekar en að láta þá sem lökust hafa lífeyrisréttindin taka skellinn með lækkun réttinda,“ segir í tilkynningu um greiðslu- og skuldavanda heimilanna á vefsíðu ASÍ. Þar segir að ýmsir aðilar hafi undanfarna daga leyft sér að rangtúlka og afvegaflytja afstöðu sambandins í málinu. Nú síðast Hagsmunasamtök heimilianna. 17.10.2010 12:14 Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Íbúðalánasjóðs Lántakendur hjá Íbúðalánasjóði sem eru í greiðsluerfiðleikum geta breytt láni sínu í kaupleigusamning samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi á föstudag. Forsætisráðherra hefur verulegar áhyggjur af stöðu sjóðsins. 17.10.2010 12:11 Fyrrverandi ráðherra íhugaði framboð til stjórnlagaþings Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins, íhugaði að gefa kost sér til stjórnlagaþings. Framboðsfrestur rennur út á mánudag og hefur framboðum rignt inn síðustu daga og hafa yfir 130 skráð sig til leiks. 17.10.2010 11:41 Funda um leiðir Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar kemur saman í dag með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna og fleirum seinnipartinn í dag til að fara yfir útreikninga sem unnið hefur verið að um helgina. Sigurður Snævarr efnahagsráðgjafi forsætisráðherra fer fyrir hópnum. 17.10.2010 10:23 Marinó gefur fullyrðingum Þórólfs falleinkunn Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, segir Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, bregðast frumskyldu sinni sem fræðimanns. Ennfremur gefur Marinó fullyrðinum Þórólfs falleinkunn í pistli á heimasíðu sinni og heldur því áfram að gagnrýni fræðimenn sem hafa tjáð sig undanfarna daga um Hagsmunasamtök heimilanna og almenna niðurfærslu lána. 17.10.2010 10:19 UVG kalla Össur hervaldssleikju og segja Björn Val vanhæfan Ákvörðun utanríkisráðráðherra að undirrita samning um samstarf við Kanada í varnarmálum er pungspark í Vinstri græna og brýtur gróflega í bága við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að mati Ungra vinstri grænna. Félagið telur að Björn Valur Gíslason, þingmaður flokksins, hafi verið vanhæfur til að taka þátt í starfi starfshóps um endurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktunum sem samþykktar voru á landsfundi UVG um helgina. Á fundinum var Guðrún Axfjörð Elínardóttir kjörin nýr formaður félagsins. 17.10.2010 09:51 Brutu rúður og gistu fangageymslur Tveir karlmenn voru handteknir fyrir að vinna eignaspjöll á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur í nótt. Mennirnir brutu meðal annars rúður og voru ófærir um að vera á almannafæri sökum ölvunar, líkt og varðstjóri orðaði það í samtali við fréttastofu. Um tvö mál var að ræða því mennirnir svöluðu skemmdarfýsn sitt í hvoru lagi. Þeir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu og gistu fangageymslur í nótt. 17.10.2010 09:31 Vann 57 milljónir Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann rúmum 56,8 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 29, 30, 31, 33 og 34. Miðinn var seldur í Snælandi við Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Sjö voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar 6. Þeir fá 111 þúsund krónur í sinn hlut. Þá var einn spilari með fimm réttar tölur í réttri röð í Jokernum og er hann tveimur milljónum ríkari. 16.10.2010 19:37 Þorbjörg Helga vill auglýsa stöðuna Tillaga um að breyta starfi skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og auka völd hans verður tekin til umfjöllunar eftir helgi. Starfið verður ekki auglýst, þrátt fyrir að um eitt valdamesta embætti í borginni sé að ræða. Það er yfirlýst markmið Besta flokksins og Samfylkingarinnar að auglýsa öll störf. 16.10.2010 19:28 Hyggst verja friðarverðlaununum til uppbyggingar skóla í Afríku Baráttukonan og rithöfundurinn Alice Walker ætlar að verja Lennon/Ono friðarverðlaununum til uppbyggingar skóla fyrir stúlkur í Kenya. Hún segir kynþáttamismunun enn eiga sér stað í Bandaríkjunum, enda séu fleiri svartir Bandaríkjamenn í fangelsum en í háskólum landsins. 16.10.2010 19:10 Frumvarp vegna gengislána lagt fyrir eftir helgi Frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra í tengslum við gengisdóm Hæstaréttar verður að öllum líkindum lagt fram í ríkisstjórn á þriðjudag. 16.10.2010 18:40 Lýst eftir 16 ára stúlku Lögreglan höfuðborgarsvæðisins leitar að Ísold Önnu Árnadóttur. Ísold Anna er 16 ára, 165 sm á hæð með ljósskolhært millisítt hár. Hún er íklædd blárri flíspeysu og hvítri úlpu, ljósgrænum buxum og bleikum strigaskóm. 16.10.2010 18:31 HH: Umboðsmaður skuldara mús í mannheimum Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna segist hafa verið dregin á asnaeyrunum í tvær vikur af getulausu stjórnkerfi. Stjórnin vandar stjórnmálamönnum, Samtökum atvinnulífsins, ASÍ og umboðsmanni skuldara ekki kveðjurnar á vefsíðu samtakanna. Þau segja umboðsmanna skuldra mús í mannheimum og að ASÍ hafi tekið sér stöðu með forkólfum spillingar. 16.10.2010 18:14 Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna reyks í farþegarými Farþegaþota flugfélagsins United Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag vegna reyks í farþegarými. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli. 16.10.2010 17:07 Vilja fangelsi á gamla varnarsvæðinu Vinstri grænir á Suðurnesjum fagna nýtilkomnum samningi þar sem ríkið leggur fram fé til að efla samvinnu fyrirtækja á Suðurnesjum um að þróa ný atvinnutækifæri. Félagsfundur Vinstri grænna á svæðinu hvetur atvinnurekendur á Suðurnesjum til að taka höndum saman um að efla atvinnulífið, eins og það er orðað. 16.10.2010 16:51 Áhugasamir um gerð ísganga í Langjökli Sérfræðingar komu nýverið á fund byggðarráðs Borgarbyggðar og kynntu hugmyndir um gerð ísganga í Langjökli. Óskuðu þeir eftir aðkomu sveitarfélagsins að undirbúningsfélagi um verkefnið. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.is 16.10.2010 16:20 Ekki fávitar Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, segir að það hafi alltaf legið fyrir að verði farið í almennar niðurfærslur lána verði hún bótaskyld. Þess vegna hafi samtökin talað fyrir þjóðarsátt. Hann gefur lítið fyrir yfirlýsingar lögfræðinga undanfarna daga og segir stjórnarmenn hjá samtökunum ekki vera fávita. 16.10.2010 15:08 Sérhæfðaþjónustu á að veita í Reykjavík og á Akureyri Læknaráð Landspítala telur skynsamlegt að veita sérhæfða sjúkrahúsaþjónustu á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ráðið fagnar þeirri framtíðarstefnu sem heilbrigðisyfirvöld hafa markað og snýst um að draga úr sérhæfðri sjúkrahúsaþjónustu á landsbyggðinni en efla í stað þess heilsugæslu og aðra grunnþjónustu. 16.10.2010 14:35 Vatn sprautaðist yfir rannsóknartæki „Það fór rör í loftinu í sundur þannig að vatn sprautaðist yfir rannsóknartæki," segir Bergur Gunnarsson, einn af umsjónarmönnum bygginga Háskóla Íslands. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan níu í morgun vegna vatnsleka í VR-III, húsnæði verkfræðideildar skólans við Hjarðarhaga. 16.10.2010 14:14 Góðkunningi Íslendinga slær í gegn í Ölpunum Gamall „góðkunningi“ Íslendinga gegnir stóru hlutverki við gerð Gotthard-jarðganganna í svissnesku Ölpunum. Þetta er risaborinn TBM-1, en hann var einn þriggja risabora sem boruðu aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar, milli Hálslóns og Fljótsdals. 16.10.2010 13:55 Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 16.10.2010 13:46 Stjórnarþingmaður: Líf stjórnarinnar í höndum sérfræðinganefndar Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, segir líf ríkisstjórnarinnar vera í höndum sérfræðinganefndar sem hefur tekið til starfa. Falli niðurstöður nefndarinnar ekki í kramið hjá almenningi verða tunnumótmælin svokölluðu endurtekin. 16.10.2010 13:00 Hagsmunum landsbyggðarinnar ekki fórnað fyrir hátæknisjúkrahús Fullyrðingar um að verið sé að fórna hagsmunum landsbyggðarinnar fyrir hátæknisjúkrahús eru ómaklegar og beinlínis rangar segir forstjóri Landspítalans. 16.10.2010 12:59 Reikna út kostnað við aðgerðir til handa skuldugum heimilum Sérfræðingar á vegum stjórnvalda munu um helgina reikna út hvað aðgerðir til handa skuldugum heimilum muni kosta ríkissjóð og aðra. Forsætisráðherra vonar að fyrstu skrefin liggi fyrir á næstu dögum en segir að nokkar vikur geti liðið áður en endanleg niðurstaða náist. 16.10.2010 12:11 Pétur Blöndal: Yfirdráttur er bannorð fyrir heimili Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vilja horfa framtíðar og að hver einasti maður einsetji sér að eftir tíu til fimmtán ár skuldi hann einungis náms- og íbúðarlán. „Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru.“ 16.10.2010 11:27 Hæstaréttarlögmaður: Almenn niðurfærsla lýsir taugaveiklun Formaður Lögmannafélagsins segir eignarréttinn varinn af stjórnskránni og Alþingi ekki geta með einu pennastriki svipt kröfueiganda eignum sínum. Hann segir að flokka eigi hugmyndir um niðurfærslu sem taugaveiklun og ráðaleysi. 16.10.2010 10:46 Kópavogsbær greiði 20 milljónir í bætur fyrir að eyðileggja skóg Hæstiréttur hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða Skógræktarfélagi Reykjavíkur um 20 milljónir í skaðabætur fyrir að ryðja niður skóg í leyfisleysi á útivistasvæði í Heiðmörk. Svæðið tilheyrir Reykjavík en var í umsjá Skógræktarfélagsins. 16.10.2010 10:11 Segir almenna niðurfærslu vera eignarnám Almenn niðurfærsla lána telst eignarnám, að mati Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og dósents við lagadeild HÍ. Hann segir að niðurfærslan verði að eiga sér stað með lagasetningu frá Alþingi og eigendur skuldabréfanna, þ.e kröfuhafar, verði að fá mismuninn greiddan sem bætur frá ríkinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 16.10.2010 09:57 Slitastjórn Glitnis verði vikið frá Fyrrverandi starfsmaður Glitnis hefur sent formlega kvörtun til dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur yfir vinnubrögðum slitastjórnar Glitnis við skýrslutöku á hennar vegum. Hefur maðurinn, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, krafist þess að slitastjórnarmönnuum verði vikið frá og aðrir skipaðir í þeirra stað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. 16.10.2010 09:55 Flatskjá og verkfærum stolið Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um tvö innbrot í gærkvöldi þar sem brotist hafði verið í vinnuskúr og sumarbústað í Bláskógabyggð. Í Miðfellslandi var verkfærum stolið úr vinnuskúr og Skógarnesi var flatskjá og öðrum raftækjum stolið úr sumarbústað. Ekki liggur fyrir hvenær innbrotin áttu sér stað. 16.10.2010 09:46 Ölvaðir í kappakstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn sem voru í kappakstri á Suðurlandsbraut í Reykjavík á þriðja tímanum nótt. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að í ljós kom að þeir óku báðir undir áhrifum áfengis og auk þess án réttinda. Mennirnir eru báðir 22 ára. 16.10.2010 09:30 Ók undir áhrifum á ljósastaur Ungur ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á ljósastaur í Reykjanesbæ skömmu eftir miðnætti. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn gisti fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður síðar í dag. Bifreiðin er töluvert skemmd, að sögn varðstjóra. 16.10.2010 09:18 Upplifðu reynsluheim blindra Dagur hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra, var í gær og stóð Blindrafélagið fyrir margvíslegri dagskrá í tilefni dagsins. 16.10.2010 08:30 Uppgreiðsla lána rædd Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um hagkvæmari fjármögnun fyrirtækisins til lengri tíma litið. Í tengslum við fyrirhugaða fjármögnun mun Marel hefja viðræður við eigendur skuldabréfa um hugsanlega uppgreiðslu lána, að því er fram kemur í tilkynningu. 16.10.2010 08:00 Tíu í tíu löndum fengu 10 þúsund Samfélagssjóður Alcoa færði tíu félagasamtökum í tíu löndum tíu þúsund Bandaríkjadala í styrk sunnudaginn 10. október. Það er um 1,2 milljónir íslenskra króna. Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði varð fyrir valinu á Íslandi. 16.10.2010 07:00 Hálfáttræður fastur í starfi sem húsvörður „Það er margt annað sem maður hefur áhuga á að gera áður en maður verður alveg ónýtur til alls. Fyrir mann sjálfan bara,“ segir Ásmundur Þórhallsson, sem verið hefur húsvörður á Eiðum á Héraði um árabil og lengur en hann kærir sig um. 16.10.2010 06:15 Miðar á Dísu ljósálf ruku út Tvö hundruð gjafamiðar á fjölskyldusöngleikinn Dísu ljósálf ruku út á fimmtán mínútum í Austurbæjarbíói í gær þegar Fréttablaðið gaf áhugasömum lesendum miða á sýninguna. 16.10.2010 06:00 Útlit fyrir töluverða fækkun í bændastétt Horfur eru á að bændum fækki mikið á næstunni, að því er segir í efnahagstímaritinu Vísbendingu. Fækkunin er sögð afleiðing breyttra aðstæðna í búrekstri og viðbragða bændastéttarinnar við þeim. „Eitt af því sem veldur því að íslenskir bændur eiga erfitt uppdráttar er minnkandi neysla á mörgum landbúnaðarafurðum,“ segir í Vísbendingu. 16.10.2010 06:00 Lífeyrissjóðir setji á fót íbúðaleigufélög „Bankar og Íbúðalánasjóður verða að taka sig saman og búa til félag sem kaupir fasteignir og setur á laggirnar þróað leigufélag. Það gæti verið í eigu lífeyrissjóða, verkalýðsfélaga eða fjárfesta,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggiltra leigumiðlara og framkvæmdastjóri leigumiðlunarinnar Húsaleiga.is. 16.10.2010 05:00 Jákvæð fyrir ísgangaverkefni Bæjaryfirvöld í Borgarbyggð hafa ekki tekið ákvörðun um hvort komið verði með beinum hætti að stofnun undirbúningsfélags fyrir ferðaþjónustuverkefni í Langjökli. Þau taka hins vegar vel í hugmyndirnar og hafa veitt leyfi til rannsókna á jöklinum. 16.10.2010 04:00 Leigja til margra ára í senn „Við töldum þetta vera næsta skref, að fólk myndi leigja til langs tíma. Við ákváðum því að koma til móts við markaðinn og bjóða leigusamninga, lengri uppsagnarfrest og aukið öryggi,“ segir Teitur Jónasson, framkvæmdastjóri Meira-leiguhúsnæðis. Félagið er í eigu bandaríska fjárfestisins Michaels 16.10.2010 04:00 Íslandsmótið í póker fer fram um helgina Íslandsmótið í póker er haldið um helgina. Íslandsmótið er haldið einu sinni á ári og í fyrra tóku 189 þátt. 15.10.2010 20:09 Þjóðfundur fullmannaður Þúsundasti þátttakandinn staðfesti komu sína á Þjóðfund um stjórnarskrá Íslands klukkan hálffjögur í dag. Þar með er fundurinn fullmannaður og er vonast til þess að ekki verði mikið um forföll. 15.10.2010 17:28 Fjárheimildir hafa lækkað átta ár í röð Fjárheimildir til Landspítala hafa lækkað í átta ár eða frá árinu 2002. Á sama tíma hafa þær hins vegar vaxið á öðrum heilbrigðisstofnunum. Þetta kemur fram í tölum frá tölum frá Hagstofunni sem Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, fjallaði um í dag. 15.10.2010 18:45 Samiðn: Hægt gengur að ná lausnum fyrir hina skuldsettu Samiðn varar eindregið við hugmyndum um almennar niðurfærslur skulda sem fela það í sér að lífeyrisþegar þurfa að bera stærstan hluta kostnaðarins. Þetta kemur fram í ályktun Kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem var haldin á Grand hótel í dag. Bendir Samiðn á að flestir almennu sjóðirnir hafa neyðst til að skerða réttindi sjóðsfélaga á sama tíma og lög kveða á um að opinberu sjóðunum skuli bætt tapið. 15.10.2010 17:50 Sjá næstu 50 fréttir
ASÍ: Ekki við okkur að sakast „Það er stjórnmálamannanna að svara því hvort vilji er til þess að fara þessa leið eða ekki og ef stjórnvöld vilja fara hana væri nær að fjármagna hana með almennum sköttum frekar en að láta þá sem lökust hafa lífeyrisréttindin taka skellinn með lækkun réttinda,“ segir í tilkynningu um greiðslu- og skuldavanda heimilanna á vefsíðu ASÍ. Þar segir að ýmsir aðilar hafi undanfarna daga leyft sér að rangtúlka og afvegaflytja afstöðu sambandins í málinu. Nú síðast Hagsmunasamtök heimilianna. 17.10.2010 12:14
Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Íbúðalánasjóðs Lántakendur hjá Íbúðalánasjóði sem eru í greiðsluerfiðleikum geta breytt láni sínu í kaupleigusamning samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi á föstudag. Forsætisráðherra hefur verulegar áhyggjur af stöðu sjóðsins. 17.10.2010 12:11
Fyrrverandi ráðherra íhugaði framboð til stjórnlagaþings Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins, íhugaði að gefa kost sér til stjórnlagaþings. Framboðsfrestur rennur út á mánudag og hefur framboðum rignt inn síðustu daga og hafa yfir 130 skráð sig til leiks. 17.10.2010 11:41
Funda um leiðir Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar kemur saman í dag með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna og fleirum seinnipartinn í dag til að fara yfir útreikninga sem unnið hefur verið að um helgina. Sigurður Snævarr efnahagsráðgjafi forsætisráðherra fer fyrir hópnum. 17.10.2010 10:23
Marinó gefur fullyrðingum Þórólfs falleinkunn Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, segir Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, bregðast frumskyldu sinni sem fræðimanns. Ennfremur gefur Marinó fullyrðinum Þórólfs falleinkunn í pistli á heimasíðu sinni og heldur því áfram að gagnrýni fræðimenn sem hafa tjáð sig undanfarna daga um Hagsmunasamtök heimilanna og almenna niðurfærslu lána. 17.10.2010 10:19
UVG kalla Össur hervaldssleikju og segja Björn Val vanhæfan Ákvörðun utanríkisráðráðherra að undirrita samning um samstarf við Kanada í varnarmálum er pungspark í Vinstri græna og brýtur gróflega í bága við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að mati Ungra vinstri grænna. Félagið telur að Björn Valur Gíslason, þingmaður flokksins, hafi verið vanhæfur til að taka þátt í starfi starfshóps um endurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktunum sem samþykktar voru á landsfundi UVG um helgina. Á fundinum var Guðrún Axfjörð Elínardóttir kjörin nýr formaður félagsins. 17.10.2010 09:51
Brutu rúður og gistu fangageymslur Tveir karlmenn voru handteknir fyrir að vinna eignaspjöll á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur í nótt. Mennirnir brutu meðal annars rúður og voru ófærir um að vera á almannafæri sökum ölvunar, líkt og varðstjóri orðaði það í samtali við fréttastofu. Um tvö mál var að ræða því mennirnir svöluðu skemmdarfýsn sitt í hvoru lagi. Þeir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu og gistu fangageymslur í nótt. 17.10.2010 09:31
Vann 57 milljónir Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann rúmum 56,8 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 29, 30, 31, 33 og 34. Miðinn var seldur í Snælandi við Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Sjö voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar 6. Þeir fá 111 þúsund krónur í sinn hlut. Þá var einn spilari með fimm réttar tölur í réttri röð í Jokernum og er hann tveimur milljónum ríkari. 16.10.2010 19:37
Þorbjörg Helga vill auglýsa stöðuna Tillaga um að breyta starfi skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og auka völd hans verður tekin til umfjöllunar eftir helgi. Starfið verður ekki auglýst, þrátt fyrir að um eitt valdamesta embætti í borginni sé að ræða. Það er yfirlýst markmið Besta flokksins og Samfylkingarinnar að auglýsa öll störf. 16.10.2010 19:28
Hyggst verja friðarverðlaununum til uppbyggingar skóla í Afríku Baráttukonan og rithöfundurinn Alice Walker ætlar að verja Lennon/Ono friðarverðlaununum til uppbyggingar skóla fyrir stúlkur í Kenya. Hún segir kynþáttamismunun enn eiga sér stað í Bandaríkjunum, enda séu fleiri svartir Bandaríkjamenn í fangelsum en í háskólum landsins. 16.10.2010 19:10
Frumvarp vegna gengislána lagt fyrir eftir helgi Frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra í tengslum við gengisdóm Hæstaréttar verður að öllum líkindum lagt fram í ríkisstjórn á þriðjudag. 16.10.2010 18:40
Lýst eftir 16 ára stúlku Lögreglan höfuðborgarsvæðisins leitar að Ísold Önnu Árnadóttur. Ísold Anna er 16 ára, 165 sm á hæð með ljósskolhært millisítt hár. Hún er íklædd blárri flíspeysu og hvítri úlpu, ljósgrænum buxum og bleikum strigaskóm. 16.10.2010 18:31
HH: Umboðsmaður skuldara mús í mannheimum Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna segist hafa verið dregin á asnaeyrunum í tvær vikur af getulausu stjórnkerfi. Stjórnin vandar stjórnmálamönnum, Samtökum atvinnulífsins, ASÍ og umboðsmanni skuldara ekki kveðjurnar á vefsíðu samtakanna. Þau segja umboðsmanna skuldra mús í mannheimum og að ASÍ hafi tekið sér stöðu með forkólfum spillingar. 16.10.2010 18:14
Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna reyks í farþegarými Farþegaþota flugfélagsins United Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag vegna reyks í farþegarými. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli. 16.10.2010 17:07
Vilja fangelsi á gamla varnarsvæðinu Vinstri grænir á Suðurnesjum fagna nýtilkomnum samningi þar sem ríkið leggur fram fé til að efla samvinnu fyrirtækja á Suðurnesjum um að þróa ný atvinnutækifæri. Félagsfundur Vinstri grænna á svæðinu hvetur atvinnurekendur á Suðurnesjum til að taka höndum saman um að efla atvinnulífið, eins og það er orðað. 16.10.2010 16:51
Áhugasamir um gerð ísganga í Langjökli Sérfræðingar komu nýverið á fund byggðarráðs Borgarbyggðar og kynntu hugmyndir um gerð ísganga í Langjökli. Óskuðu þeir eftir aðkomu sveitarfélagsins að undirbúningsfélagi um verkefnið. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.is 16.10.2010 16:20
Ekki fávitar Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, segir að það hafi alltaf legið fyrir að verði farið í almennar niðurfærslur lána verði hún bótaskyld. Þess vegna hafi samtökin talað fyrir þjóðarsátt. Hann gefur lítið fyrir yfirlýsingar lögfræðinga undanfarna daga og segir stjórnarmenn hjá samtökunum ekki vera fávita. 16.10.2010 15:08
Sérhæfðaþjónustu á að veita í Reykjavík og á Akureyri Læknaráð Landspítala telur skynsamlegt að veita sérhæfða sjúkrahúsaþjónustu á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ráðið fagnar þeirri framtíðarstefnu sem heilbrigðisyfirvöld hafa markað og snýst um að draga úr sérhæfðri sjúkrahúsaþjónustu á landsbyggðinni en efla í stað þess heilsugæslu og aðra grunnþjónustu. 16.10.2010 14:35
Vatn sprautaðist yfir rannsóknartæki „Það fór rör í loftinu í sundur þannig að vatn sprautaðist yfir rannsóknartæki," segir Bergur Gunnarsson, einn af umsjónarmönnum bygginga Háskóla Íslands. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan níu í morgun vegna vatnsleka í VR-III, húsnæði verkfræðideildar skólans við Hjarðarhaga. 16.10.2010 14:14
Góðkunningi Íslendinga slær í gegn í Ölpunum Gamall „góðkunningi“ Íslendinga gegnir stóru hlutverki við gerð Gotthard-jarðganganna í svissnesku Ölpunum. Þetta er risaborinn TBM-1, en hann var einn þriggja risabora sem boruðu aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar, milli Hálslóns og Fljótsdals. 16.10.2010 13:55
Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 16.10.2010 13:46
Stjórnarþingmaður: Líf stjórnarinnar í höndum sérfræðinganefndar Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, segir líf ríkisstjórnarinnar vera í höndum sérfræðinganefndar sem hefur tekið til starfa. Falli niðurstöður nefndarinnar ekki í kramið hjá almenningi verða tunnumótmælin svokölluðu endurtekin. 16.10.2010 13:00
Hagsmunum landsbyggðarinnar ekki fórnað fyrir hátæknisjúkrahús Fullyrðingar um að verið sé að fórna hagsmunum landsbyggðarinnar fyrir hátæknisjúkrahús eru ómaklegar og beinlínis rangar segir forstjóri Landspítalans. 16.10.2010 12:59
Reikna út kostnað við aðgerðir til handa skuldugum heimilum Sérfræðingar á vegum stjórnvalda munu um helgina reikna út hvað aðgerðir til handa skuldugum heimilum muni kosta ríkissjóð og aðra. Forsætisráðherra vonar að fyrstu skrefin liggi fyrir á næstu dögum en segir að nokkar vikur geti liðið áður en endanleg niðurstaða náist. 16.10.2010 12:11
Pétur Blöndal: Yfirdráttur er bannorð fyrir heimili Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vilja horfa framtíðar og að hver einasti maður einsetji sér að eftir tíu til fimmtán ár skuldi hann einungis náms- og íbúðarlán. „Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru.“ 16.10.2010 11:27
Hæstaréttarlögmaður: Almenn niðurfærsla lýsir taugaveiklun Formaður Lögmannafélagsins segir eignarréttinn varinn af stjórnskránni og Alþingi ekki geta með einu pennastriki svipt kröfueiganda eignum sínum. Hann segir að flokka eigi hugmyndir um niðurfærslu sem taugaveiklun og ráðaleysi. 16.10.2010 10:46
Kópavogsbær greiði 20 milljónir í bætur fyrir að eyðileggja skóg Hæstiréttur hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða Skógræktarfélagi Reykjavíkur um 20 milljónir í skaðabætur fyrir að ryðja niður skóg í leyfisleysi á útivistasvæði í Heiðmörk. Svæðið tilheyrir Reykjavík en var í umsjá Skógræktarfélagsins. 16.10.2010 10:11
Segir almenna niðurfærslu vera eignarnám Almenn niðurfærsla lána telst eignarnám, að mati Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og dósents við lagadeild HÍ. Hann segir að niðurfærslan verði að eiga sér stað með lagasetningu frá Alþingi og eigendur skuldabréfanna, þ.e kröfuhafar, verði að fá mismuninn greiddan sem bætur frá ríkinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 16.10.2010 09:57
Slitastjórn Glitnis verði vikið frá Fyrrverandi starfsmaður Glitnis hefur sent formlega kvörtun til dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur yfir vinnubrögðum slitastjórnar Glitnis við skýrslutöku á hennar vegum. Hefur maðurinn, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, krafist þess að slitastjórnarmönnuum verði vikið frá og aðrir skipaðir í þeirra stað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. 16.10.2010 09:55
Flatskjá og verkfærum stolið Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um tvö innbrot í gærkvöldi þar sem brotist hafði verið í vinnuskúr og sumarbústað í Bláskógabyggð. Í Miðfellslandi var verkfærum stolið úr vinnuskúr og Skógarnesi var flatskjá og öðrum raftækjum stolið úr sumarbústað. Ekki liggur fyrir hvenær innbrotin áttu sér stað. 16.10.2010 09:46
Ölvaðir í kappakstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn sem voru í kappakstri á Suðurlandsbraut í Reykjavík á þriðja tímanum nótt. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að í ljós kom að þeir óku báðir undir áhrifum áfengis og auk þess án réttinda. Mennirnir eru báðir 22 ára. 16.10.2010 09:30
Ók undir áhrifum á ljósastaur Ungur ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á ljósastaur í Reykjanesbæ skömmu eftir miðnætti. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn gisti fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður síðar í dag. Bifreiðin er töluvert skemmd, að sögn varðstjóra. 16.10.2010 09:18
Upplifðu reynsluheim blindra Dagur hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra, var í gær og stóð Blindrafélagið fyrir margvíslegri dagskrá í tilefni dagsins. 16.10.2010 08:30
Uppgreiðsla lána rædd Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um hagkvæmari fjármögnun fyrirtækisins til lengri tíma litið. Í tengslum við fyrirhugaða fjármögnun mun Marel hefja viðræður við eigendur skuldabréfa um hugsanlega uppgreiðslu lána, að því er fram kemur í tilkynningu. 16.10.2010 08:00
Tíu í tíu löndum fengu 10 þúsund Samfélagssjóður Alcoa færði tíu félagasamtökum í tíu löndum tíu þúsund Bandaríkjadala í styrk sunnudaginn 10. október. Það er um 1,2 milljónir íslenskra króna. Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði varð fyrir valinu á Íslandi. 16.10.2010 07:00
Hálfáttræður fastur í starfi sem húsvörður „Það er margt annað sem maður hefur áhuga á að gera áður en maður verður alveg ónýtur til alls. Fyrir mann sjálfan bara,“ segir Ásmundur Þórhallsson, sem verið hefur húsvörður á Eiðum á Héraði um árabil og lengur en hann kærir sig um. 16.10.2010 06:15
Miðar á Dísu ljósálf ruku út Tvö hundruð gjafamiðar á fjölskyldusöngleikinn Dísu ljósálf ruku út á fimmtán mínútum í Austurbæjarbíói í gær þegar Fréttablaðið gaf áhugasömum lesendum miða á sýninguna. 16.10.2010 06:00
Útlit fyrir töluverða fækkun í bændastétt Horfur eru á að bændum fækki mikið á næstunni, að því er segir í efnahagstímaritinu Vísbendingu. Fækkunin er sögð afleiðing breyttra aðstæðna í búrekstri og viðbragða bændastéttarinnar við þeim. „Eitt af því sem veldur því að íslenskir bændur eiga erfitt uppdráttar er minnkandi neysla á mörgum landbúnaðarafurðum,“ segir í Vísbendingu. 16.10.2010 06:00
Lífeyrissjóðir setji á fót íbúðaleigufélög „Bankar og Íbúðalánasjóður verða að taka sig saman og búa til félag sem kaupir fasteignir og setur á laggirnar þróað leigufélag. Það gæti verið í eigu lífeyrissjóða, verkalýðsfélaga eða fjárfesta,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggiltra leigumiðlara og framkvæmdastjóri leigumiðlunarinnar Húsaleiga.is. 16.10.2010 05:00
Jákvæð fyrir ísgangaverkefni Bæjaryfirvöld í Borgarbyggð hafa ekki tekið ákvörðun um hvort komið verði með beinum hætti að stofnun undirbúningsfélags fyrir ferðaþjónustuverkefni í Langjökli. Þau taka hins vegar vel í hugmyndirnar og hafa veitt leyfi til rannsókna á jöklinum. 16.10.2010 04:00
Leigja til margra ára í senn „Við töldum þetta vera næsta skref, að fólk myndi leigja til langs tíma. Við ákváðum því að koma til móts við markaðinn og bjóða leigusamninga, lengri uppsagnarfrest og aukið öryggi,“ segir Teitur Jónasson, framkvæmdastjóri Meira-leiguhúsnæðis. Félagið er í eigu bandaríska fjárfestisins Michaels 16.10.2010 04:00
Íslandsmótið í póker fer fram um helgina Íslandsmótið í póker er haldið um helgina. Íslandsmótið er haldið einu sinni á ári og í fyrra tóku 189 þátt. 15.10.2010 20:09
Þjóðfundur fullmannaður Þúsundasti þátttakandinn staðfesti komu sína á Þjóðfund um stjórnarskrá Íslands klukkan hálffjögur í dag. Þar með er fundurinn fullmannaður og er vonast til þess að ekki verði mikið um forföll. 15.10.2010 17:28
Fjárheimildir hafa lækkað átta ár í röð Fjárheimildir til Landspítala hafa lækkað í átta ár eða frá árinu 2002. Á sama tíma hafa þær hins vegar vaxið á öðrum heilbrigðisstofnunum. Þetta kemur fram í tölum frá tölum frá Hagstofunni sem Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, fjallaði um í dag. 15.10.2010 18:45
Samiðn: Hægt gengur að ná lausnum fyrir hina skuldsettu Samiðn varar eindregið við hugmyndum um almennar niðurfærslur skulda sem fela það í sér að lífeyrisþegar þurfa að bera stærstan hluta kostnaðarins. Þetta kemur fram í ályktun Kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem var haldin á Grand hótel í dag. Bendir Samiðn á að flestir almennu sjóðirnir hafa neyðst til að skerða réttindi sjóðsfélaga á sama tíma og lög kveða á um að opinberu sjóðunum skuli bætt tapið. 15.10.2010 17:50