Fréttir vikunnar: Gekk berserksgang og sögulegur sigur 17. október 2010 17:30 U21 landslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt á Evrópumeistaramóti í knattspyrnu í byrjun vikunnar. Mynd/Hörður Fundarhöld um skuldavanda heimilanna héldu áfram í vikunni og á mánudagsmorgun voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir til fundar með fimm ráðherrum í forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aftur á móti ekki hafa fengið fundarboð. Hann kvaðst vera tilbúinn í samstarf við ríkisstjórnina en um leið væri hann ekki tilbúinn að taka þátt í einhverju sýndarsamráði. Síðar um daginn kom í ljós að Bjarni var í raun boðaður á fundinn þegar Vísir birti tölvupóst sem sendur var til forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna. Ráðist var á 16 ára gamla stúlku við Suðurlandsbraut og lítur allt út fyrir að árásin hafi verið tilefnislaus. Svo virtist sem að árásarmaðurinn hafi komið aftan að stelpunni með grjót í hönd og slegið því í stúlkuna sem var flutt á slysadeild. Árásarmaðurinn er ófundinn. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því upp hefði komist um tugmilljóna króna fjárdrátt hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Forsvarsmenn söfnuðanna komust á snoðir um að líklega 25 milljónir hafi horfið af reikningum hans á sex ára tímabili - frá árinu 2004 til dagsins í dag. Fyrrverandi framkvæmdastjóri mun hafa játað og verið leystur frá störfum í framhaldinu. Síðar um kvöldið sendi Hvítasunnukirkjan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að fjárdrátturinn væri mikið áfall. U21 landslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt á Evrópumeistaramóti í knattspyrnu þegar liðið bar sigurorð á Skotum á útivelli með tveimur glæsilegum mörkum Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi liðinu hamingjuóskir og sagði þetta vera merkilegan áfanga og gleðilega stund fyrir íþróttahreyfinguna og þjóðina alla.Þriðjudagur Brotist var inn á skrifstofu Lindu Pétursdóttur á líkamsræktarstöðinni Baðhúsinu á þriðjudagsmorgun. Einkatölvu hennar var stolið og þar með fjölskyldumyndum síðustu fimm ára. „Þeir tóku tölvuna mína með öllum mínum persónulegu myndum. Þeir tóku líka peninga og rústuðu skrifstofunni minni," sagði Linda sem biðlaði til þjófanna og bað þá um að skila tölvunni með með myndum af dóttur hennar. „Tilfinningatjónið er það versta." Greint var frá því að Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus, hefði hætt við kaup á tískuvöruverslununum Zöru, Topshop og All Saints. Arion banki sem á meirihluta í Högum, samdi við Jóhannes í kjölfar brotthvarfs hans úr stjórnarformannssæti Haga í ágústlok um að hann fengi að kaupa helmingshlut í matvöruverslununum SMS í Færeyjum ásamt tískuvöruverslununum þremur fyrir rúma 1,2 milljarða króna. Samningar um kaupin á SMS standa enn. Alþingi kaus þau Sigríði Friðjónsdóttur, vararíkissaksóknara, og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota, í embætti saksóknara og varasaksóknara Alþingis í komandi máli gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og stakir Framsóknarmenn greiddu ekki atkvæði. Þá réð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bjarna Harðarson, flokksbróður sinn, sem upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Bjarni var valinn úr hópi 29 umsækjenda. Hann er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins en hann gekk síðar til liðs við VG og er nú fyrst varabæjarfulltrúi flokksins í Árborg.Fagnað var um gjörvallt Chile þegar síðasti námumaðurinn var hífður upp úr prísundinni.Mynd/APMiðvikudagur Námumennirnir 33 frá Chile sem höfðu verið fastir í iðrum jarðar á rúmlega 600 metra dýpi í rúma tvo mánuði fóru að koma upp á yfirborðið einn af öðrum aðfaranótt miðvikudags. Fagnað var um gjörvallt Chile þegar síðasti námumaðurinn var hífður upp úr prísundinni. Björgun námumannanna hefur vakið gleði og aðdáun um allan heim. Bæði eru mennirnir rómaðir fyrir þrautseigju sína og hugrekki og eins stjórnvöld fyrir dugnað í björgunaraðgerðunum. Eva Joly lét á miðvikudaginn af störfum sem ráðgjafi sérstaks saksóknara. Hún hyggst einbeita sér að forsetaframboði sínu fyrir Græningja í Frakklandi og sagðist kveðja starfið með söknuði. Joly sagðist vera ánægð með hvernig embættið hefði verið byggt upp frá því að hún kom til starfa skömmu eftir bankahrun. Þá sagðist Joly telja að stjórnvöld hér á landi ættu að íhuga að koma á fót sérstöku dómsvaldi sem tæki á efnahagsbrotum. Lögregla boðaði Sverri Þór Sverrisson, sem er betur þekktur sem Sveppi, til skýrslutöku á miðvikudaginn en á dögunum ók hann bifreið upp Bankastræti og Laugaveg gegn einstefnu. Hann ók auk þess ítrekað upp á gangstétt. „Maður var ekkert mikið að biðja um leyfi, enda hefði ég ekkert fengið leyfi," sagði Sveppi og bætti við: „Það er gott að þeir eru að vinna vinnuna sína þessir karlar.Rúða í þessari millihurð brotnaði þegar maðurinn gekk berserksgang.Karlmaður gekk berserksgang hjá umboðsmanni skuldara. Starfsfólk embættisins þurfti á áfallahjálp að halda eftir atvikið en maðurinn henti í gólfið tölvu þess ráðgjafa sem hann var að ræða við, auk þess sem hann braut niður skilrúm og skellti hurð svo harkalega að rúðan í henni brotnaði. Í samtali við Vísi sagðist maðurinn vera langþreyttur úrræðaleysi þegar komi að málefnum skuldara. „Ég varð brjálaður og skemmdi hluti. Mér þykir reyndar sárt að heyra að fólki hafi verið brugðið."FimmtudagurHæstiréttur vísaði frá máli filippseyskrar konu sem hafði sótt um dvalarleyfi fyrir ellefu ára gamla bróðurdóttur sína. Útlendingastofnun hafði synjað stúlkunni um dvalarleyfi og dóms- og mannréttindamálaráðuneytið staðfest þá niðurstöðu. Forsjá litlu telpunnar er nú í höndum fjölskyldunefndar. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var á fimmtudaginn birt ákæra en er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið.Föstudagur Á Íslandi búa nú 318.200 manns, 160.000 karlar og 158.200 konur. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir mannfjölda í lok þriðja ársfjórðungs sem birtar voru á föstudagmorgun.Enginn veit hver stendur á bak við fölsku Sveppa-síðuna. En hitt er ljóst - það er ekki Sveppi sjálfur.Óprúttinn aðili virðist vingast við unglingsdrengi í nafni Sveppa á samskiptavefnum Facebook. „Ég kannast ekki við þessa síðu," segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi," í samtali við Vísi á föstudaginn. Það var áhyggjufull móðir sem benti Vísi á síðuna. Athygli vakti að síðan er í nafni Sverris, en eftirnafnið er skrifað vitlaust. Sá sem stjórnar síðunni á vini sem eru nær allt unglingspiltar. Vísir greindi frá því á að meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, fagnaði drögunum og sagðist vilja draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Laugardagur Að undanförnu hefur hart verið tekist á um hugmyndir um almennar niðurfærslur lána. Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, sagði á laugadaginn að það hafi alltaf legið fyrir að verði farið í almennar niðurfærslur verði sú aðgerð bótaskyld. Þess vegna hafi samtökin talað fyrir þjóðarsátt. Hann gaf lítið fyrir yfirlýsingar lögfræðinga á borð við Karl Axelsson og Brynjar Níelsson um málið undanfarna daga. „Þrátt fyrir að enginn af stjórnarmönnum HH sé löglærður, þá erum við ekki fávitar," sagði Marínó.Félagsbústaðir tóku gengistryggt kúlulán árið 2007, sem stendur í tæpum milljarði króna með gjalddaga í ár. „Óskynsamlegt, eftir á að hyggja," sagði framkvæmdastjórinn í fréttum Stöðvar 2. Hann vonast til að hægt verði að borga lánið upp með því að selja 60 íbúðir í Fellahverfi á næstu 3-4 árum. Hann segir jafnframt að Félagsbústöðum hafi verið skylt að fjölga íbúðum í samræmi við stefnu borgarinnar. Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði ekki búið að taka ákvörðun um hvort kerfinu verði breytt en það verði skoðað. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Fundarhöld um skuldavanda heimilanna héldu áfram í vikunni og á mánudagsmorgun voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir til fundar með fimm ráðherrum í forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aftur á móti ekki hafa fengið fundarboð. Hann kvaðst vera tilbúinn í samstarf við ríkisstjórnina en um leið væri hann ekki tilbúinn að taka þátt í einhverju sýndarsamráði. Síðar um daginn kom í ljós að Bjarni var í raun boðaður á fundinn þegar Vísir birti tölvupóst sem sendur var til forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna. Ráðist var á 16 ára gamla stúlku við Suðurlandsbraut og lítur allt út fyrir að árásin hafi verið tilefnislaus. Svo virtist sem að árásarmaðurinn hafi komið aftan að stelpunni með grjót í hönd og slegið því í stúlkuna sem var flutt á slysadeild. Árásarmaðurinn er ófundinn. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því upp hefði komist um tugmilljóna króna fjárdrátt hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Forsvarsmenn söfnuðanna komust á snoðir um að líklega 25 milljónir hafi horfið af reikningum hans á sex ára tímabili - frá árinu 2004 til dagsins í dag. Fyrrverandi framkvæmdastjóri mun hafa játað og verið leystur frá störfum í framhaldinu. Síðar um kvöldið sendi Hvítasunnukirkjan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að fjárdrátturinn væri mikið áfall. U21 landslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt á Evrópumeistaramóti í knattspyrnu þegar liðið bar sigurorð á Skotum á útivelli með tveimur glæsilegum mörkum Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi liðinu hamingjuóskir og sagði þetta vera merkilegan áfanga og gleðilega stund fyrir íþróttahreyfinguna og þjóðina alla.Þriðjudagur Brotist var inn á skrifstofu Lindu Pétursdóttur á líkamsræktarstöðinni Baðhúsinu á þriðjudagsmorgun. Einkatölvu hennar var stolið og þar með fjölskyldumyndum síðustu fimm ára. „Þeir tóku tölvuna mína með öllum mínum persónulegu myndum. Þeir tóku líka peninga og rústuðu skrifstofunni minni," sagði Linda sem biðlaði til þjófanna og bað þá um að skila tölvunni með með myndum af dóttur hennar. „Tilfinningatjónið er það versta." Greint var frá því að Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus, hefði hætt við kaup á tískuvöruverslununum Zöru, Topshop og All Saints. Arion banki sem á meirihluta í Högum, samdi við Jóhannes í kjölfar brotthvarfs hans úr stjórnarformannssæti Haga í ágústlok um að hann fengi að kaupa helmingshlut í matvöruverslununum SMS í Færeyjum ásamt tískuvöruverslununum þremur fyrir rúma 1,2 milljarða króna. Samningar um kaupin á SMS standa enn. Alþingi kaus þau Sigríði Friðjónsdóttur, vararíkissaksóknara, og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota, í embætti saksóknara og varasaksóknara Alþingis í komandi máli gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og stakir Framsóknarmenn greiddu ekki atkvæði. Þá réð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bjarna Harðarson, flokksbróður sinn, sem upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Bjarni var valinn úr hópi 29 umsækjenda. Hann er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins en hann gekk síðar til liðs við VG og er nú fyrst varabæjarfulltrúi flokksins í Árborg.Fagnað var um gjörvallt Chile þegar síðasti námumaðurinn var hífður upp úr prísundinni.Mynd/APMiðvikudagur Námumennirnir 33 frá Chile sem höfðu verið fastir í iðrum jarðar á rúmlega 600 metra dýpi í rúma tvo mánuði fóru að koma upp á yfirborðið einn af öðrum aðfaranótt miðvikudags. Fagnað var um gjörvallt Chile þegar síðasti námumaðurinn var hífður upp úr prísundinni. Björgun námumannanna hefur vakið gleði og aðdáun um allan heim. Bæði eru mennirnir rómaðir fyrir þrautseigju sína og hugrekki og eins stjórnvöld fyrir dugnað í björgunaraðgerðunum. Eva Joly lét á miðvikudaginn af störfum sem ráðgjafi sérstaks saksóknara. Hún hyggst einbeita sér að forsetaframboði sínu fyrir Græningja í Frakklandi og sagðist kveðja starfið með söknuði. Joly sagðist vera ánægð með hvernig embættið hefði verið byggt upp frá því að hún kom til starfa skömmu eftir bankahrun. Þá sagðist Joly telja að stjórnvöld hér á landi ættu að íhuga að koma á fót sérstöku dómsvaldi sem tæki á efnahagsbrotum. Lögregla boðaði Sverri Þór Sverrisson, sem er betur þekktur sem Sveppi, til skýrslutöku á miðvikudaginn en á dögunum ók hann bifreið upp Bankastræti og Laugaveg gegn einstefnu. Hann ók auk þess ítrekað upp á gangstétt. „Maður var ekkert mikið að biðja um leyfi, enda hefði ég ekkert fengið leyfi," sagði Sveppi og bætti við: „Það er gott að þeir eru að vinna vinnuna sína þessir karlar.Rúða í þessari millihurð brotnaði þegar maðurinn gekk berserksgang.Karlmaður gekk berserksgang hjá umboðsmanni skuldara. Starfsfólk embættisins þurfti á áfallahjálp að halda eftir atvikið en maðurinn henti í gólfið tölvu þess ráðgjafa sem hann var að ræða við, auk þess sem hann braut niður skilrúm og skellti hurð svo harkalega að rúðan í henni brotnaði. Í samtali við Vísi sagðist maðurinn vera langþreyttur úrræðaleysi þegar komi að málefnum skuldara. „Ég varð brjálaður og skemmdi hluti. Mér þykir reyndar sárt að heyra að fólki hafi verið brugðið."FimmtudagurHæstiréttur vísaði frá máli filippseyskrar konu sem hafði sótt um dvalarleyfi fyrir ellefu ára gamla bróðurdóttur sína. Útlendingastofnun hafði synjað stúlkunni um dvalarleyfi og dóms- og mannréttindamálaráðuneytið staðfest þá niðurstöðu. Forsjá litlu telpunnar er nú í höndum fjölskyldunefndar. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var á fimmtudaginn birt ákæra en er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið.Föstudagur Á Íslandi búa nú 318.200 manns, 160.000 karlar og 158.200 konur. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir mannfjölda í lok þriðja ársfjórðungs sem birtar voru á föstudagmorgun.Enginn veit hver stendur á bak við fölsku Sveppa-síðuna. En hitt er ljóst - það er ekki Sveppi sjálfur.Óprúttinn aðili virðist vingast við unglingsdrengi í nafni Sveppa á samskiptavefnum Facebook. „Ég kannast ekki við þessa síðu," segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi," í samtali við Vísi á föstudaginn. Það var áhyggjufull móðir sem benti Vísi á síðuna. Athygli vakti að síðan er í nafni Sverris, en eftirnafnið er skrifað vitlaust. Sá sem stjórnar síðunni á vini sem eru nær allt unglingspiltar. Vísir greindi frá því á að meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, fagnaði drögunum og sagðist vilja draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Laugardagur Að undanförnu hefur hart verið tekist á um hugmyndir um almennar niðurfærslur lána. Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, sagði á laugadaginn að það hafi alltaf legið fyrir að verði farið í almennar niðurfærslur verði sú aðgerð bótaskyld. Þess vegna hafi samtökin talað fyrir þjóðarsátt. Hann gaf lítið fyrir yfirlýsingar lögfræðinga á borð við Karl Axelsson og Brynjar Níelsson um málið undanfarna daga. „Þrátt fyrir að enginn af stjórnarmönnum HH sé löglærður, þá erum við ekki fávitar," sagði Marínó.Félagsbústaðir tóku gengistryggt kúlulán árið 2007, sem stendur í tæpum milljarði króna með gjalddaga í ár. „Óskynsamlegt, eftir á að hyggja," sagði framkvæmdastjórinn í fréttum Stöðvar 2. Hann vonast til að hægt verði að borga lánið upp með því að selja 60 íbúðir í Fellahverfi á næstu 3-4 árum. Hann segir jafnframt að Félagsbústöðum hafi verið skylt að fjölga íbúðum í samræmi við stefnu borgarinnar. Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði ekki búið að taka ákvörðun um hvort kerfinu verði breytt en það verði skoðað.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira