Innlent

Hjón sektuð fyrir að nota litaða díselolíu

Hjónin brutu lög þegar þau notuðu litaða díselolíu. Myndin er úr safni.
Hjónin brutu lög þegar þau notuðu litaða díselolíu. Myndin er úr safni.

Hjón voru sektuð í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir að hafa notað litaða díselolíu í stað venjulegrar díselolíu. Um er að ræða brot á lögum um olíugjald og kílómetragjald. Lögreglan stöðvaði þau á Hrísmýri á Selfossi í janúar síðastliðnum.

Hjónin voru bæði tvö dæmd til þess að greiða 200 þúsund krónur í sekt eða samanlagt fjögurhundruð þúsund. Sektina þurfa þau að greiða innan fjögurra vikna annars skulu þau afplána fjórtán daga fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×