Þarf að reyksprengja húsgögnin eftir svartan myglusvepp 10. júní 2010 14:34 Margrét með börnunum sínum „Þeir lofuðu að hreinsa það sem hægt er að bjarga og koma því heim. En það var ekkert meira, þeir voru ekki að bjóða mér bætur eða niðurfellingar eða eitthvað svoleiðis," segir Margrét Andrésdóttir, einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudaginn þurfti Margrét að yfirgefa húsnæði sem Sveitarfélagið Fljótsdalshérað útvegaði henni eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig. Margrét missti nánast allt innbúið sitt og hún og börnin hennar urðu mikið veik í kjölfarið. Margrét fundaði með stjórnendum bæjarins í morgun. „Þessi fundur snérist í rauninni um að klára þetta mál, það er að segja að dótið mitt liggi ekki óhreyft einhvers staðar og þeir fari í það að hreinsa það." Hún hefur undanfarna daga búið eins og í útilegu með engin húsgögn. Nú á að setja hluta af dótinu hennar í gám þar sem reyksprengja verður sprengd. Sprengjan á að hreinsa sveppinn úr húsgögnum sem ekki er hægt að hreinsa. Húsgögnin verða lokuð inn í gámnum í þrettán klukkutíma eftir að sprengjan verður sprengd. „Hún á að smjúga inn í það sem við náum ekki að hreinsa," segir Margrét en bólstruðu húsgögnunum verður ekki bjargað. „Núna er ég rosalega sátt við að það sé verið að gera eitthvað í hlutunum og það sé verið að reyna koma okkur út úr þessari útilegu sem við höfum verið í síðustu daga." Aðspurð um hvort að hún hafi ráðfært sig við lögfræðinga og fari í hugsanlegt mál við bæinn út af tjóninu sem hún hefur orðið fyrir, bæði fjárhagslega og heilsufarslega, segir hún að það sé í skoðun. „En við sögðum við þá í morgun að þetta væri ekki í þessum farvegi ef það hefði verið brugðist strax við." Tengdar fréttir Svartur myglusveppur étur upp heimilið „Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið. 8. júní 2010 11:35 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
„Þeir lofuðu að hreinsa það sem hægt er að bjarga og koma því heim. En það var ekkert meira, þeir voru ekki að bjóða mér bætur eða niðurfellingar eða eitthvað svoleiðis," segir Margrét Andrésdóttir, einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudaginn þurfti Margrét að yfirgefa húsnæði sem Sveitarfélagið Fljótsdalshérað útvegaði henni eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig. Margrét missti nánast allt innbúið sitt og hún og börnin hennar urðu mikið veik í kjölfarið. Margrét fundaði með stjórnendum bæjarins í morgun. „Þessi fundur snérist í rauninni um að klára þetta mál, það er að segja að dótið mitt liggi ekki óhreyft einhvers staðar og þeir fari í það að hreinsa það." Hún hefur undanfarna daga búið eins og í útilegu með engin húsgögn. Nú á að setja hluta af dótinu hennar í gám þar sem reyksprengja verður sprengd. Sprengjan á að hreinsa sveppinn úr húsgögnum sem ekki er hægt að hreinsa. Húsgögnin verða lokuð inn í gámnum í þrettán klukkutíma eftir að sprengjan verður sprengd. „Hún á að smjúga inn í það sem við náum ekki að hreinsa," segir Margrét en bólstruðu húsgögnunum verður ekki bjargað. „Núna er ég rosalega sátt við að það sé verið að gera eitthvað í hlutunum og það sé verið að reyna koma okkur út úr þessari útilegu sem við höfum verið í síðustu daga." Aðspurð um hvort að hún hafi ráðfært sig við lögfræðinga og fari í hugsanlegt mál við bæinn út af tjóninu sem hún hefur orðið fyrir, bæði fjárhagslega og heilsufarslega, segir hún að það sé í skoðun. „En við sögðum við þá í morgun að þetta væri ekki í þessum farvegi ef það hefði verið brugðist strax við."
Tengdar fréttir Svartur myglusveppur étur upp heimilið „Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið. 8. júní 2010 11:35 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Svartur myglusveppur étur upp heimilið „Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið. 8. júní 2010 11:35