Fleiri fréttir

Um 20 Íslendingar hafa farið í kynleiðréttingu

Um 20 Íslendingar hafa fengið kyn sitt leiðrétt. Læknar óttast fordóma almennings vegna slíkra aðgerða. Opinská umræða reynist þó alltaf betri á endanum en feluleikur. Þetta segir Anna Kristjánsdóttir, baráttukona fyrir hagsmunum fólks sem hefur þurft að láta leiðrétta kyn sitt.

Vegtollar á helstu alfaraleiðum úr borginni

Allt útlit er fyrir að teknir verði upp vegtollar á helstu alfaraleiðum út úr borginni til þess að fjármagna göng og tvöföldun helstu samgönguæða ef nýtt frumvarp samgönguráðherra verður að lögum.

Fólki á vanskilaskrá fjölgar

Fólki á vanskilaskrá heldur áfram að fjölga þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda til handa skuldsettum heimilum. Ríflega helmingur þeirra sem þegar hefur fengið aðstoð vegna skuldavanda segir hana ekki duga til, samkvæmt nýrri könnun. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir að stjórnvöld vilji aðeins hjálpa fjármálafyrirtækjum að arðræna almenning.

OR endurskoðar ekki bílafríðindi stjórnenda

Orkuveita Reykjavíkur hyggst ekki endurskoða bílafríðindi fjögurra stjórnenda fyrirtækisins en Orkuveitan, sem er að mestu í eigu reykvískra skattgreiðenda, keypti nýlega Mercedes Benz lúxusjeppa handa fjármálastjóranum á sama tíma og boðaðar eru hækkanir á heitu vatni.

Ólögráða afpláni fangelsisrefsingu á meðferðarheimilum

Vinnuhópur sem Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra skipaði til að skoða fyrirkomulag við vistun fanga á aldrinum 15-18 ára leggur til að sakhæf börn, sem dæmd hafa verið í óskilorðsbundna fangelsisrefsingu, afpláni fangelsisrefsingu á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu, segir í tilkynningu.

Stálu 22 lítrum af bensíni

Tveir piltar voru dæmdir í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa stolið bensíni og hylmt yfir þjófnaðinn. Annar pilturinn var dæmdur fyrir að brjótast inn í vélsleðakerru og stolið þaðan 22 lítrum af bensíni og hinn pilturinn fyrir að hafa tekið við 10 lítrum af stolna bensíninu og sett á bifreið sína, vitandi að um þýfi var að ræða.

Kemur ekki til greina að Landsvirkjun fari að flytja inn vinnuafl utan EES

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands furðar sig á viljayfirlýsingu sem Landsvirkjun undirritaði í morgun við kínverska verktakafyrirtækið China International Water & Electric Corporation og kínverska bankann Export-Import Bank of China. Yfirlýsingin felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu þessara þriggja aðila en í henni kemur fram áhugi kínverska verktakafyrirtækisins á að bjóða í framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun sem og áhugi Landsvirkjunar á að fá tilboð frá fyrirtækinu.

Héldu að byggingafulltrúi væri barnapervert

„Þetta var bara misskilningur," segir leikskólastjóri á leikskóla í Borgarbyggð um atvik sem kom upp í gær á leikskóla í sveitarfélaginu. Fullorðinn maður keyrði hægt framhjá leikskólanum og mundaði myndavél í átt að leikskólanum. Starfsmennirnir þekktu ekki til mannsins og hringdu því umsvifalaust á lögregluna. Leikskólastjórinn segir málið leiðinda misskilning. Skessuhorn fjallaði um málið fyrr í dag.

Útgerðarkóngur ekki persónulega ábyrgur fyrir kúluláni

Útgerðamaðurinn Jakob Valgeir Flosason, sem var skráður fyrir Stím ehf. á sínum tíma, er ekki persónulega ábyrgur fyrir sex hundruð króna milljón króna láni sem eignarhaldsfélagið Áll tók árið 2007. Ástæðan eru mistök bankastarfsmannsins sem veitti honum lánið.

Detox: Kvartað til Landlæknis

Á annan tug kvartanna hafa borist til Landlæknisembættisins vegna detox-meðferða. Von er á skýrslu frá embættinu vegna þessa síðar í mánuðinum.

Hörður: Tengist ekki samningum Seðlabankans

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að viljayfirlýsing sem fyrirtækið undirritaði ásamt China International Water & Electric Corporation og EXIM bankans kínverska tengist ekki samningnum sem Seðlabanki Íslands gerði í morgun. Unnnið hefur verið að viljayfirlýsingunni við Kínverjana í hálft annað ár, að sögn Harðar.

Vilja ekki ríkisstyrki á strandsiglingar

Starfshópur samönguráðherra um mat á hagkvæmni strandsiglinga skilaði niðurstöðum sínum fyrir helgi en á morgunverðarfundi á Grandhóteli í morgun voru þær kynntar fyrir hagsmunaðilum. Helsta niðurstaða skýrsluhöfunda er að hagkvæmt sé að hefja strandsiglingar, en þar er bent á að stjórnvöld víða um heim vinni nú að því að færa flutninga af vegum á sjó, fljótabáta og járnbrautir. Ástæðan sé m.a sú að raunverulegur samfélagslegur kostnaður við landflutninga sé oft vanmetinn hvað varði slit á vegum, slysahættu, mengun og önnur umhverfisáhrif.

Fráleitt að átta þúsund ríkisstarfsmenn missi vinnuna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa heyrt tölur þess efnis að boðaður niðurskurður í ríkisfjármálum þýði að opinberum störfum muni fækka um allt að 8 þúsund. Þetta kom fram í máli Bjarna á Alþingi í morgun.

Hæsta bensínverðið á Ísafirði - Gríðarlegur munur á milli landshluta

Alls munar tólf og hálfri krónu á hæsta bensínverði á landinu og því lægsta. Hæsta bensínverðið er að finna á Ísafirði en samkvæmt heimasíðunni GSM bensín þá er bensínverð þar 198,70 krónur. Allnokkurt verðstríð er að eiga sér stað á Suðurlandi sem gerir það að verkum að bensínlítrinn er ódýrastur þar, eða 186.20 krónur.

Ekki hægt að fresta 17. júní eins og Kastró frestaði jólunum

„Við munum ekki fresta 17. júní þó ónefndur maður hafi frestað jólunum. Það er ekki á mínu verksviði að fá ESB til þess að breyta sínu fundarplani,“ svaraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, þegar Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvatti hann til þess að beita sér gegn því að aðildarviðræður yrðu ákveðnar 17. júní, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun.

Dagpeningar ríkisstarfsmanna hækka

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga fyrir ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Þá munu falla úr gildi upphæðir sem voru samþykktar 1. nóvember 2009. Þetta kemur fram á vef Fjármálaráðuneytisins.

Meirihluti myndaður í Vogunum

H – Listi óháðra borgara og E – Listi Stranda og Voga hafa komist að samkomulagi um að starfa saman í meirihluta í Vogum við Vatnsleysuströnd næsta kjörtímabil.

Kínverjar í hádegismat á Bessastöðum

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun nú fyrir hádegi eiga fund með kínversku sendinefndinni sem nú heimsækir Ísland. Sendinefndin er undir forystu He Guoqiang og í henni eru fulltrúar frá Seðlabanka Kína, Útflutnings-innflutningsbanka Kína og kínverskum orkufyrirtækjum.

Fjórir teknir fyrir hraðakstur á Hellisheiði

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir á Hellisheiðinni í gærkvöld fyrir of hraðan akstur. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var um fjóra karlmenn að ræða og ók sá sem hraðast fór á 116 kílómetra hraða á klukkustund.

Áhrif eldgossins eitt af helstu verkefnum

Nýr meirihluti tekur við í Rangárþingi eystra á þriðjudaginn kemur en Framsóknarmenn og aðrir framfarasinnar fengu hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum.

Þyrla sótti slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í nótt eftir að tilkynnt var um slys um borð í togara úti fyrir Vestfjörðum. Vel gekk að hífa manninn um borð og var hann fluttur á sjúkrahús. Ekki hafa borist fregnir af því hvers eðlis slysið var eða af líðan mannsins.

Þúsundir ágreiningsmála á leið fyrir dóm næstu misseri

Mörg þúsund ágreiningsmál um kröfur í þrotabú föllnu bankanna gætu verið á leið fyrir dóm á næstu misserum. Formenn skilanefnda bankanna eru sammála um að útilokað sé með öllu að íslenska dómskerfið valdi álaginu. Til samanburðar voru í fyrra höfðuð samtals 124 ágreiningsmál vegna gjaldþrotaskipta á landinu öllu.

Fréttaskýring: VG skoði sín mál vandlega

VG hefur opinberlega lýst yfir bæði ánægju með aukinn fjölda sveitarstjórnarfulltrúa eftir kosningarnar og vonbrigðum með skellinn sem flokkurinn fékk, sérstaklega í þéttbýlinu. Svipað hljóð er í innanflokksmönnum, þótt því sé ekki að leyna að vonbrigðin eru víðast meiri en ánægjan.

Dómnum verður áfrýjað

Hilmar Gunnarsson, lögmaður Rauðsólar (365 miðla), segir að dómnum verði áfrýjað. „Við teljum að fullnaðaruppgjör hafi farið fram en ekki hafi verið tekið tillit til greiðslna sem fóru frá félaginu til Íslenskrar afþreyingar," segir Hilmar.

Stéttarfélög leggjast gegn launafrystingu

Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB leggjast allir gegn hugmyndum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Í grein í Fréttablaðinu í gær reifaði Árni Páll þá hugmynd að gerð yrði þjóðarsátt um að frysta laun og lífeyrisgreiðslur hins opinbera, þangað til fjárlagagatinu hefði verið lokað.

Almenningur ber allan herkostnaðinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var annarrar skoðunar og sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar vega upp hrun heils efnahagskerfis. Ágætur árangur hafi náðst á alla mælikvarða, þótt betur megi ef duga skuli.

Fangar rækta tré, matjurtir og rósir

Fangar á Kvíabryggju eru önnum kafnir við ræktunarstörf þessa dagana. Þeir hafa sett niður 200 kíló af kartöflum. Í dag eða á morgun verður hafist handa við að planta sjö til átta hundruð trjágræðlingum.

Steingrímur: Engin eftirspurn eftir málþófi

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á von á því að flest þau mál sem bíði afgreiðslu á Alþingi verði kláruð fyrir þinglok. Störf þingsins verði undir smásjánni og engin eftirspurn sé á meðal þjóðarinnar eftir málþófi og upplausn, segir í frétt RÚV.

Forsetinn veitti Íslensku menntaverðlaunin

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Íslensku menntaverðlaunin í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi í kvöld en þau eru bundin við grunnskólastarfið og eru veitt í fjórum flokkum, segir í tilkynningu.

Formaður viðskiptanefndar gagnrýnir viðskiptaráðherra

Formaður viðskiptanefndar gagnrýnir viðskiptaráðherra harkalega fyrir aðgerðaleysi gagnvart skuldugum heimilum og málefnum HS Orku á Fésbókarsíðu sinni. Ráðherrann segist ekki ætla að elta ólar við ummæli af slíku tagi.

Einstæð móðir óttast breytingar LÍN

Fjögurra barna einstæð móðir veit ekki hvernig endar eiga að ná saman gangi breytingartillögur Lánasjóðs íslenskra námsmanna eftir. Framfærsla til fjölskyldna með fleiri en eitt barn skerðist og námsmenn þurfa að ljúka fleiri einingum á önn en áður til að vera lánshæfir.

Endurreisn á öskusvæðunum hafin

Landgræðslan og Vegagerðin hófu í dag endurreisnina á öskusvæðunum eftir eldgosið með sáningu grasfræs og með aðgerðum til að hemja Svaðbælisá.

Sjá næstu 50 fréttir