Innlent

Stefán Arngrímsson er Íslandsmeistari í póker

Stefán Arngrímsson sigraði í fyrsta Íslandsmeistaramótinu í póker hér á landi en alls tóku 217 pókerspilarar þátt í mótinu.

Í tilkynningu segir að Stefán hafi spilað glæsilega í gegnum mótið, var mjög einbeittur allan tímann og var að taka réttar ákvarðanir í lykilhöndum.

Hann fékk 2.6 milljónir króna í verðlaunafé auk armbands sem var áletrað Íslandsmeistari 2010 í póker. Þar að auki fékk hann ferðavinning í boði Iceland Express og Johnnie Walker Black Label.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×