Innlent

Fólkið heyrir ekki í stjórninni

Málþingið Vorar skuldir – kirkjan og baráttan gegn óréttmætum skuldum var haldið í Neskirkju á mánudag.
Málþingið Vorar skuldir – kirkjan og baráttan gegn óréttmætum skuldum var haldið í Neskirkju á mánudag. fréttablaðið/stefán

Meðan þúsundir heimila sjá skuldir sínar aukast sýnist þeim að lítið sé að gert til að hjálpa þeim, á sama tíma og stórfyrirtæki fá risaskuldir afskrifaðar. Þetta segir séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.

„Jafnvel þótt sagt sé að ríkisstjórnin hafi góðar fyrirætlanir í þessa vegu, þá er það ekki þetta sem fólk heyrir. Fólki sýnist að lítið sé verið að gera. Það er mikilvægt að við endurheimtum traustið í samfélaginu og vonina," segir hann.

Biskup lét þessi orð falla á mánudag á málþingi um skuldir og baráttuna gegn óréttmætum skuldum í Neskirkju.

Hann minnti á að kirkjur Norður­landa hefðu ætíð lagt áherslu á hlutverk ríkisins við að verja þá sem eru veikburða og varnarlausir. Nú hefði hann áhyggjur af framtíð velferðarkerfisins, því sé haldið fram að það sé of dýrt: „Það væri ósiðlegt og ábyrgðarlaust að byggja samfélagið einungis á grundvelli efnahagslegs vaxtar eins og var gert í góðærinu," sagði Karl.

Þá fór biskup yfir „tungumál markaðarins" og hugmyndafræðina sem hefði stjórnað öllu í góðærinu, hugmyndafræði sem hefði verið eins og trúarkenning: „Öfgahyggja sem passaði inn í áráttu nútímans um einstaklinginn og réttindi hans til að fá þarfir sínar uppfylltar og vandamál leyst, sama hvað það kostar," sagði hann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×