Innlent

Varað við hálku víða um land

Víða gránaði í fjöll á Vestfjörðum og á Norðurlandi í nótt og í gærkvöldi varaði Vegagerðin ökumenn að hálka kynni að verða á fjallvegum á þessum slóðum.

Fréttastofunni er þó ekki kunnugt um nein vandræði vegna hálku í nótt, en spáð er kólandi veðri og að hálka verði víða á Norðausturlandi með morgninum.

Þá eru ökumenn einnig varaðir við hálku eða ísingu á Hellisheiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×