Innlent

Sex nýir bátar verið keyptir

Landsbjörg á 14 björgunarskip og nú 76 björgunarbáta.
Landsbjörg á 14 björgunarskip og nú 76 björgunarbáta.

Björgunarsveitir Landsbjargar hafa fest kaup á sex björgunarbátum. Nýju bátarnir bætast við fjórtán björgunarskip og um 70 léttabáta sem þegar eru í eigu björgunarsveita.

Björgunarsveitirnar Gerpir á Neskaupsstað, Geisli á Fáskrúðsfirði, Ársæll í Reykjavík, Suðurnes í Reykjanes­bæ, Björg á Eyrarbakka og Brimrún á Eskifirði keyptu bátana notaða frá Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu (RNLI) en Landsbjörg hefur keypt báta frá félaginu síðan árið 1929.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×