Innlent

Lottómilljónamæringur búinn að gefa sig fram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lottóspilarinn heppni sem vann 56 milljónir í útdrættinum á laugardag hefur gefið sig fram. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá segir að það hafi verið lukkuleg hjón sem hafi komið við hjá Íslenskri getspá með vinningsmiða uppá rúmar 56 milljónir.

Heimilisfaðirinn keypti miðann í Snælandi á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Hann hlustaði svo á útdráttinn með öðru eyranu á laugardagskvöldið og heyrði kunnuglegar tölur þar sem hann hafði valið þær allar sjálfur. Hann beið eftir að úrslitin kæmu á textavarpið og áttu hann og fjölskylda hans erfitt með að trúa að þarna væri vinningsmiðinn á ferð.

Vinningshafinn sem fékk 2 milljónir í Jókernum lét einnig sjá sig og var hann að vonum alsæll með vinninginn. Hann keypti miðann á Select við Vesturlandsveg í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×