Innlent

Leituðu að konu

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Björgunarsveitir frá Ísafirði, Bolungarvík og Hnífsdal leituðu í kvöld að konu sem hugðist ganga upp Þjófaskörð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Lagði hún af stað frá Ísafirði um hádegið en um klukkan 17:30 í dag hringdi hún í lögreglu og bað um aðstoð þar sem hún var villt. Konan er erlendur ferðamaður og því ekki staðkunnug, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgunarsveitir hófu þegar í stað leit og tóku um 40 manns og tveir leitarhundar þátt. Þegar símasamband komst aftur á við konuna sagðist hún vera stödd við rafmagnsstaura og gat gefið upp númer á næsta staur. Þá var haft samband við Orkubú Vestfjarða og þar fengnar upplýsingar um staðsetningu staursins. Því næst var ekið á staðinn og konan sótt. Hafði hún þá gengið yfir til Bolungarvíkur og var stödd við Hestakleifardal í Syðri-Dal við Bolungarvík. Var hún ágætlega haldin þegar björgunarsveitir komu að en orðin nokkuð köld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×