Styður ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar 10. júní 2010 11:56 Mynd/GVA Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna hafa einnig lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Í frumvarpi forsætisráðherra er gert ráð fyrir því að iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sameinist í eitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið sameinast í velferðarráðuneyti og þá verður til nýtt innanríkisráðuneyti við sameiningu dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Gert er ráð fyrir því að breytingarnar spari um 360 milljónir króna á ári. Þverpólitísk nefnd mun fjalla um frumvarpið í sumar en ekki þykir líklegt að frumvarpið verði orðið að lögum fyrr en í haust. Jón er ósáttur við frumvarpið. „Ég hef lagst gegn því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verði lagt niður og hef talið það óskynsamlegt og hið mesta óráð. Það hvílir mikið á þessum atvinnugreinum núna og ímynd þeirra meðal þjóðarinnar skiptir miklu máli. Evrópusambandsumsóknin hvílir líka mjög á þessu ráðuneyti og sú umsókn er mörgum mjög þung í skauti. Ef menn ætla að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í miðju ESB-ferli þá hef ég sagt að það gangi ekki," segir Jón. Tveir aðrir þingmenn vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þegar þingflokkurinn tók afstöðu til málsins. Jón Bjarnason segir að frumvarpið sé illa unnið. Gagnrýnin snúist ekki um hans persónu. „Nei, alls ekki. Ég er fyrst og fremst að hlusta á þau rök sem koma fram frá fjölda samtaka í þessum atvinnugreinum. Frá grasrótinni í flokkunum. Við höfum ýmislegt annað að gera en að setja þetta í uppnám," Tengdar fréttir Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00 „Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna hafa einnig lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Í frumvarpi forsætisráðherra er gert ráð fyrir því að iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sameinist í eitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið sameinast í velferðarráðuneyti og þá verður til nýtt innanríkisráðuneyti við sameiningu dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Gert er ráð fyrir því að breytingarnar spari um 360 milljónir króna á ári. Þverpólitísk nefnd mun fjalla um frumvarpið í sumar en ekki þykir líklegt að frumvarpið verði orðið að lögum fyrr en í haust. Jón er ósáttur við frumvarpið. „Ég hef lagst gegn því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verði lagt niður og hef talið það óskynsamlegt og hið mesta óráð. Það hvílir mikið á þessum atvinnugreinum núna og ímynd þeirra meðal þjóðarinnar skiptir miklu máli. Evrópusambandsumsóknin hvílir líka mjög á þessu ráðuneyti og sú umsókn er mörgum mjög þung í skauti. Ef menn ætla að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í miðju ESB-ferli þá hef ég sagt að það gangi ekki," segir Jón. Tveir aðrir þingmenn vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þegar þingflokkurinn tók afstöðu til málsins. Jón Bjarnason segir að frumvarpið sé illa unnið. Gagnrýnin snúist ekki um hans persónu. „Nei, alls ekki. Ég er fyrst og fremst að hlusta á þau rök sem koma fram frá fjölda samtaka í þessum atvinnugreinum. Frá grasrótinni í flokkunum. Við höfum ýmislegt annað að gera en að setja þetta í uppnám,"
Tengdar fréttir Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00 „Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00
„Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48