Innlent

Enn skammhlaup hjá Norðuráli

Enn varð skammhlaup í spennuvirki álvers Norðuráls á Grundartanga laust fyrir klukkan fimm í morgun, þannig að högg kom á allt landskefið og framleiðsla í álverinu stöðvaðist.

Skammhlaupið varð í inntaksvriki rafmagns til versins þannig að 300 megawatta notkun stöðvaðist um leið og framleiðslan, en við það myndast háspenna, eða högg á landskerfið. Þess varð meðal annars vart með því að umfeðarljós á Hringbraut og Miklubraut, að minnsta kosti, rugluðust í ríminu og blikkuðu öll rauðum ljósum.

Slökkvilið Akarness og Hvalfjarðarsveitar voru kölluð að Grundartangaverksmiðjunnni og þurftu að reykræsta í spennuvirki, þar sem leiðslur höfðu sviðnað, en ekki kviknaði eldur. Framleiðsla í kerskálum álversins mun fljótlega hafa komist í gang á ný.

Að sögn Þórðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra Landsnets var farið yfir þessi mál með stjórnendum álversins þegar þetta gerðist í sptember og það verði gert aftur, en höggið núna hafi verið minna en fyrra höggið.

Hann bjóst ekki við að höggið í nótt hafi valdið skemmdum á tölvubúnaði eða öðrum viðkvæmum rafbúnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×