Styður ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar 10. júní 2010 11:56 Mynd/GVA Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna hafa einnig lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Í frumvarpi forsætisráðherra er gert ráð fyrir því að iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sameinist í eitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið sameinast í velferðarráðuneyti og þá verður til nýtt innanríkisráðuneyti við sameiningu dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Gert er ráð fyrir því að breytingarnar spari um 360 milljónir króna á ári. Þverpólitísk nefnd mun fjalla um frumvarpið í sumar en ekki þykir líklegt að frumvarpið verði orðið að lögum fyrr en í haust. Jón er ósáttur við frumvarpið. „Ég hef lagst gegn því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verði lagt niður og hef talið það óskynsamlegt og hið mesta óráð. Það hvílir mikið á þessum atvinnugreinum núna og ímynd þeirra meðal þjóðarinnar skiptir miklu máli. Evrópusambandsumsóknin hvílir líka mjög á þessu ráðuneyti og sú umsókn er mörgum mjög þung í skauti. Ef menn ætla að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í miðju ESB-ferli þá hef ég sagt að það gangi ekki," segir Jón. Tveir aðrir þingmenn vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þegar þingflokkurinn tók afstöðu til málsins. Jón Bjarnason segir að frumvarpið sé illa unnið. Gagnrýnin snúist ekki um hans persónu. „Nei, alls ekki. Ég er fyrst og fremst að hlusta á þau rök sem koma fram frá fjölda samtaka í þessum atvinnugreinum. Frá grasrótinni í flokkunum. Við höfum ýmislegt annað að gera en að setja þetta í uppnám," Tengdar fréttir Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00 „Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna hafa einnig lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Í frumvarpi forsætisráðherra er gert ráð fyrir því að iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sameinist í eitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið sameinast í velferðarráðuneyti og þá verður til nýtt innanríkisráðuneyti við sameiningu dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Gert er ráð fyrir því að breytingarnar spari um 360 milljónir króna á ári. Þverpólitísk nefnd mun fjalla um frumvarpið í sumar en ekki þykir líklegt að frumvarpið verði orðið að lögum fyrr en í haust. Jón er ósáttur við frumvarpið. „Ég hef lagst gegn því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verði lagt niður og hef talið það óskynsamlegt og hið mesta óráð. Það hvílir mikið á þessum atvinnugreinum núna og ímynd þeirra meðal þjóðarinnar skiptir miklu máli. Evrópusambandsumsóknin hvílir líka mjög á þessu ráðuneyti og sú umsókn er mörgum mjög þung í skauti. Ef menn ætla að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í miðju ESB-ferli þá hef ég sagt að það gangi ekki," segir Jón. Tveir aðrir þingmenn vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þegar þingflokkurinn tók afstöðu til málsins. Jón Bjarnason segir að frumvarpið sé illa unnið. Gagnrýnin snúist ekki um hans persónu. „Nei, alls ekki. Ég er fyrst og fremst að hlusta á þau rök sem koma fram frá fjölda samtaka í þessum atvinnugreinum. Frá grasrótinni í flokkunum. Við höfum ýmislegt annað að gera en að setja þetta í uppnám,"
Tengdar fréttir Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00 „Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00
„Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48