Innlent

Björn Valur: Siggi Kári skynjar ekki umhverfi sitt

„Þetta er ekki traustvekjandi,“ segir Björn Valur.
„Þetta er ekki traustvekjandi,“ segir Björn Valur.
„Þetta kemur verulega á óvart. Ég skildi Sigurð Kára þannig að hann væri búinn að upplýsa um öll sín mál," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007.

Í samtali við Fréttablaðið í dag segist Sigurður Kári hafa fylgt öllum reglum og skilað uppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Sigurður fékk tæpar 4,7 milljónir í styrki en þrír þeirra voru yfir 500 þúsund krónum. Ríkisendurskoðun mæltist til þess að styrkveitendur svo hárra styrkja yrðu nafngreindir. Það gerði Sigurður Kári ekki. Spurður hvort hann ætli að greina frá þessum styrktaraðilum, segir Sigurður Kári að honum beri ekki skylda til þess samkvæmt lögum.

Björn Valur segir að Sigurður Kári, og aðrir þingmenn sem þáðu styrki í prófkjörum, skynji ekki umhverfi sitt. „Þetta er ekki traustvekjandi og ekki í þeim anda sem verið er að kalla eftir. Þeir finna ekki til ábyrgðar gagnvart kjósendum sínum, þjóðinni og framtíðinni."

Best væri fyrir Sigurð Kára að hann gæfi upp hverjir styrktu hann, að mati Björns Vals. „Ef ég væri í hans stöðu væri ég mjög feginn að geta sagt hverjir styrktu mig og losna þannig við þessa umræðu. En hann hugsar greinlega ekki eins og ég eða þá að það er einhver sem bannar honum segja frá styrkjunum."


Tengdar fréttir

Sigurður Kári neitar að gefa upp styrki

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×