Innlent

Björgunarsveitir leita að illa klæddum manni í Landbroti

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi leita nú manns sem saknað er í Landbroti.

Í tilkynningu segir að maðurinn var í gleðskap en rauk þaðan í fússi á fjórða tímanum í nótt og hefur ekkert spurst til hans síðan. Hann var illa klæddur.

Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar um klukkan sjö í morgun. Búið er að hafa samband við alla bæi á leitarsvæðinu, verið er að kanna sumarhús og flytja leitarhunda á staðinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×