Innlent

Segir Björn Val naga gamalt bein

Mynd/GVA
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir gagnrýni Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG, um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins og frambjóðenda flokksins. Björn Valur hóf umræðu um styrki Landsbankans og FL-Group til Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í hádeginu.

Björn Valur hafði eftir formanni Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn muni endurgreiða styrkina vaxtalaust og án verðbóta á sjö árum. „Það vantar tæpar 50 milljónir, 48,7 milljónir, upp á það að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði styrkina á því núvirði sem hann hafði þá. Hann ætlar að láta verðbólguna éta upp helminginn af endurgreiðslunni.“ Þá spurði Björn Valur hvort það væri eðlilegt að greiða til baka „einungis helminginn af núvirðinu.“

Bjarni svaraði Birni Vali fullum hálsi og sagði að hann væri að naga gamalt bein og reyna að finna á því eitthvað kjöt. Bjarni sagði styrkjamálin hafa verið í ágætis farvegi hjá formönnum stjórnmálaflokkanna sem hafi verið sammála um að opna bókhald flokkanna. Þeim tilmælum hefði auk þess verið beint til frambjóðenda í prófkjörum vegna alþingiskosninganna 2007 að þeir greindu frá styrkveitingum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.