Innlent

Náttúrufræði-stofnun flytur

Húsið er 3.500 fermetrar að stærð.mynd/NÍ
Húsið er 3.500 fermetrar að stærð.mynd/NÍ

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur þessa dagana í flutningum í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ. Húsið er 3.500 fermetrar að stærð og stendur við svokallað Jónasartorg, vestast á Urriðaholti.

Flutningur í nýtt húsnæði þýðir byltingu í aðstöðu til rannsókna, fræðslu og varðveislu gripa. Þar með lýkur hálfrar aldrar bið stofnunarinnar eftir varanlegum heimkynnum, en hún hefur verið í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm í rúma fimm áratugi. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×